Skátinn


Skátinn - 01.08.1935, Blaðsíða 1

Skátinn - 01.08.1935, Blaðsíða 1
árg. — 4. tbl. — ágúst 1935 Sfcáíiim ÚTGEFANDI: SKÁTAFÉLAGIÐ »ERNIR« Ábyrgðarmenn: Haraldur Sigurðsson og Axel Sveins — Herbertsprent prentaði. Er drengurinn yðar skáti? Frístundir drengja eru þeirn dýrmætustu stundir dagsins. Það er vegna þess að þá geta þeir gert það, sem þá sjálfa lystir. Þá kemur i ljós hvað það er, sem hugur þeirra hneigist að, og í frístundum sínum mætir drengurinn í fyrsta sinn einn örðugieikum lifsins. Það eru því frístundirnar, sem eiga mestan þátt i þvi, að móta skapgerð drengsins. Allir forcldrar vilja hörnum sínum vel, og láta þeim í té það bezta, sem þau eiga. Það er því ekki foreldrunum að kenna, þegar illa tekst til með uppeldi barnanna. Nei, þegar börnin komast álegg og fara að fara sjálf ferða sinna, þá verða þau fyrir áhrifum, sem stundum geta svo að segja á svipstundu koll- varpað öllu þvi, sem umhyggjusöm móðir hef- ur innrætt barni sínu frá þvi fyrsta. Það er þessvegna ekki neitt smáatriði, í hvaða hópi drengir lenda, þegar þeir fara að þroskast. Hvaða félaga þeir eignast og að hverju hugur þeirra hneigist. Hér er nú til félagsskapur, sem hefur ])að markmið að hjálpa drengjum til að eyða frí- stuhdum sínum. Þessi félagsskapur er s.káta- hreyfingin. Hér skal nú gerð lausleg grein fyr- ir þvi, hvernig skátabreyfingin hyggst að Ieiða þetta þjóðfélagslega vandamál til lykta. í lög- um Bandalags isl. skáta segir svo: „Til þess að ná tilgangi sínum leitast B. í. S. við: Að efla ættjarðarást drengja, svo að þeireftir aldri og þroska starfi sifelt íneð heill fósturjarðariimar fyrir augum. Að efla skyldurækni drengja við heimili og skóla og að innræta þeim hjálp- semi, greiðvikni og nærgætni við aðra menn. Að auka sómatilfinningu þeirra, svo að þeir geri meiri kröfur til sjálfra sín og hvor til ann- ars um orðheldni, drengskap og félagslyndi. Að venja þá við að ganga óskiptir og með stund- vísi að skyldustörfum sinum og sætta sig með glöðu geði við aga þann, er lífið heimtar af hverjum manni. Að hvetja þá til að lifa heil- næmu lífi úti í náttúrunni, og vekja ást þeirra til hénnar. Að auka hagsýni þeirra, leikni og framkvæindalöngun, og gera þá skarpskyggn- ari. Að kenna þeim að nota vel tómstundir sin- ar. Að auka samúð og skilning milli þjóða með samvinnu við erlend skátafclög. Að stuðla yf- irleitl að uppeldi íslenzkra drengja i anda skátalaganna. Og ennfremur: Félög innan B. í. S. leitast hvorki við að koma í stað heimila né skóla, en leila samstarfs við hvorttveggja. B. 1. S. tekur fullt tillit til mismunandi trúar- skoðana drengjanna, en vill fyrir sitt leyli auka virðingu þeirra fyrir andlegum verðmæt- um og framkvæmdum þeirra. B. í. S. er hlutlaust í stjórnmálum. ÖIl stjórnmál eru félögunum algjörlega óvið- komandi. Þessvegna mega foringjarnir ekki reyna að hafa áhrif á stjórnmálaskoðanir drengjanna og mega yf irleitt ekki starfa frek-

x

Skátinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skátinn
https://timarit.is/publication/918

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.