Skátatíðindi - 01.06.1988, Page 13

Skátatíðindi - 01.06.1988, Page 13
SKATAKVEÐJURNAR Skátakveðjumar eru fjórar: • Almenrt kveðja (eða heilkveðja) • Hátíðarkveðja (eða hálikveðja) • Fánakveðja • Vinstrihandarkveðja Beinu fíngumir í skátakveðjunum minna á þijá þætti skátaheitisins: • skylduna við guð og ættjörðina • að hjálpa öðrum • að halda skátalögin Þumall og litli fíngur sem lagðir eru saman minna á al- heimsbræðralag og friðarhugsjón skátahreyfíngarinnar. Almenna kveðjan, eða heilkveðjan, er notuð þegar: • skáti heilsar í húningi og þegar skáti heilsar foringja • þjóðsöngurinn er leikinn úti við • fáni er borinnfram hjáfylkingu • forseti íslands gengur fram hjáfylldngu Hátíðarkveðjan eða hálfkveðjan er notuð þegar: • farið er með skátaheitið • farið er með skátalögin Fánakveðjan er notuð þegar: • fáni áfastri stöng er dreginn upp eða niður Að skoðun margra líkist fánakveðjan of mikið kveðju sem var notuð í Þýskalandi á stríðsárunum. Þessi kveðja er þó miklu eldri og var nomð hjá norrænum víkingum sem sólarkveðja. Fánakveðjan er ekki notuð í öðrum löndum.

x

Skátatíðindi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skátatíðindi
https://timarit.is/publication/920

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.