Dagsbrún


Dagsbrún - 01.03.1942, Blaðsíða 7

Dagsbrún - 01.03.1942, Blaðsíða 7
Landvarnarvinnan Ríkisstjórnin hefur samið um fækkun í landvarnarvinn- unni. Dagsbrún hefur mótmælt þeirri ráðstöfun. V erkamannaf élagið Dagsbrú n hefur marg ítrekað mótmæli sín gegn þeirri stefnu ríkisstjórn- arinnar, að leitast við að fækka verkamönnum hjá setuliðunum hér, án þess að um það sé samið við samtök verkamanna. Félagið telur að hagnýt skipulagning vinnuafls- ins í landinu sé málefni, sem ekki hvað sízt varði verkalýðinn sjálfan og hagsmuni hans, og fyrir því beri ríkisstjórninni, vilji hún eitthvað gera í því máli, að hafa nána sam- yinnu um það við verkalýðssamtök- in, sem aðila í málinu. Hér birtast tvö bréf, sem stjórn Dagsbrúnar hefur sent til ríkis- stjórnarinnar vegna þessa máls Reykjavík, 22. febr. .1942. Á fundi Verkamannafélagsins Dagsbrún 22. feb'rúar 1942, var eftirfarandi tillaga samþykkt í einu hljóði: „Fundur í Verkamannafélaginu Dagsbrún mótmælir harðlega hinni nýju fækkun verkamanna í land- varnarvinnunni og lítur svo á, að þessi fækkun svo og sú, er gerð var í desember síðastliðinn, stefni í þá átt að leiða böl atvínnuleysisins aftur yfir þjóðina og beri vott um fullkomið ábyrðarleysi. Fundurinn álítur að skipuleggja þurfi allt vinnuafl þjóðarinnar í þágu atvinnuveganna og landvarn- anna, en tekur hinsvegar fram, að til þess, að slík skipulagning geti orðið jákvæð, verði samstarf að vera á milli ríkisstjórnarinnar, stjórna setuliðanna og verkalýðsfé- laganna. Lýsir fundurinn yfir því, að Dagsbrún er reiðubúin til slikrar samvinnu. — í sambandi við hina auknu hættu, er steðjar að íslandi vegna hernaðaraðgerða fascista- ríkjanna, leggur fundurinn áherzlu á nauðsyn þess, að hervairnir í(s- lands verði gerðar sem öruggastar og vinnan við landvarnirnar verði skipulögð á sem beztan hátt“. Jafnframt viljum við nota tæki- færið til þess að tjá yður, að stjórn Dagsbrúnar er reiðubúin til ásamt öðrum ve'rkalýðsfélögum að hafa samvinnu við ríkisstjórnina um að skiþuleggja sem bezt vinnuaflið í landinu til þess að tryggja það, að nógir verkamenn fáizt til nauðsyn- legra framleiðslustarfa innanlands. Lítur félagið svo á, að ríkisstjórnin og verkalýðsfélögin í sameiningu, séu fullfær um að leysa þetta mál, án þess að leita til hinna erlendu setuliða um takmörkun í landvarn- arvinnunni. Virðingarfyllst, F. h. Verkamannafál. Dagsbrún. Sigurður Guðnason (sign). Til ríkisstjórnarinnar, Reykjavík. D A G S B R Ú N 7

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/935

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.