Dagsbrún - 25.01.1951, Síða 1

Dagsbrún - 25.01.1951, Síða 1
DAGSBRÚN 070 0 9. árg. — 1. tbl. jLAl-lD^BÓKASArN UAl ; 8 o S 9 8 3 S LAi'J.DS 25. janúar 1951 Stöndum vörð í tíunda sinn eiga nú Dagsbrúnar- menn kost á að fela Sigurði Guðna- syni og samstarfsmönnum hans forustu í félagsmálum sínum og hagsmunabar- áttu. Þegar einingarstjórn Sigurðar Guðna- sonar tók við forystu félagsins fyrir níu árum var Dagsbrún í mikilli niðurlæg- ingu og óreiðu. Sú varð reynslan þá af flokkspólitískri samsteypustjórn manna, sem enga þekkingu og litla getu höfðu í félagsmálum og létu stjórnast af áhrif- um og fortölum einstaklinga og félags- afla, sem framandi eru verkalýðsstétt- irini. Engum stéttarþroskuðum verkamanni var þá niðurlæging félagsins sársauka- laus enda bundust þeir samtökum um endurreisn félagsins og hófu það aftur til vegs og virðingar, undir öryggri stjórn Sigurðar Guðnasonar og samherja hans. Alla tíð síðan hefur Dagsbrún o- umdeilanlega haft forustu í hagsmuna- baráttu verkalýðss'téttarinnar í landinu, reynzt meðlimum sínum skjól og skjöld- ur og veilt veikari stéttarfélögum marg- háttaðan stuðning, sem oft hefur ráðið úrslitum. Hinn mikli styrkur Dagsbrúnar á þessu tímabili og sá glæsilegi árangur sem félagið hefur náð liggur í því, að forustan heíur lagt megináherzlu á að sameina alla verkamannastéttina, án til- lits til flokksafstöðu og ólíkra lífsskoð- ana, um hagsmunabaráttuna sjálfa. Nú eru framundan kosningar í Dags- brún og félagsmenn eiga, eins og oftast áður, að velja milli tveggja lista. Annar er A-listinn, borinn fram af uppstillingarnefnd félagsins, samkvaémt lögum þess, og samþykktur af trúnaðar- ráði félagsins í einu hljóði. í formanns- sæti listans er Sigurður Guðnason og aðrir í stjórn þeir sömu og verið hafa s.l. ár. Önnur trúnaðarsæti A-listans eru að langmestu leyti skipuð kjörnum trún- aðarmönnum félagsins á vinnustöðum, einmitt þeim mönnum, sem verkamenn sjálfir treysta bezt og hafa valið til að gæta réttar síns og hagsmuna. Enda eru allir frambjóðendur A-listans úr hópi þeirra stéttarþroskuðu meðlima félags- ins, sem hafa borið hita og þunga bar- áttunnar og starfsins á liðnum árum og um Dagsbrún njóta því óskipts trausts allra góðra Dagsbrúnarmanna. Hinn listinn sem í kjöri er, B-listinn, er annarrar ættar. Hann er ekki fram kominn vegna áhuga Dagsbrúnarmanna sjálfra, heldur að fyrirskipan og fyrir frumkvæði utanstéttarafla, sem eru and- víg verkalýðssamtökunum og láta engin tækifæri ónotuð til þess að reyna að stofna til pólitískrar sundrungar innan þeirra. Engan þeirra manna, sem skipa B- listann, að einum undanskildum, þekkja Dagsbrúnarmenn almennt. Formanns- efnið er t. d. nýflutt í bæinn vestan af landi og hefur aðeins komið á einn fund í félaginu, enda ekki verið félagsmaður nema rúmlega hálft ár. Önnur sæti list- ans eru einnig að mestu skipuð gjörsam- lega óvönum mönnum í félagsmálum, áhugalausum um stéttarmálefni og ó- þekktum innan félagsins. Þessi listi er barinn saman af flokks- stjórnum gengislækkunarflokkanna, með fullu samkomulagi við margselda foringja Alþýðuflokksins, sem líklega hyggjast á þennan hátt að standa við stóru orðin um vægðarlausa baráttu gegn afleiðingum gengislækkunarinnar, sívaxandi dýrtíð og atvinnuleysi. Niður í Holstein, höfuðstöðvum at- vinnurekendastéttarinnar, var lista þess- um komið saman. Formannsefnið hefur kjörið Morgunblaðið málgagn hans, blaðið sem frá fyrstu tið hefur svívirt verkamenn og samtök þeirra í hverri einustu vinnudeilu og reynt að vinna þeim allt það ógagn, er það hefur mátt. Þessi staðreynd mun reynast öllum heilskyggnum og þroskuðum 'verka- mönnum örugg vísbending um eðli B- listans og tilganginn með framboði hans. Þegar Dagsbrúnarmenn ganga nú til kosninga í félagi sínu er nauðsynlegt að íhuga hver verkefnin eru sem framund- an bíða. Atvinnuleysið er komið aftur. Hundr- uð verkamanna búa við stopula eða alls enga vinnu. Að svo er komið er bein af- leiðing af stjómarstefnu afturhaldsins og þeirri skoðun leiðtoga þess, að undir- rót efnahagsöngþveitisins liggi í of háu kaupi og of mikilli kaupgetu verka- manna og launþega almennt. Tilkynning Kosning' stjómar, varastjórnar, stjómar vinnudeilusjóðs, trúnað- arráðs og endurskoðenda fyrir ár- ið 1951 fer fram 1 skrifstofu félags- ins dagana 27. og 28. þ. m. LAUGARDAGINN 27. JANÚAR hefst kjörfundur kl. 2. e. h. og stendur til kl. 10 e. li. SUNNUDAGINN 28. JANÚAR liefst kjörfundur kl. 10 f. h., stend- ur til kl. 11 e. h. og er þá kosningu lokið. Kjörstjórn Dagsbrúnar. v__________________________________J Þetta „mein“ ætla stjórnspekingar aft- urhaldsins, sem ráða ríki og bæ, að lækna með því að draga stórlega úr framkvæmdum og atvinnurekstri, m. ö. o. það er verið að skipuleggja atvinnu- leysi, til þess að minnka kaupg»tu verkalýðsins og launastéttanna. Jafnframt þessu er dýrtíðin aukin svo óðfluga, að fullvinnandi verkamenn eiga í miklum erfiðleikum með að láta laun sín hrökkva fyrir allra brýnustu lífsnauðsynjum. Hjá þeim sem atvinnu- lausir eru stefnir að algjörri neyð. Þá hefur ríkisstjórnin sýnt verkalýðn- um þá ósvííni, ofan á allt annað, að lög- festa desembervísitölu 1950 sem kaup- gjaldsvísitölu allt árið 1951, þvert ofan í fyrirmæli gengislækkunarlaganna, svo féleg sem þau þó voru. Með þessum samræmdu ráðstöfunum ætla valdhafarnir og atvinnurekenda- stéttin að þröngva verkamönnum til að búa möglunarlaust við síversnandi lífs- kjör. Og til þess að tryggja framkvæmd þessara ráðstafana og koma í veg fyrir viðnám og gagnráðstafanir verkamanna eru lítilsigldustu þjónar aftui'haldsins, eins og B-listamennirnir í Dagsbrún, sendir út af örkinni, og reynt að efla þá til áhrifa í samtökum verkamanna. Á því er enginn vafi, að höfuðverkefni Dagsbrúnar á næsta starfsári verður að berjast með öllum ráðum og fyllsta þunga fyrir fullri atvinnu handa öllum vinnufærum verkamönnum, að standa öruggan vörð um unna sigra og réttindi félagsmanna, og að hafa forgöngu um

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.