Dagsbrún - 01.05.1989, Side 5

Dagsbrún - 01.05.1989, Side 5
BRÉF FORSÆTISRÁÐHERRA TIL AS( Reykjavík, 30. apríl 1989 Alþýðusamband íslands Grensásvegi 16 108 Reykjavík f því skyni að greiða fyrir kjarasamningum milli Alþýðusambands íslands ann- ars vegar og Vinnuveitendasambands fslands og Vinnumálasambands sam- vinnufélaganna hins vegar hefur ríkisstjórnin eftir viðræður við fulltrúa Alþýðu- sambandsins ákveðið eftirfarandi: 1. Atvinnumál Ríkisstjórnin mun skipa sérstaka nefnd með fulltrúum ASÍ, VSÍ og VMS auk full- trúa stjórnvalda til að fjalla um ástand og horfur í atvinnumálum og móta lang- tímastefnu um atvinnuuppbyggingu í landinu. Fyrst í stað skal nefndin þó ein- beita sér að þróun atvinnumála á næstu misserum. 2. Atvinnuleysistryggingar Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að á yfirstandandi þingi verði lögum um atvinnuleysistryggingar breytt þannig aö heimilt verði að lengja bótatímabil atvinnuleysistrygginga úr 180 dögum í 260 daga. Jafnframt verði kannað með hvaða hætti megi tryggja verkafólki við landbúnaðarstörf rétt til atvinnuleysis- bóta. 3. Verðlagsmál Ríkisstjórnin mun sporna eins og frekast er kostur við verðhækkunum á næstu misserum. Verðstöðvun verður sett á opinbera þjónustu þannig að verðlagning hennar miðist við forsendur fjárlaga fyrir árið 1989 og ríkisstjórnin mun beita sér fyrir aðhaldi að verðákvörðunum einokunafyrirtækja og markaðsráðandi fyrir- tækja. í samstarfi við samtök launafólks verði unnið öflugt verðkönnunar- og kynningarstarf. Jafnframt mun ríkisstjórnin verja 500—600 miiijónum króna til aukinna niðurgreiðslna á verði landbúnaðarvara frá 1. apríl til ársloka, þannig að þær verði óbreyttar í krónutölu út árið, eða grípa til annarra jafngildra aðgerða til lækkunar á verði nauðsynjavöru. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir sérstakri lækkun á verði dilkakjöts. 4. Skattamál Ríkisstjórnin mun hafa samráð við samtök launafólks um úrbætur í skattamál- um meðal annars um aðgerðir til að koma í veg fyrir skattsvik. Þá mun ríkis- stjórnin láta kanna skattlagningu lífeyrisiðgjalda meðal annars með tilliti til tví- sköttunar. Ríkisstjórnin mun hafa samráð við samtök Jáunafólks um undirbúning og framkvæmd virðisaukaskattsins sem tekinn verður upp um næstu áramót, meðal annars um hugsanleg tvö þrep í skattinum. 5

x

Dagsbrún

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.