Dagsbrún - 01.05.1989, Qupperneq 6

Dagsbrún - 01.05.1989, Qupperneq 6
5. Vaxtamál Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir áframhaldandi lækkun raunvaxta á verð- tryggðum lánum. Jafnframt verði þjónustugjöldum banka og sparisjóða veitt aðhald. 6. Húsnæðismál Ríkisstjórnin mun beita sérfyrir sérstöku átaki í félagslegum íbúðabyggingum þannig að á síðari hluta þessa árs verði hafnar framkvæmdir við að minnsta kosti 200 nýjar íbúðir í félagslega íbúðakerfinu. 7. Lífeyrismál Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir framlengingu laga um eftirlaun til aldraðra. Ríkisstjórnin mun kanna með hvaða hætti er unnt að greiða fyrir aðild starf- sfólks varndaðra vinnustaða að lífeyrissjóðum þannig að niðurstaða liggi fyrir fyrir 1. júní n.k. 8. Bætur almannatrygginga Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að bætur almannatrygginga hækki í sam- ræmi við almennar launahækkanir á samningstímabilinu. 9. Réttarstaða starfsmanna við gjaldþrot o.fl. Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að á yfirstandandi þingi verði samþykkt lög sem tryggi launafólki fyrirtækja sem verða gjaldþrota rétt til greiðslu atvinnuleys- isbóta þann tíma sem það er án atvinnu á uppsagnarfresti, meðan það bíður eftir endanlegu uppgjöri á launakröfum sínum samkvæmt lögum um ríkisábyrgð á launum. Ríkisstjórnin vinnur nú að mótun almennra reglna um veitingu atvinnuleyfa til að girða fyrir misnotkun, t.d. stofnun gervifyrirtækja til að komast hjá eðlilegum skyldum gagnvart launafólki og opinberum gjöldum. 10. Starfsmenntun Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að áfram verði haldið uppbyggingu starfs- menntunar og stefnt að því að koma á samræmdu starfsmenntunarkerfi á veg- um félagsmálaráðuneytisins. 11. Fæðingarorlof Ríkisstjórnin mun skipa nefnd, sem hafi það verkefni að skoða og útfæra þá stefnumörkun, er fram kemur í álitsgerð nefndar, sem samdi frumvarp til laga um fæðingarorlof, og miðar að því að konur hvar sem þær eru í starfi njóti jafnréttis hvað varðar fæðingarorlof. 12. Félagsmálaskóli alþýðu Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir því að frumvarp um Félagsmálaskóla alþýðu verði lögfest á yfirstandandi þingi. Stemgrimur Hermannsson, sign. 6

x

Dagsbrún

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.