Dagsbrún - 01.05.1989, Síða 25

Dagsbrún - 01.05.1989, Síða 25
ORLOFSLAUNAKRAFA Launþegar sem vinna hjá atvinnurekendum sem eiga í greiðsluerfið- leikum, geta leitað til félagsmálaráðuneytisins vegna greiðslu á orlofi. Eyðublað vegna orlofskrafna liggja frammi á skrifstofu Dagsbrúnar og þar er hægt að fá nánari upplýsingar, en hafa ber í huga að ekki er hægt að leggja fram orlofslaunakröfu fyrr en Ijóst er að orlofslaun verða ekki greidd, þ.e. við upphaf orlofs. LÍFALDUR Við mat á starfsaldri til launa telst 21 árs aldur jafngilda 1 árs starfi í starfsgrein, en 24 ára aldur gefur rétt til launa samkvæmt næsta starfs- aldursþrepi þar fyrir ofan. AÐALFÉLAGI — AUKAFÉLAGI Enginn er fullgildur félagsmaður nema hann hafi undirritað inntöku- beiðni. Inntökubeiðnir eru á skrifstofu félagsins, hægt er að fá þær sendar í pósti, ef óskað er og trúnaðarmenn á vinnustöðum eiga einnig að hafa þær handbærar. Aðeins aðalfélagar hafa atkvæðisrétt í félaginu, rétt til bóta úr Styrkt- arsjóði, líftryggingu sem félagið greiðir og fleira. Allir þeir sem vinna verkamannavinnu á félagssvæði Dagsbrúnar eiga rétt á að gerast aðalfélagar. GEYMIÐ LAUNAUMSLÖGIN Aldrei verður ofbrýnt fyrir mönnum að geyma launakvittanir. Verði fyrir- tæki gjaldþrota eða mistök eiga sér stað, þá er launþegi ótrúlega rétt- laus ef hann getur ekki lagt fram launamiða. Launamiðar skulu vera sundurliðaðir, frádráttarliðir einnig, t.d. opin- bergjöld, lífeyrissjóðsgjöld, stéttarfélagsgjöld og fleira. Slíka launamiða taka skattayfirvöld og lífeyrissjóðir sem staðfest- ingu á greiðslu séu þeir lagðir fram. Einnig eru þeir trygging fyrir van- greiddu orlofi. 25

x

Dagsbrún

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.