Dagsbrún - 01.11.1989, Blaðsíða 33

Dagsbrún - 01.11.1989, Blaðsíða 33
GEYMIÐ LAUNAUMSLÖGIN Aldrei verður ofbrýnt fyrir mönnum að geyma launak- vittanir. Verði fyrirtæki gjaldþrota eða mistök eiga sér stað, þá er launþegi ótrúlega réttlaus ef hann getur ekki lagt fram launamiða. Launamiðar skulu vera sundurliðaðir, frádráttarliðir einnig, t.d. opinbergjöld, lífeyrissjóðsgjöld, stéttarfé- lagsgjöld og fleira. Slíka launamiða taka skattayfirvöld og lífeyrissjóðir sem staðfestingu á greiðslu séu þeir lagðir fram. Einnig eru þeir trygging fyrir vangreiddu orlofi. FAST VIKUKAUP Nú hefur verkamaður unnið hjá sama vinnuveitanda samfellt í 2 mánuði eða lengur, og skal honum þá greitt óskert vikukaup þannig, að samn- ingsbundnir frídagar aðrir en sunnudagar séu greiddir. Þó skulu verka- menn í fiskvinnu, byggingarvinnu, fagvinnu og hafnarvinnu halda þess- um réttindum, þótt þeir flytjist milli vinnuveitenda í starfsgreininni. Með samfelldri tveggja mánaða vinnu er átt við að unnið hafi verið hjá sama vinnuveitanda full dagvinna í tvo mánuði.enda jafngildi fjarvistir vegna veikinda, slysa, orlofs, verkfalla eða verkbanna fullri vinnu. Sama gildir um daga, sem falla úr t.d. í fiskvinnu og hafnarvinnu vegna hrá- efnisskorts eða sambærilegra orsaka. GJALD FYRIR AFNOT EIGIN BIFREIÐAR í ÞÁGU ATVINNUREKANDA Noti starfsmaður eigin bifreið að ósk vinnuveitanda á hann rétt á greiðslu. Greiðslan miðast við ekna kílómetra og upphæð pr. km. skal vera sú sama og ákveðin er af Ferðakostnaðarnefnd ríkisins hverju sinni. Heimilt er að semja um fasta krónutölu pr. ferð, er miðast við afmörk- uð svæði og byggist á neðangreindu kílómetragjaldi. Bifreiðagjald frá 1. september 1989. Á bundnu slitlagi ...................... kr. 23,45 pr. ekinn km. Á malarvegi ............................ kr. 26,90 pr. ekinn km. 33

x

Dagsbrún

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagsbrún
https://timarit.is/publication/936

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.