Alþýðublaðið - 12.02.1924, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.02.1924, Blaðsíða 1
1924 Erlend símskeyti. Khöfn 11. tebr. Yesturheimseyiakaop. Frá Parfs er símað: Fullyrt er, að Amerfkumenn hafí boðist til Sð strika út ailar herskuldir Frakka I Bandaríkjunum og taka að sér greiðslu á fé þvf, sem Frakkar skulda Bretum síðan á óiriðarárunum, gegn því, að Frakkar láti af hendi við þá eigoir sfnar í Vestur-Indíum, eyj- arnar Guadeloupe og Martinique. (Eyjar þessar eru um 2600 íer- rastir að stærð og fbáarnir, stm mestmegnis eru svertingjar eða kynblendingar, um 400 000). Samningor Rússa og ítala. Frá Róm er sfmað: Með samn- ingi sínum við Rússa um full- veldisviðurkenningu á ráðstjórn- inni hata ítalir trygt sér afnot rússneskra olfulinda og kolanáma. A m i n n i n g. Samkvæmt skýrslu í 1. tölu- blaði »Ægis< t>. á. um fjórðungs- þing Fislcifélags deilda Austfirð- ingafjórðungs, er haidið var 17. nóv. f. á., hefir á fjórðungs- þinginu verið samtykt með* [öll- um greiddum atkvæðum svo hljóðandi ályktun frá Sveini Árna- syni: »Fjórðungsþingið lítur svo á, að forseti Fiskifélagsins eigi íyrst og fremst að sinna af alúð fiski- fólagsstöi fum, og telur það ámæl- isvert, að þau veiðí út undan vegna annarar starfsemi.< Málið kom fyrir fjórðungsþingið að hvötum Fiskifélagsdeildar Seyb- isfjarðar. Forseti Fiskifélagsins er Jón Þriðjudaginn 12. febrúar. Bergsveinsson sá, er óf?,rirnar margumtöluðu fór við árás sína á steinolíu-einkasölu rikisins við kosningarnar á Akureyri í haust, sem iesendum þessa blaðs er kunnugt. AfSandi á Snæfellsnesi er blaðinu skrifað 3. þ. m.: >. . . Ég hefi beyrt, að það hafi gengið um skjal í Ólafs- vik til undirskrifta, — áskorun til þingmannsins að vlnna að því af öllum kröftum að fella lands- verzlunina, — og þar hafi al- menningur skrifað undir það. Hingað heflr eitt komið, en óg hefl heyrt, að það hafi enginn skrifað undir það nema kaup mennirnir. Strai,., og við fróttum þetta, hóldum við fund og send- um þingmanninum áskorun að halda hér fund áður en hann færi á þing, og þá ætlum við að koma með áskorun þvert á móti hinni* (sem undirskriftum var verið að safna undir). Stðrt leikhús. - \ f New York hefir nýlega verið ráðgert að reisa geysistórt leik- hús. Heitir húsameistari sá Tho- mas W. Lamb, er fyrlr því stend- ur. Á húsið að vera svo rúmgett, að 26723 áhorfendur geti þar notið sýninga. Annars er til þess ætlast, að húsið verði notað fyrir ráðstefnur, við forsetakosn- ingar, tii hvers konar íþróttasýn- inga o. s. frv. Kostnaður við að koma húsinu upp hefír verið áætlaður 6 milljónir dollara. 36. tölublað. Hallnr Hallsson tannlæknir hefir opnað tannlækningastofu í Kirkjustræti 10 niðri. Sími 1503. Yiðtalstími kl. 10-4. Sími heima, Thorvaldsensstræti 4, nr. 866. Saltkjöt frá Kópaskeri fæst á 70 aura V2 kS- í verzlun Elíasar S. Lyngdals. Sími 664. Hvað gerist í úr? Spákona ein í París, madame de Téiéne, sem tebið hefir við spásagnarhlutverki madame de Thebes og vakti athygli á sér með því að segja fyrir land- skjálftana í Japan, lét laust fyrir síðustu jól frá sér fara spásögn um yfirstandanda ár. Hún segir, að þetta ár beri í skautl sér ægilega ógæfu, bæði alvarlega stríðshættu og nátt- úru-umbrot. Verstu tímarnir muni verða að vorinu og haustinu. Frakkar muni g,anga í hernað- arsamband við annað stórveidi. í Englandi muni verða miklar inn- anlandsóeirðir, og ýmsar aðrar þjóðir, en einkum Spánverjar, muoi verða fyrir ýmiss konar þrengingum. Spánarkonungur, segir spá- kona þessi, er umsetlnn at óvinum, og hann mun þurfa á mikilli gætni að halda og varúð, ef hann á að sleppa undan þeim, er sækjast eítir lífi nans. Elna norðurái'uþjóðio, sem njóta mun íriðar og velgengni á árinu, eru Hollendingar, Þessa er apáö. Nú er að sjá, hvað verður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.