Alþýðublaðið - 12.02.1924, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 12.02.1924, Blaðsíða 1
Oeflð tltt crf AlþýOufloklaiain 1924 Þriðjudaginn 12. febrúar. 36. tölublað. Erlend símskeyti. Khöfn 11. tebr. Yestnrheimseylakaup. Frá París er símað: Fullyrt er, að Ameríkumenn hafi boðist til að strika út ailar herskuldir Frakfca 1 Bandaríkjunum ogtaka að sér greiðslu á fé því, sem Frakkar skulda Bretum síðan á ótriðarárunum, gegn því, að Frakkar láti af hendi við þá eignir sinar í Vestur-Indíum, eyj- arnar Guadeloupe og Martinique. (Eyjar þessar eru um 2600 <ter- rastir að stærð og íbáarnir, sem mestmegnis eru svertingjar eða kynblendingar, um 400,000). Samningnr Eússa og ítala. Frá Róm er sfmað: Með samn- ingi sínum við Rússa um full- veldisviðurkenniugu á ráðstjórn- inni hata ítalir trygt sér afnot rússneskra olíuiioda og kolanáma. Aminning. Samkvæmt skýrslu í 1. tölu- blaði »Ægis< 1>. á. um fjórðungs- þing Fiskifólags deilda Austfirð- ingafjórðungs, er" haldið var 17. nóv. f. á., heflr á fjórðungs- þinginu verið samþykt með' [öll- um greiddum atkvæðum svo hljóðandi ályktun frá Sveini Árna- syni: *Pjóiðungsþingið lítur svo á, að forseti Fiskifélagsins eigi fyrst 0g fremst að sinna af alúð flski- fólagsstörfum, og telur það ámæl- isvert, að þau veiðí út undan vegna annarar starfsemi.< Málið kom fyrir fjórðungsþingið að hvötum Fiskifélagsdeildar Seyð- ísfjarðar. Forseti Fiskifélagsins er Jón Bargsveinsson sá, er ófarirnar margumtöluðu fór við árás sína á steinolíu-einkasölu ríkisins við kosningarnar á Akureyri í haust, sem lesendum þessa blaðs er kunnugt. Af Sandi á Snæfelisnesi er blaðinu skrifað 3. þ. m.: >. . . Ég hefi beyrt, að það hafl gertgið um skjal 5 Ólafs- vik til undirskrifta, — áskorun til þingmannsins að vlnna að því af öilum kröftum að felia lands- verzlunina, — og þar hafi al- menningur skrifað undir það. Hingað hefir eitt komið, en ég hefl heyrt, að það hafi enginn skrifað undir það nema kaup- mennirnir. Stra^og við fréttum þetta, hóldum við fund og send- um þingmanninum áskorun að halda hér fund áður en hann færi á þing, og þá ætlum við að koma með áskorun þvert á móti hinnk (sem undirskriftum var verið að safna undir). Stdrt leikhús. í New York hefir nýlega verið ráðgert að reisa geysistórt leik- hús. Heitir húsameistari sá Tho- mas W. Lamb, er fyrlr þvi stend- ur, Á húaið að vera svo rúmgott, að 26723 áhoríendur geti þar notið sýninga. Annars er ttl þess ættast, að húsið verði notað fyrir ráðstefnur, við forsetakosn- ingar, til hvers konar íþróttasýn- inga o. s. frv. Kostnaður við að koma húsinu upp hefir verið áætlaður 6 milljónir dollara. Hallnr Hallsson tannlæknir hefir opnað tannlækningastofu í Kirkjustræti 10 niðri. Sími 1503. Viðtsistími kl. 10-4. Sími heima, Thorvaldsensstræti 4, nr. 866. Saltkjöt frá Kópaskeri fæst á 70 aura x/2 kg. í verzlun Elíasar S. Lyngdals. Sími 664. Hvafl gerist f ár? Spikona ein í París, madame de Téiéne, sem tekið hefir við spásagnarhlutverki madame de Thebes og vakti &thygli á sér með því að segja fyrir land- skjálftaná í Japan, lét laust fyrir síðustu jól frá sér fara spásögn um yfirstandanda ár. Hún segir, að þetta ár beri í skautl sér ægllega ðgæfu, bæði alvarlega stríðshættu og nátt- úru-umbrot. Verstu tfmarnir muni verða að vorinu og haustinu. Frakkar muni ganga í hernað- arsamband við annað stórveldi. f Englandi muni verða miklar inn- anlandsóeirðir, og ýmsar aðrar þjóðir, en ©inkum Spánverjar, muoi verða fyrir ýmiss konar þrengingum. Spánarkonungur, segir spá- kona þessl, er umsetinn aí óvinum, og hann mun þurfa á mikilli gætni að halda og varúð, ef hann á að síeppa undan þelm, er sækjast eftir lifi nans. Eina norðuráUuþjóðto, sem njóta mun friðar og veigengnl á árinu, eru Hollendingar. Þessa er spáð. Nú er að sjá, hvað verður.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.