blaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 8

blaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 8
þriðjudagur, 21. júní 2005 l blaðið bjornbragi@vbl.is Hárfinar breytingar í minnisgerð á ákveðnu svæði mannsheilans virðast geta sagt til um hvort einstaklingur fái alzheimer-sjúkdóm allt að níu ár- um áður en einkenni hans gera vart við sig. Þessar uppgötvanir eru hluti af niðurstöðum rannsókna sem gerð- ar hafa verið undanfarin misseri. Markmið þessara rannsókna var að gera mönnum kleift að uppgötva sjúk- dóminn mun fyrr en ella og komast nær því að koma í veg fyrir hann síð- ar meir. Niðurstöður rannsóknanna voru kynntar nú á sunnudag. Siðferðislegar efasemdir Rannsóknarmenn skönnuðu heila miðaldra og eldra fólks sem var enn við fulla heilsu. Þeir uppgötvuðu að lægri orkunotkun í því svæði heilans er nefnist dreki (e. hippocampus) gat í 85% tilvika sagt til um hveijir fengju alzheimer-sjúkdóminn eða aðra tengda sjúkdóma sem valda minnis- rýrð. Lisa Mosconi, stjómandi rann- loftkœling Verð fró 49.900 án vsk. ís-húsió 566 6000 8 e Árangursríkar rannsóknir á alzheimer sóknarhóps- ins, sagði að þó væri enn of snemmt að bjóða upp á heilaskann- anir svo fólk gæti séð hvort það hefði einkennin. „Uppgötvan- imar þurfa að vera staðfest- ar og einnig stöndum við frammi fyrir siðferðisleg- Alzheimer-sjúkdómurinn er algengastur meðal eldra fólks. Niður- stöður nýlegra rannsókna eru skref í átt að því að geta fyrirbyggt sjúkdóminn síðar meir. um spummg- umumhversu snemma fólk eigi að fá að vita að það muni fá alzheimer þegar ekkert er enn hægt að gera til að fyrirbyggja sjúkdóminn," sagði Mosconi. Hún sagði ennfremur að það væri spenn- andi að geta byijað að tala um að vinna bug sjúkdómnum. „Fyrir að- eins um áratug lágu fyrir litlar sem engar uppgötvanir á sjúkdómnum sem leiddu í þá átt.“ Ýmsar fyrirbyggjandi leiðir Þótt enn sé talsvert í land með að finna leið til að fyrirbyggja sjúkdóm- inn hafa rannsóknarmenn fundið ýmsar leiðir sem taldar eru hjálpa til við að halda minnisglöpum í skefjum. Meðal þess sem rannsóknarmennirn- ir nefndu var að fólk ætti að drekka ávaxta- eða grænmetissafa reglu- lega, eldra fólk ætti síst að hætta að stunda félagslíf og þá töldu þeir að aukin menntun minnkaði líkurnar á að fá elliglöp. Alzheimer er algengasta orsök heilabilunar og er áætlað að um 7-8% fólks, eldra en 65 ára, þjáist af sjúk- dómnum. í Bandaríkjunum er áætlað að um 4,5 milljónir manna sé með sjúkdóminn á einhveiju stigi. Ofhar ¥ Hvítir 4 eða 8 kerfa Frákr. 28.980 Stál 4 eða B kerta Frá kr. 44.940 Stál 2ja hólfa kr. 72.960 Stál 70cm. kr. 77.800 Stál 90 cm. kr. 93.390 GaseldavélarV Fullkomlnn 7-kerta ofn og 4ra eða 5 brennara gashelluborð, stál 66-EX348 60cm kr. 79.900 106-EX870 100cm kr. 139.940 126-EX634 100cm kr. 154.950 136-EX634 130cm kr. 289.470 mm vmur&háfarv Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Helluborð V Verðdsml 4ra hellu hvítt eða stál Frákr. 17.780 4ra hellu keramik Frá kr. 32.870 4ra hellu keram. m/snertir Frá kr. 52.820 2ja brenoara gasborö Frá kr. 15.960 3ja brennara gasborö kr. 32.870 4ra brennara gashorð Frá kr. 26.900 5 brennara gasborð Frá kr. 36.990 3 gas +1 raf stál kr. 25.560 r Magnafsiðnur Ef keypt er: 2 tæki = 3% 3 tæki = 4% 4 eða fl. tæki = 5% Veggvtnur: 60cm hvít eöa svört/stál 60cm burstaöstál 60cm útdregin hvít 60cm útdregin hvít/stál Veggháfar: 60cm stál 90cm stál 100cm stál 60cm stál 90cm stál Eyjuháfar: 66x90cm 65x90cm kantaður kantaður kantaður rúnaöur rúnaður stál stál/gler kr. 5.900,- kr. 12.920,- kr. 11.880,- kr. 15.490,- kr. 19.990,- kr. 25.940,- kr. 28.980,- kr. 24.980,- kr. 29.990,- kr. 59.990 kr. 65.930 Mánudaga - föstudaga kl. 9-18 Lokað á laugardögum í sumar Uppþvottavélar - 2 gerðír Gerð IDW-128 alinnbyggð. Kr. 74.860 Gerð LS-12 hvít. Kr. 59.900 Taka 12 manna borðbúnað 8 kerfi, m.a. spar- og hraðkerfi 3 hitastig (40-60-70° C) 1/2 hleðsla (neðri og efri karfa) Stafrænar stillingar (electronic) Upplýsingaskjár sýnir þvottaferli o.m.fl. Þreföld lekavörn (Total aquastop) Fyrirframstilling (Delay timer) Hljóðmerki við lok kerfis Hæðarstillanlegar körfur Stálinnrabyrði og -sía Orkunýtni A (1,05 kwh pr. meðalþvott) Þvottahæfni A Hljóðlátar, aðeins 37 db (A) Kærkomin heimilishjálp STOP Hæsta einkunn Stillanleg hæð Þvottahæfni = A á efri körfu Sparneytni = A Þreföld lekavörn Engin lekahætta 1/2 hleðsla Sparar tíma og orku Upplýsingaskjár Sýnirþvottakerfi, hvarvélin er stödd í kerfinu o.m.fl. ftölsku ELBA tækin eru falleg, fullkomin og vönduð. Úrvalið er mikið og verðið svo hagstætt að leitun er að öðru eins. Friform býöur 2ja ára ábyrgð og fullkomna varahluta- og viðgerðarþjónustu Condoleezza Rice talar á blaðamannafundi í Jerúsalem. Biaðið/Reuters ísraelskum landnema- byggðum verður eytt fsraelar munu jafna landtökubyggðir gyðinga á Gaza-svæðinu við jörðu svo Palestínumenn geti byggt þar húsa- kynni sem eru hentugri fyrir þann mikla íbúafjölda þeirra sem kemur til með að flytjast þangað. Þetta sagði utanríkisróðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, á sunnudag en lengi var óvíst hvað yrði um húsnæði þeirra rúmlega 8.000 gyðinga sem þaðan munu flytjast. Rice fundaði þá með leiðtogum ísraels og Palestínu og sagði að málsaðilar hefðu sammælst um þetta. „Á svæðinu eru 1.200 hús en þama þarf að rúmast stór hluti af 1,3 milljónum Palestínumanna. Álit okkar er að hægt sé að nýta landsvæð- ið betur og koma þannig til móts við þarfir Palestínumanna," sagði Rice. Þrátt fyrir að Ariel Sharon, forsætis- ráðherra ísraels, sé að gefa Palestínu- mönnum eftir Gaza-svæðið og fjórar smábyggðir ísraelskra landnema á Vesturbakkanum, tilheyrir stærst- ur hluti Vesturbalckans enn ísraels- mönnum. Þar búa nálægt 200.000 ísraelar og 2,4 milljónir Palestínu- manna. Sharon og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, munu hittast í dag til að reyna að reyna að útkljá önnur eftirstandandi málefni. „Dr. Dauði“ ákærður fyrir morð? Indversk-bandarísld skurðlæknirinn dr. Jayant Patel, sem hefur fengið viðurnefnið „Dr. Dauði“ frá fyrrum starfsfélögum sínum, verður að öll- um líkindum ákærður fyrir morð. Hinn 55 ára Patel er grunaður um að bera að hluta til ábyrgð á dauða 87 sjúklinga sinna af þeim rúmlega 1.200 sem hann sinnti þegar hann starfaði á Bundaberg-sjúkrahúsinu í Queensland í Ástralíu. Patel starfaði þar í tvö ór, þrátt fyrir að hafa misst læknisleyfið tvisvar fyrir vanrækslu þegar hann starfaði í Oregon- og New York-fylki í Bandaríkjunum. Stórfeild vanræksla í starfi Nefnd, sem rannsakar mál Patels, hefur lagt til að hann verði ákærður fyrir morð á sjúldingi sem hann ann- aðist - James Edward Phillips, sem dó fimm dögum eftir að Patel fjar- lægði hluta af vélinda hans. í skýrslu sem nefndin skilaði af sér segir að enginn vafi hafi leikið á því að aðgerð- in sem Patel gerði á Phillips hafi ver- ið svo lífshættuleg að hún hefði aldrei átt að vera gerð, enda höfðu nokkrir læknar neitað að gera hana áður en Patel gerði það. Þá lagði nefndin einn- ig til að Patel verði ákærður fyrir að hafa valdið 44 ára gamalli konu, Mari- lyn Daisy, stórfelldu líkamstjóni eftir að hann gerði aðgerð á henni þar sem fjarlægja þurfti hluta af vinstra fæti hennar. Yfirmaður sjúkrahússins í Queensland tjáði nefndinni að hann hefði fundið Daisy nokkrum dögum eftir aðgerðina, þar sem hún hefði legið nær dauða en lífi á sjúkrahús- inu sökum þess að Patel hafði gleymt henni. Daisy, sem einnig er sykur- sjúk og þjáðist af nýrnabilun, þurfti margra vikna stöðuga umönnun eftir vanræksluna og var síðar flutt á stærra og betra sjúkrahús. Mundi hún ekkert í nokkrar vikur eftir að- gerðina en sagðist hafa fengið áfall þegar hún heyrði ásakanirnar. Daisy er meðal fjölmargra sjúklinga Patels sem koma fyrir nefndina í vikunni áð- ur en nefndin lýkur endanlega starfi sínu, og ákveðið verður hvort Patel verði ákærður. Patel er blóraböggull Lögfræðingur Patels, Damian Scatt- ini, sagði í gær að verið væri að nota umbjóðanda sinn sem sektarlamb fyrir vesælt heilbrigðiskerfi. „Heil- brigðisþjónustan í Queensland hefur verið þrálátlega undirfjármögnuð um árabil. Hér er einblínt á skrifræði en ekki heilbrigðisþjónustu og það tíðk- ast að skjóta sendiboðann,“ sagði Scattini. Hann lét einnig í veðri vaka að kynþáttafordómar kynnu að vera stór ástæða fyrir ásökununum því Patel er indverskur að uppruna en bandarískur ríkisborgari. Patel yfir- gaf Ástralíu í apríl, þegar ásakanirn- ar komu upp á yfirborðið, og er talinn vera í Portland í Oregon-fylki. Hann hefur ekkert tjáð sig um málið. Verði Patel fundinn sekur um morð gæti hann átt yfir höfði sér lífstíðarfang- elsi en lagafróðir menn segja að erf- itt geti reynst að sanna að verknaðir Patels hafi verið annað en mannleg mistök. B Fimm létust í bilveltu á hraðbraut Fimm létu lífið og ellefu slösuðust alvarlega þegar sendibíll, sem fólkið var í, rann til og fór margar veltur á hraðbraut í Missouri-fylki í Bandaríkj - unum á sunnudag. 17 af þeim 20 sem í bílnum voru köstuðust út úr honum við veltuna en enginn af farþegunum var í belti. Flestir þeirra voru ungt fólk af Suður-Amerískum uppruna og höfðu margir þeirra engin skilríki á sér og gátu ekki gefið upplýsingar um sig. Kallaðir voru til túlkar þeg- ar fólkið kom á sjúkrahús svo læknar gætu haft samskipti við það. Málið er í rannsókn lögreglu en grunur leikur á að ökumaður bifreiðarinnar hafi verið ölvaður.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.