blaðið - 21.06.2005, Blaðsíða 14
blaöið—
Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Siguröur G. Guðjónsson. Ritstjóri:
Karl Garðarsson. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn og augiýsingar:
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsimi: 510-3700. Símbréf á fréttadeild: 510-
3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510-3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is,
auglysingar@vbl.ís. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: l'slandspóstur.
Siðferðisþrek í stjórnmálum
Undanfamar vikur og mánuði hefur æ meira borið á umræðu
um siðferði í stjómmálum hér á landi. Ástæða þess er ekki sú
að íslendingar séu orðnir miklu strangari í þeim efnum en áður
heldur miklu frekar sú að tilefnin hafa verið fleiri en þolandi
er upp á síðkastið. Um leið hefur svo komið á daginn að lög og
reglur eru einatt óskýrar í þessum efnum og úrræðin fá.
Nú verður að gæta þess í litlu landi að menn tengjast þvers og
kmss, ættar- og vináttuböndum. Eins verða menn að temja sér
tillitsemi og umburðarlyndi hver gagnvart öðrum ef eitthvað
bregður út af. En það á ekki og má ekki verða til þess að menn
geri minni kröfur til þess sem rétt er. Við höfum lögin sem lág-
marksmælikvarða á hegðan manna en við ætlumst til meira
en þess - við ætlumst til þess að fólk hagi sér siðlega.
Enn auknari kröfur eru gerðar til þeirra sem valist hafa til að
fara með almannavaldið: Völd í nafni okkar allra. Lög og regl-
ur geta ekki endurspeglað þær kröfur nema að litlu leyti. Þar
reynir fyrst og fremst á sjálfsvirðingu þeirra sem embættun-
um gegna og næst þeim standa, og ekki síður virðingu þeirra
fyrir embættunum.
En hvernig á að komast til botns í slíkum málum ef sjálfsvirð-
inguna vantar, formlegan farveg líka, og sumt má ekki ræða
fyrir kurteisissakir? Fyrir vikið er skuggi úr viðskiptalífmu
við það að falla á embætti forseta Alþingis, forsætisráðherra
landsins stendur eftir með kámugar hendurnar og forsetaemb-
ættinu þykir við hæfi að njóta dæmalausrar gestrisni auðkýf-
inga.
í málum af þessu taginu er viðkvæðið gjarnan það að um smá-
muni sé að ræða en mönnum er hollt að mima hið fornkveðna
að æ sér gjöf til gjalda.
Það er ekki nóg að embætti njóti virðingar, það má ekki vera
nokkur vafi um þau eða heilindi þeirra sem gegna þeim. Komi
slíkur vafi upp þarf að eyða honum.
Dorrit og spældir
lúserar
Össur Skarphéðinsson
Forsetafrúin er
stödd í Feneyjum
að greiða fyrir ís-
lenskri list á Fen-
eyjatvíæringnum.
Hún þarf að hraða
fór sinni til íslands
og þiggur far með
einkaflugvél ís-
lensks auðkýfings
til að lyfta undir
annan atburð, þar
sem verið er áð
kynna nytjalist í
formi fatahönnunar
á vegum fyrirtæk-
is sem íslendingar
eiga og almenning-
ur er að fjárfesta í af krafti þessa
dagana.
Er það glæpur hjá henni
að þiggja farið?
Stjórnarþingmenn og einn ráðherra
svara því játandi við fréttamenn
sjónvarpsstöðvar en trú þeirra á mál-
staðinn er ekki meiri en svo að eng-
inn þeirra þorir að tala undir nafni.
Skýringin sem hinir kjarklitlu, nafn-
lausu álitsgjafar úr röðum ríkisstjórn-
arinnar gefa, er sú að forsetinn, eig-
inmaður farþegans, hafði á sínum
tíma með sögulegri ákvörðun hafnað
að staðfesta fjölmiðlalögin vitlausu.
Auðkýfingurinn, sem hafði yfirráð yf-
ir flugvélinni sem flutti forsetafrúna,
átti mikinn hluta í fjölmiðlunum sem
lögin voru sett til að stýfa. Þess vegna,
segja hinir nafnlausu og vammlausu,
mátti frú Dorrit ekki fljúga með auð-
kýfingnum.
Herra minn
trúr! Ákvörðunfor-
setans var tekin
fyrir ári. Málið er
einfaldlega búið.
Boð auðkýfingsins
getur ekki haft
áhrif á ákvörðun
sem tekin var fyr-
ir ári. Þess vegna
var það ekki dóm-
greindarleysi hjá
Dorrit að þiggja
farið við þær að-
stæður sem ríktu.
Spældir lúserar
úr fjölmiðlaslagn-
um eru að búa sér
til úr engu, árásar-
efni á mæta konu, til að sletta leðju á
manninn sem hún er gift. Flóknara
er nú málið ekki. Eiga orð forsætis-
ráðherrans frá því á mánudag um að
friðhelgi fjölskyldnanna bara við um
þá sem stuðningsmenn ríkisstjórnar-
innar?
Allt öðru máli gegndi ef fjölmiðla-
málið væri enn bitbein í harðvítugri
glímu þar sem forsetaembættið væri
í brennidepli eins og þá. Þá hefði
verið út í hött að forsetafrúin þægi
nokkurn greiða af einum málsaðila,
- jafnvel þótt slíkur ferðamáti væri
einsdæmi eins oghinn virðulegi skrif-
stofustjóri forsetaembættisins hefur
bent á. Það væri líka ósæmilegt ef
það væri plagsiður hjá forsetafrúnni
að þiggja slíkan greiða. Svo er ekki,
ríkið borgar að sjálfsögðu fyrir hana
þegar hún er í erindum þjóðarinnar
eins og hún var í Feneyjum og hafi ég
skilið málsefni rétt er frú Dorrit ekki
á slíku flæðiskeri stödd að hún gæti
ekki borgað sjálf ef svo bæri undir.
Þess vegna get ég ekki fallist á
þessa skoðun hinna nafnlausu og
vammlausu stjórnarliða. Það var í
lagi hjá forsetafrúnni að þiggja þessa
ferð við þessar aðstæður. Ríldsstjórn-
in hefur sjálf mörgum sinnum haldið
fram að átökin kringum fjölmiðlalög-
in séu búin. Þær sérstöku kringum-
stæður sem þarna voru gera það að
verkum að forsetafrúnni var að mínu
mati heimilt að flýta fór sinni með
þessum hætti heim til íslands til að
taka þátt í atburði sem er blanda við-
skipta og menningar og lyfta honum
þannig með nærveru sinni.
Mér finnst svo aðdáunarvert hvem-
ig Dorrit Mussajef hefur tekið að sér
það hlutverk að verða „patron of the
arts“ hér á íslandi. Það er stórkostlegt
hvernig henni hefur tekist að opna
dyr fyrir ungu og efnilegu listafólki
héðan af klakanum og sömuleiðis að
laða hingað erlenda efnaða listunn-
endur. Hún hefur með frammistöðu
sinni fyllt upp í ákveðið tóm sem ríkti
á því sviði og skapað sér þannig sér-
stöðu sem er metin og virt. Ekki síst
vegna þessara verka er hún að eign-
ast stað í hjarta þjóðarinnar.
í lokin bæti ég því svo við að sjálfur
hafði ég mest gaman af hinu skrauf-
þurra kommenti skrifstofustjóra
forsetaembættisins um að embætt-
ið hefði ekki lagt í vana sinn að tjá
sig um skrif hins merka blaðs, Séð
og heyrt, og hyggðist ekki breyta
vana sínum. Þar töluðu gen aristó-
kratískra Thorsara í öllu sínu veldi.
http://0ssur.hexia.net
Motorola V3 síminn er ekki bara
einstaklega flottur, þunnur og nettur
heldur er hann búinn öllum helstu
kostum sem prýða GSM sima í dag.
Motorola Razr V3
Einungis fyrir GSM-kort 1:4 Simanum
I r\Of\ Léttkaups-
i.yöU útborgun
Dg 2.000 kr. á mánuöi
í 12 mánuði
Verðaðeins 28.980 kr.
' Glæsileg hönnun
Stafræn myndavél (VGA, 640x480)
Hi-res skjár
MP3 hringitónar
Fjögurra banda, (quad band,
850, 900,1800,1900 MHz)
*Ttlboð giMir
800 7000 - siminn.is