blaðið - 09.08.2005, Side 4

blaðið - 09.08.2005, Side 4
4 I IWWLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaAÍÖ Hluta Lauga- vegar lokaö Laugavegi heíur verið lokað frá Snorrabraut að Barónsstíg vegna framkvæmda sem standa fram til 7. nóvember næstkomandi. Þó verður leiðin opin fyrir gang- andi vegfarendur og samkvæmt framkvæmdasviði Reykjavíkur verður allt gert til þess að halda gönguleiðum opnum, t.d. með göngubrúm. Bflaumferð verður þó bent á að fara hjáleiðir um Bergþórugötu, Grettisgötu, Hverf- isgötu og Barónsstíg. Ráðist er í framkvæmdirnar í samráði við hagsmunaaðila á svæðinu en teldð verður við ábendingum um það sem betur má fara í síma 4118000. Um er að ræða algera endurnýjun á lögnum og götum á kaflanum svipað og þegar hefúr verið gert víða annars staðar í miðborginni. Þá verður á sama tíma gengið frá aðkomu að bflastæðahúsi sem er að rísa á Stjörnubíósreitnum. Einkavæðing Símans gæti aukið þenslu Líkur eru á að einkavæðing Símans auki þenslu hér á landi á næstu címinn misserumað oiminíl mati Greiningardeildar íslands- banka. í morgunkorni bankans segir að það hafi sýnt sig að í kjölfar einkavæðinga hér á landi hafi eignir haft tilhneigingu til að verða verðmætari og er sérstaklega bent á einkavæðingu bankanna í þessu sambandi. Hluti af slíkum ábata rennur í vasa kaupenda sem aftur leitar út í neyslu með tilheyrandi aukningu á innlenda eftirspurn. í greiningu fslandsbanka seg- ir ennfremur að líkur séu á að einkavæðingin dragi úr aðhaldi ríkisfjármála. Merki þess verði sýnileg m.a. í því frumvarpi til fjárlaga sem nú er í vinnslu hjá fjármálaráðuneytinu og lagt verður fram á þingi í byrjun október. Þar má búast við minni afgangi en ella hefði verið. Með þessum hætti er einkavæðing- in einnig þensluhvetjandi. Vefsíða vegna díselhamsturs Vegna hömstrunar í kjölfar verð- hækkunar á díselolíu í byrjun júlímánaðar hafa yfirvöld opnað vefsíðuna www.diselolia.is. Þar er tíundað að fólk geymi hamstr- aða olíu á löglegan og öruggan hátt og leiðbeiningar gefnar til þess að stuðla að því. Borið hefur á því að einstaklingar og forstöðumenn fyrirtækja hafi komið sér upp umtalsverðum birgðum af olfu sem geymdar eru á ófúllnægjandi hátt, m.a. í bílskúrum og geymslum íbúð- arhúsa. Ófúllnægjandi geymsla á díselolíu skapar hættu við eldsvoða, hefúr í för með sér mengun berist hún í jarðveg eða frárennsli auk óþæginda sem hlotist geta vegna uppgufunar á olíu og jafnvel heilsuspillandi gufu í illa loffræstum rýmum. Barnaníðingur við Smáralind: Hugsanlega um gabb að ræða Lögreglan í Kópavogi útilokar ekki að hringingar í símasjálfsala í Smáralind séu símaöt. „Þetta gætu verið ungir strákar á aldrinum 10 til 12 ára að fíflast í jafnöldrum sínum“, segir Björgvin Björgvinsson, að- stoðaryfirlögregluþjónn í Kópavogi en vill ekki fullyrða um hvort svo sé. „Lögreglunni barst tilkynning á föstudaginn að það væri maður að hringja f símasjálfsala í Smáralind. Ef ungir drengir svöruðu í símann var reynt að lokka þá út í bíl með lof- orði um að þar fengju þeir sælgæti." Þegar rætt var við Björgvin var vitað að þrír eða fjórir drengir hefðu svar- að símanum. Lögreglan reyni nú að hafa uppi á þeim til þess að varpa ljósi á málið. Ekki er vitað til þess að ungar stúlkur hafi lent í því sama. Fcerslugjöld debetkorta Dýrt spaug fyrir yngstu Færslugjöld debetkorta hafa mest áhrif á efnahag barna og ungmenna að mati nokkurra verslana- og sölu- turnaeigenda sem Blaðið ræddi við í gær. Þessir aðilar benda á að börn og ungmenni kaupi iðulega vörur fyrir lágar upphæðir en þurfa að greiða fast gjald fyrir hverja debetkorta- færslu. Þannig sé ekki óalgengt að börn komi og kaupi bland í poka fyr- ir allt niður í 50 krónur og greiði fyr- ir með kortinu sínu án þess að átta sig á því að ofan á þau kaup leggist 13 til 14 króna færslugjald. Sífellt fleiri börn með kort Einn verslunareigandi sem Blaðið ræddi við orðaði þetta þannig að erf- itt væri að átta sig á því hvað börn- in væru að gera. Þau væru alltaf að spara peninginn og fá sem mest fyrir hann. Þau færu jafnvel á milli verslana til að athuga hvar til dæm- is gosflaska væri ódýrust en virtust ekki gera sér grein fyrir því hvað kortafærslan kostaði þau. Sá benti einnig á að það væri tilhneiging hjá þessum viðskiptavinum að koma oft- ar og kaupa lítið í hvert skipti. Allir sem Blaðið ræddi við í gær vegna málsins voru sammála um að sífellt yngri sem og sífellt fleiri krakkar væru nú með kort í stað peninga. Mikið hagræði af kortunum Fjölmargir verslunareigendur hafa sett sér reglur um lágmarksupphæð sem kaupa þarf fyrir ef kort eru not- uð. Þeir benda á að þeir þurfi sjálfir að greiða fyrir hverja færslu og ef keypt er fyrir mjög lága upphæð í hvert skipti fari öll álagning af vörunni beint til bankanna í formi færslugjalda en ekki til verslunar- innar sem selur vöruna. Allir sem Blaðið ræddi við um málið voru sam- mála um að mikið hagræði væri af kortunum en að færslugjöldin væru of há. Einn viðmælandi benti á að ef Þetta er í fyrsta skipti sem mál sem þetta kemur á borð lögreglunnar og er ekki vitað til þess að slík mál hafi áður komið upp. Þá er enginn grun- aður enn um sinn að standa að baki hringingunum. Verið er að vinna að því að fá upp- lýsingar frá símafyrirtækjum um það hverjir hafi hringt i sjálfsalana. „Þær upplýsingar þarf að fá með formlegum hætti. Það eru ákveðnar boðleiðir í því þar sem hugsanlega þarf að fá úrskurð dómara sem get- ur tekið sinn tíma.“ Smáralind bendir á lögreglu Stjórnendur Smáralindar verjast allra frétta af málinu og benda á lög- regluna í Kópavogi. Þá var ekki hægt að fá svör við því hvort áhyggjufull- ir foreldrar hefðu haft samband við Smáralind vegna málsins. Krakkar stunda það mikið að hanga í og við Smáralind og þá oft í sófum sem staðsettir eru við símasjálfsalana sem um er að ræða. Lögreglan hefur ekki fengið frekari upplýsingar um málið í kjölfar fréttaflutnings. korthafana Æ færri ungmenni greiða nú með pening- um en velja kortin í staðinn. ekkert gjald væri tekið af viðskipt- um fyrir t.d. minna en 500 krónur myndi það hafa mest áhrif á yngsta viðskiptamannahópinn sem og að reglur um lágmarksgjald myndi heyra sögunni til. ■ Börnum fcekkar í Reykjavík Barnafólk flytur í nágrannasveitarfélögin Börnum á aldrinum 0-5 ára i Reykja- vík hefur fækkað um 582 frá árinu 1994 til lok árs 2004 en fjölgað um 546 á sama tíma í Kópavogi. Þetta kemur fram á vef borgarstjórnar- flokks Sjálfstæðismanna sem og að í lok árs 1994 hafi börn á þessum aldri verið 10.168 í Reykjavík en 1.850 í Kópavogi. 1 lok árs 2004 voru þau 9.586 í Reykjavík en 2.396 í Kópa- vogi. Fjölgunin hefur verið um 30% í Kópavogi en fækkun um 6% í Reykja- vík. Barnafólk vill sérbýli Að sögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar er ástæðan fyrst og fremst lóðaskort- ur í Reykjavík. „Við höfum margoft bent á þetta vandamál og skýringin er að minni hyggju að verulegum hluta sú að barnafólk hefur sótt til þeirra sveit- arfélaga sem hafa boðið upp á meiri fjölbreytni í lóðum en Reykjavík. Þessi hópur vill gjarnan búa í sér- býli, hvort sem það er í einbýlis-, par- eða raðhúsi. Það er meira framboð af slíkum lóðum í nágrannasveitar- félögunum og fólk sækir í það. Það má því segja að margt barnafólk sjái betri kosti hvað varðar íbúðarhús- næði í nágrannasveitarfélögunum” segir Vilhjálmur. Stefna R-listans að þétta byggð Eiríkur Hjálmarsson, aðstoðarmað- ur borgarstjóra, segir að stefna R- listans hafi verið að þétta byggðina í Reykjavík og telur ekki útilokað að fjölskyldufólk leiti frekar i gisnari úthverfin. „Fólk hagar búsetu eftir fjölskyldu- háttum hverju sinni“ segir Eiríkur en bendir ennfremur á að þróunin í Reykjavík sé mjög sambærileg við þróunina á Islandi. Um leið og ald- urssamsetning íbúa breytist hafi það meðal annars þau áhrif að færri og færri börn eru á hverja konu. Bæði Vilhjálmur og Eiríkur virð- ast hinsvegar sammála um að þjón- usta við barnafólk í Reykjavík sé sambærileg við það sem gerist í ná- grannasveitarfélögunum. Vilhjálm- ur bendir hinsvegar á að þessi fækk- un barna í Reykjavík hafi sparað borginni byggingu fimm leikskóla. 3500 hafa sóft um fæðingar- orlof fyrstu 6 mánuði ársins Alls sóttu 3543 foreldrar um fæðing- arorlof eða fæðingarstyrk á fyrstu sex mánuðum ársins samkvæmt tölum frá fæðingarorlofssjóði sem fást út frá umsóknum um fæðing- arorlof. Af þessum foreldrum voru 50 feður og 11 mæður með 600 þúsund króna meðallaun á síðustu tveimur árum. Mánaðarleg greiðsla til foreldris í fullu orlofi getur samkvæmt lögum um fæðingar- og foreldraorlof ekki orðið hærri en 480 þúsund krónur eða 80% af 600 þúsund króna meðallaunum. Feður sem sóttu um greiðslur úr Fæðingar- orlofssjóði eru 1421 og því hefur 600 þúsund króna launaþakið, sem kom til framkvæmda um síðustu áramót, haft áhrif til lækkunar á greiðslum hjá 3.5% feðra. Mæður sem sóttu um fæðingarorlof á fyrri hluta ársins eru 1549 og launaþakið hefur haft áhrif á 0.7% þeirra. Greiðslur til foreldra námu að meðaltali 170 þúsundum króna. Feður í fæðing- arorlofi fá að meðaltali 229 þúsund krónur en mæður að jafnaði 153 þúsund. Meðalaldur foreldra á fyrstu sex mánuðum ársins var 30 ár. Kvóti á sjóstanga- veiði ferða Á vefnum skip.is er spurt hvort stórfelld áform um sjóstangaveiðar erlendra ferðamanna á Vestfjörðum kalli á að fyrirtækin, sem selja veiði- leyfin, kaupi kvóta vegna veiðanna. 1 lögum um stjórn fiskveiða er gert ráð fyrir leyfi til frístundaveiða en sá afli má þó ekki vera meiri en sem svari til þess að menn séu að veiða sér í soðið. 1 fréttum hefur komið fram að sveitarfélög á Vestfjörðum vinni nú að mark- aðssetningu sjóstangaveiðiferða í Þýskalandi og haft er eftir einum forgöngumanni verkefnisins að um 200 Þjóðverjar séu komnir á biðhsta vegna veiðanna sem áformað er að hefjist næsta sumar. Alls muni verða gert út frá fimm til sex byggðarlögum á Vestíjörðum. Þjóðverjar stórtækir Sjóstangaveiðar erlendra ferða- manna, ekki síst Þjóðverja, hafa verið nokkurt vandamál í Noregi enda hafa Þjóðverjarnir verið stór- tækir í veiðunum. Dæmi eru um að menn komi á frysti- og kælibflum og veiði mikið magn af þorski og ufsa. Þórður Eyþórsson, deildar- stjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði í samtali við skip.is að ljóst sé að ef veitt verði meira magn af fiski en sem svarar til eigin neyslu þá verði kvóti að koma á móti aflanum. Hins vegar verði ekki amast við hóflegum frístundaveiðum sem séu í samræmi við ákvæði laga. ■ Alla virka daga HÁDEGISVERÐARTILBOÐ 690. Blandið saman allt að 3 réttum úr hitaborði Frá 11.00-13.30 Tllbobin gllda ekkl með helmsendlngu Sóltún 3 S 562 9060 Bæjarllnd 14-16 S 564 6111 mEH0NC ® thailenskmotstofa

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.