blaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 6

blaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 6
ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaöiö 6 I INNLENDAR FRÉTTIR Tölvuþrjótar gœtu ráðist í bílatölvur Öryggiskerfi bíla enn ekki í hættu Bílar framtíðarinnar munu hafa mun meiri tölvubúnað en bílar í dag. Slfkt gæti laðað að þá sem búa til tölvuvírusa. Undanfarin ár hefur tölvubúnaður í bílum orðið sífellt flóknari og eng- inn endir virðist vera á þeirri þróun. Það hefur valdið ýmsum áhyggjum að bílar geti í náinni framtíð orðið skotmark þeirra sem búa til tölvu- veirur. Sérstaklega er nú bent á bíla sem eru með þráðlaust netsamband, svokallað „Bluetooth-kerfi“, sem get- ur hlaðið niður tónlist af netinu og miðlað símtölum. Bent hefur verið á að tölvuþrjótar geti séð sér leik á borði og sent tölvuveirur og ýmis- konar villukóða gegnum slík kerfi og ruglað þannig tölvukerfi bílsins. Getur orðið vandamál í náinni framtíð Að sögn Einars Þórs Einarssonar, sérfræðings hjá Friðrik Skúlasyni, er ekki sérstök ástæða til að hafa áhyggjur af öryggi bíla af þessum or- sökum að svo stöddu. Ef slíkar veir- ur yrðu búnar til og sendar af stað myndu þær einungis hafa áhrif á hljóðkerfi og handfrjálsan símabún- að bíla. Öryggiskerfi bílsins er hins- vegar ekki í neinni hættu gagnvart þessari ógn. „Á hinn bóginn, ef litið er til fram- tíðar og gert ráð fyrir því að ytri tæki eins og sími og lófatölvur geti átt bein samskipti við tölvukerfi bílsins, þá getur þetta orðið að ör- yggisvandamáli í umferðinni. Með öðrum orðum þá er þetta ekki vandamál í dag en á sennilega eftir að verða meira vandamál í framtíð- inni”, segir Einar. Enginn bílaframleiðandi hefur ennþá tilkynnt um árásir tölvu- þrjóta á biía en talsmenn stærstu bílafyrirtækjanna hafa greinilega nokkrar áhyggjur af málinu og segja að vel sé fylgst með þessum málum afþeirrahálfu. ■ Umboðsmaður barna: Miður að KEA sýnir ekki skilning „Mér þykir mjög miður að sjá að það ríkir ekki skilningur hjá öllum um fæðingarorlof, eins og Kaupfélagi Ak- ureyringa í þessu tilviki“, segir Ingi- björg Rafnar, umboðsmaður barna um uppsögn Andra Teitssonar, fyrr- um framkvæmdastjóra KEA, vegna þess að hann á von á tvíburum með konu sinni. „Það er alveg klárt að þessi maður á rétt samkvæmt lög- um og það er verið að brjóta á hon- um. Hvað hann gerir af því tilefni er auðvitað hans mál.“ Ingibjörgu þykir mjög miður að öflugt fyrir- tæki eins og KEA er - og sérstakíega var - skuli ekki sýna þessum sjónar- miðum ríkari skilning. „Menn hafa margir hverjir leyst þetta blessunar- lega án þess að heimurinn eða fyrir- tækið hafi farist“, segir Ingibjörg og nefnir sem dæmi að Tony Blair hafi tekið sér feðraorlof þegar hann eign- aðist sitt fjórða barn og sé hann þó forsætisráðherra Bretlands. „Menn hafa leyst mál sem þetta með ýms- um hætti og er þetta eitthvað sem ég tel mögulegt að leysa með einhverj- um hætti í langflestum tilvikum. Þannig að bæði fyrirtækin og ein- staklingarnir sem í hlut eiga geti vel við unað.“ Jafnréttismál sem kem- uröllumtilgóða .Umboðsmaður barna er auðvitað mjög fylgjandi fæðingarorlofum, ekki síður feðra en mæðra“, segir Ingibjörg. Þá segir hún þetta vera mjög mikið jafnréttismál fyrir kon- ur sem karla. Konur hafi oft verið dæmdar á vinnumarkaðinum á þeirri forsendu að það komi sér illa fyrir vinnuveitenda að hún fari frá vegna barnsburðar. Það að karl- menn fari líka í orlof jafni aðstöðu kvenna á vinnumarkaði þar sem þá sé ekki hægt að afgreiða þær einar með þessum rökum. „Ég tel einnig mjög mikilvægt fyr- ir börnin að báðir foreldrarnir komi að uppeldi og þeirri tengingu sem er svo mikilvæg á fyrstu mánuðun- um. Það er mjög mikilvægt að börn- in tengist föður sínum með sama hætti og móður. Mér þykir mjög mikilvægt að fólk fái að nýta sér rétt sinn til fæðingarorlofs og að það ríki skilningur í öllu samfélaginu. Þetta er eitthvað sem kemur okkur öllum til góða þegar fram líða stundir." ■ Þrjár milljónir safnast Kjartan Jakob Hauksson, sem er á ferð í kringum ísland á árabát fyrst- ur manna, áætlar að koma til Reykja- víkur um næstu helgi og loka þar með hringsiglingunni sem hófst síð- asta sumar. Veðurguðirnir hafa sett strik í reikninginn hjá Kjartani sem er staddur rétt fyrir utan Vík í Mýr- dal og hefur verið að athuga aðstæð- ur. Kjartan bíður nú eftir að vindur snúi sér til norðlægrar áttar eins og veðurspá gerir ráð fyrir næstu daga og mun um leið og sjór gengur niður halda áfram frá Hjörleifshöfða enda þýðir lítið að bjóða veðrinu birginn. ,Ég ætla samt að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að það takist að komast til Reykjavíkur um næstu helgi“, segir Kjartan. Erfiðasti kafli ferðarinnar er nú að baki en strax og veður leyfir verður haldið af stað að nýju. Safnar fyrir fatlaða Kjartan er með ferð sinni að safna í sjóð fyrir fatlaða á vegum Sjálfsbjarg- ar sem greiðir ferðakostnað fylgdar- manna fatlaðra á ferðalögum. Þetta er eini slíki sjóðurinn hérlendis en ny ti hans ekki við þyrftu fatlaðir að greiða tvöfalt fyrir ferðalög sín. Að sögn Arndísar Guðmundsdóttur, kynningar- og félagsmálafulltrúa Sjálfsbjargar, hafa þegar safnast um þrjár milljónir króna í sjóðinn en vonast er til þess að hann nái í tólf milljónir áður en ferðinni lýkur. Þannig væri hægt að úthluta vöxt- um án þess að ganga á höfuðstól- inn. Hingað til hafi bæjarfélög og einstaklingar gefið bróðurpartinn af fjármagninu en vonast sé til þess að stórfyrirtækin taki við sér á enda- sprettinum. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.