blaðið - 09.08.2005, Side 8

blaðið - 09.08.2005, Side 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaAÍÖ Verkefnisstjóri innan S.þ. þáði mútur Fyrrum forstjóri „olía-fyrir-mat“ verkefnis Sameinuðu þjóðanna í Irak, Benon Sevan, hefur verið ásak- aður um að þiggja mútur. Nefnd sem rannsakaði mál Sevans komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði þegið mútugreiðslur upp á allt að 150.000 dollara. Hefur nefndin nú lagt til að Kofi Annan, ritari S.þ., aflétti friðhelgi Sevans svo hægt sé að hefja glæparannsókn á athæfi hans. Sevan, sem er Kýpurbúi, lét af störfum sem forstjóri verkefnisins á sunnudag þrátt fyrir að lögfræð- ingur hans hafi staðfastlega haldið því fram að ásakanirnar séu ekki sannar. „01ía-fyrir-mat“ verkefnið var sett af stað árið 1996 með það að mark- miði að gera þáverandi leiðtoga Ir- aks, Saddam Hussein, kleift að selja takmarkað magn af olíu í skiptum fyrir vörur i mannúðarskyni og til að létta hungursneyð i landinu. Frá þvi að Saddam var steypt af stóli í apríl 2003 hafa hins vegar ásakanir legið i lofti um að írösk stjórnvöld, stjórnmálamenn og fulltrúar Sam- einuðu þjóðanna hafi ólöglega hagn- ast á verkefninu. „Ákærurnar eru rangar og þú sem hefur þekkt mig í öll þessi ár ættir að vita það“, sagði Sevan í bréfi til Kofi Annans en Sevan hefur unn- ið hjá S.þ. i fjóra áratugi. „Ég skil fullícomlega þá pressu sem þú ert undir en að fórna mér af pólitískum hentugleika mun hvorki friða gagn- rýnendur okkar né hjálpa þér eða Sameinuðu þjóðunum", sagði hann ennfremur. ■ Sviptingar í japönskum stjornmálum Junichiro Koizumi forsœtisráðherra boðar til nýrra kosninga eftir að þýðingarmikið frumvarp hans varfellt. inn, með þriggja trilljón dollara eigum sínum, hefði orðið að stærsta banka heims. Upplausn innan LDP-flokksins Vinni Koizumi kosningarnar mun hann leiða LDP-flokkinn i ár til við-. bótar, þar sem hann hefur þegar gef- ið út að hann muni láta af embætti í september 2006. Flokkur hans er þó langt frá þvi að eiga sigur í kosning- unum vísan. LPD hefur verið stærsti flokkur Japans undanfarin 50 ár en vinsældir hans hafa farið stigminnk- andi undanfarið. Þeir meðlimir LPD-flokksins sem kusu gegn frum- varpinu munu vera reiðir yfir því að Koizumi boði til nýrra kosninga í stað þess að segja sjálfur af sér. Fjöl- miðlar hafa látið í veðri vaka að Koiz- umi muni leysa frá störfum þá þing- menn úr flokki hans sem kusu gegn frumvarpinu áður en nýju kosning- arnar fara fram. Japanska póstþjónustan er gríðar- stór stofnun sem hefur um 25.000 útibú hvaðanæva um landið. Til samanburðar hafa sjö stærstu bank- ar landsins einungist 2.600 útibú. Þá er japanski pósturinn stærsti kaup- andi skuldabréfa japanskra stjórn- valda og velta póstkerfisins er næsta stjarnfræðileg. Frumvarp Koizumis gekk út á að japanski pósturinn yrði einkavæddur fyrir árið 2017 og skipt niður í einkafyrirtæki sem sæju þá um póstútborð og banka- og trygg- ingastarfsemi. ■ Forsætisráðherra Japans, Junichiro Koizumi, hefur leyst upp neðri deild japanska þingsins og boðað snemm- búnar kosningar þann 11. september næstkomandi. Þessi aðgerð fylgir í kjölfar þess að efri deild þingsins felldi frumvarp um einkavæðingu komst til valda árið 2001. Landbúnaðarráðherra ríkisstjórn- arinnar, Yoshinobu Shimamuram, hefur sagt af sér vegna ákvörðunar Koizumi um að halda kosningar 11. september en flokkur forsætisráð- herrans, LPD (Frjálslyndi lýðræðis- Junichiro Koizumi, forsætisráðherra Japans, talar á biaðamannafundi í Tókíó í gaer. japanska póstkerfisins í gær. Kosn- ingin um frumvarpið er mikið áfall fyrir Koizumi sem sagður er hafa lagt orðspor sitt að veði í mál- inu. Einkavæðing póstkerfisins var hornsteinninn í efnahagsumbótun- um sem Koizumi lofaði þegar hann flokkurinn), hefur klofnað í tvennt vegna málsins. Frumvarpið var fellt með 125 atkvæðum gegn 108 og þar af voru 22 þeirra sem kusu gegn frumvarpinu meðlimir í LDP-flokk Koizumis. Umbæturnar á póstkerf- inu hefðu þýtt að japanski póstur- Sandbylur tefur stjórnarskrár- viðræður Mikill sandbylur í írak hefur kom- ið í veg fyrir að mikilvægur fundur írakskra leiðtoga geti farið fram. Fundinum var ætlað að brjóta upp jað þrátefli sem ríkt hefur um að Vopnaður maður stendur vörð fyrir utan byggingu í Bagdad, höfuðborg Iraks, í gær. Mikill sandbylur geysaði I landinu í gær og hafa stjórnarskrárviðræður tafist vegna þess. ljúka gerð stjórnarskrárinnar en fyrirhugað var að hún yrði tilbúin fyrir 15. ágúst næstkomandi. Margir hinna fjölmörgu leiðtoga sem hugð- ust sitja fundinn gátu hvergi farið vegna bylsins. Þeirra á meðal var loftkœling ————.,, Verð fra 4SL9Ö0 én vitk. ÍS-hÚSÍÖ 566 6000 ■ ■ ............. leiðtogi Kúrda, Massoud Barzani, en þyrla hans var föst á jörðu niðri í norðri. Það var forseti landsins, Jalal Talabani, sem ákvað að fundin- um skyldi frestað. 1 fréttayfirlýsingu frá Talabani sagðist hann vonast til að fundur- inn gæti farið fram í dag „Fundur- inn hefst á ný 9. ágúst og mun halda áfram næstu daga. Við vonumst til að ná samhljóða sátt um stjórn- arskrána áður en hún verður send til þingsins þann 15. ágúst“, sagði í tilkynningu Talabanis. Samkvæmt fulltrúum stjórnarskrárnefndarinn- ar á eftir að ná sátt um minnst átj- án atriði. Þar á meðal eru réttindi kvenna, opinber tungumál landsins og framtíð hinnar olíuauðugu borg- ar Kirkuk í norðurhluta landsins. .Ofbeldisaldan" hjaðnar með lýðræði Hundruð þurftu að leita læknisað- stoðar vegna bylsins í gær, mest- megnis vegna öndunartruflana, og þá er minnst einn látinn. Umferð stöðvaðist og flugvelli höfuðborgar- innar var lokað. Andspyrnumenn létu óveðrið ekki stöðva aðgerðir sínar og minnst 12 voru myrtir víðs vegar um landið. Fjölmiðlar greindu frá því að flestir þeirra hafi verið ör- yggisgæsluliðar en á meðal þeirra látnu voru einnig tveir hermenn og lögreglumaður. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Condoleezza Rice, hefur lýst því yfir að framfarir í stjórnarskrárviðræðum dragi mátt- inn úr uppreisnarmönnum. Vill hún meina að sú ofbeldisalda sem ríkt hefur í írak undanfarnar vikur muni hjaðna verulega þegar lýðræði komist á í landinu. ■ Dæmdur fyrir morð sem framiö var árið 1982 Breskur lögregluþjónn, Michael Cheong, hefur verið fundinn sekur um manndráp á glæpamanni sem hann skaut til bana í Suður-Amer- íkurikinu Guyana fyrir 23 árum síð- an. Hinn 42 ára gamli Cheong hefur alla tíð neitað því að hafa myrt hinn tvítuga Brian Spencer. Atvikið átti sér stað árið 1982 þegar Cheong var jafn gamall hinum myrta og bjó í Guyana. Hann mun hafa elt Spencer uppi eftir að hinn síðarnefndi réðst á og rændi konu Cheongs og reyndi að beita systur hennar kynferðis- legu ofbeldi. Cheong skaut Spencer í bakið með skammbyssu með fyrr- greindum afleiðingum. Flúði hann til Bretlands ásamt konu sinni tveim- ur árum eftir morðið og gekk í her- inn og þaðan í lögregluna. Samkvæmt breskum lögum sem ná aftur til ársins 1861 er heimilt að rétta yfir breskum borgurum í morðmálum óháð þvl í hvaða landi glæpur þeirra er framinn. Cheong var sýknaður af morðákæru en fund- inn sekur um manndráp þess í stað. Dómur yfir honum verður kveðinn upp þann 5. september næstkom- andi. Morðið var leyndarmál milli Cheongs og konu hans í tvo áratugi eða þar til þau skildu í ósætti og hún fór til lögreglu og greindi frá því að fyrrverandi maður sinn væri morð- ingi Spencers. ■ Indversk kona ber líkamlega fatlaðan eiginmann sinn á baki sér í borginni Kalkútta í gær. Á hverjum degi ganga hjónin allt að 20 kfló- metra vegalengd og betla saman til að eiga í sig og á.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.