blaðið - 09.08.2005, Síða 10

blaðið - 09.08.2005, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaðÍA Áætlun um brottför frá Gaza óbreytt Ehud Olmert skipaður eftirmaður Netanyahus. Ariel Sharon. Ariel Sharon, forsætisráðherra Israels, segist staðráðinn í að flytja ísraelska landnema brott frá Gaza-svæðinu og segir að afsögn fjármálaráðherrans Benjamíns Net- anyahu muni engin áhrif hafa á þá ákvörðun. Netanyahu sagði af sér á sunnudag í mótmælaskyni við fyr- irhugaða brottför og eyðingu land- nemabyggða á Gaza sem hefjast á í næstu viku. Ekki er búist við þvi að aðrir ráðherrar fylgi fordæmi Net- anyahus og segi af sér en nokkuð almenn samstaða ríkir um brottför- ina frá Gaza. Verðbréfamarkaður Israels hafði fallið um 5% innan við klukkutíma eftir að fjármálaráðherrann sagði af sér en var óðum að koma sér á rétt- an kjöl í gær. Sharon sagði að afsögn Netanyahus myndi engin áhrif hafa á efnahagsstefnu landsins og ekki leið langur tími þar til hann hafði skipað nýjan mann í starfið. Arftaki Netanyahus er Ehud Olmert sem til þessa hefur gegnt starfi aðstoðar- forsætisráðherra og er mikill vinur Sharons. „Hnignun Likud-flokksins" .Einhliða brottför án þess að fá nokk- uð í staðinn er ekki rétta leiðin“, sagði Netanyahu meðal annars í upp- sagnarbréfi sínu. „Ég get ekki átt hlut að þessari óábyrgu aðgerð sem skiptir almenningi í tvær fylkingar, skaðar öryggi landsmanna og mun í framtíðinni skapa ógn við heild Jerú- salems“, sagði hann ennfremur. Nú er búist við þvi að Netanyahu muni reyna að hrifsa forystu Likud-flokks- ins af forsætisráðherranum Sharon fyrir næstu kosningar. Netanyahu gegndi sjálfur embætti forsætisráð- herra ísraels árin 1996-1999. Annar fyrrverandi forsætisráð- herra, Ehud Barak, lýsti því yfir á blaðamannafundi í gær að brott- hvarf Netanyahus væri sögulegt í þeim skilningi að stoðir Likud- flokksins væru að bresta. Hvatti hann ráðherra úr röðum Verka- mannaflokksins, þeim flokki er Bar- ak gegndi eitt sinn formennsku í, til að segja sig úr stjórn Ariels Sharon hið fyrsta. Þá hvatti hann stuðnings- menn Likud til að sjá að sér og ganga til liðs við Verkamannaflokkinn. ■ www.icelandair.is/newyork Flug og gisting í þrjár nætur Verð á mann í tvíbýlí á Cosmopolitan Hotel 15.-18. des., 20.-23. jan., 24.-27. feb., 10.-13. mars Innifalið: Flug, gisting, flugvallarskattar og þjónustugjöld Hafið samband við söluskrifstofur lcelandair eða við Fjarsölu lcelandair I síma 50 50 100 (svarað mánud. - föstud. kl. 9-17, laugard. kl. 9-17 og á sunnudögum kl. 10-16). Nú geta handhafar Vildarkorts Visa og lcelandair notað 10.000 Vildarpunkta sem 5.500 kr. greiðslu upp í fargjaldið. VR orloftávlsun UnikUi MasterCanl Munið ferða- ávlsunina út í heim ICELANDAIR www.icelandair.is Fjöldamorðingi handtekinn í Úkraínu Úkraínsk lögregluyfirvöld hafa handtekið rússneskan mann sem grunaður er um að hafa myrt allt að 30 stúlkur sem horfið hafá und- anfarna tvo áratugi. Samkvæmt inn- anríkisráðherra Ukraínu, Hennady Moskal, var maðurinn handtekinn í Zaporizha-héraðinu í austurhluta landsins. Hann mun hafa flutt frá Síberíu til Úkraínu árið 1982 og sest að í Dnipropetrovsk sem einnig er í austurhluta landsins sem þá var næst íjölmennasta svæði gömlu Sov- étríkjanna. Skýrslur lögreglunnar sýna að fjölmargar stúlkur hurfu á svæðinu frá árinu 1983 og töluðu fjölmiðlar þá um hinn dularfulla „Pavlograd- morðingja“ sem ábyrgð bæri á morð- unum. Mikil rannsókn fór fram á sínum tíma en enginn var handtek- inn. Handtaka mannsins nú kemur í kjölfar rannsóknar lögreglu á morði á 10 ára gamalli stúlku sem myrt var fyrir viku síðan. Illræmdasti fjöldamorðingi Úkra- ínu til þessa er Anatoly Onoprienko sem árið 1999 var dæmdur fyrir að myrða 52 manneskjur, þ.á.m. heil- ar fjölskyldur, á ferðum sínum um landið. Hann var dæmdur til dauða en þeim dómi var breytt f lífstíðar- dóm ári síðar þegar dauðarefsingar voru aflagðar í landinu. ■ Ungir drengir létust af banvænni veiru Tveir drengir frá Tulsa í Bandaríkj- unum, 7 og 9 ára gamlir, eru látnir eftir að hafa sýkst af Naegleria-veiru sem svonefnd slímdýr bera með sér. Drengirnir eru sagðir hafa veikst eft- ir að þeir syntu í skítugri tjörn og létust þeir nokkrum dögum síðar. Slímdýrin þrífast í gömlu, stöðnuðu vatni og geta borist til manna í gegn- um nef þeirra. Valda þau hitasótt, of- skynjunum og miklum höfuðverkj- um. Dánarorsök drengjanna mun hafa verið heilabólga. Veiran er nær alltaf banvæn en heilbrigðisyfirvöld segja að 200 þekkt tilfelli af Naegleria-veiru hafi komið upp á síðustu 40 árum og af þeim hafi aðeins tveir lifað af. Af öryggisástæðum var þremur sundlaugum í Tulsa, sem vitað var að drengirnir höfðu synt í, lokað til að rannsaka hvort þeir hefðu borið veiruna með sér í vatnið. Þær voru opnaðar að nýju eftir að rannsóknir sýndu fram á að svo var ekki. ■ Loftpróf unarbúnaður hékk úr kassa við Times-torg f New York í gær áður en vfsinda- menn slepptu litlausu, lyktarlausu og skaðlausu„sporefnagasi" sem ætlað er að finna möguleg eiturefni. Er þessi tilraun liður f undirbúningi Bandarfkjamanna fyrir mögulega efnavopnaárás. Heimavarnarráðuneytið hefur eytt talsverðum fjármunum f rannsóknirn- ar sem munu standa yfir í sex daga. Er markmiðið að vfsindamenn þrói aðferð sem gerir þeim kleift að stjórna loftflæði ef eiturefnum yrði sleppt lausum f andrúmsloftið.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.