blaðið

Ulloq

blaðið - 09.08.2005, Qupperneq 18

blaðið - 09.08.2005, Qupperneq 18
18 I MINNIWG ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaðið Lát Peters Jennings markar lok risanna þriggja Einn ástsælasti fréttamaður Bandaríkjana, Peter Jennings, lést úr íungnakrabbameini á sunnudag, 67 ára að aldri. Jenn- ings stýrði fréttaþættinum World News Tonight frá árinu 1983 en hann hætti störfum vegna veikinda í aprílmánuði síðastliðnum. Jenn- ings hóf snemma feril sinn í frétta- mennsku. Hann var í Berlín á sjötta áratugnum þegar Berlínarmúrinn var reistur og sagði áhorfendum sín- um frá falli múrsins áratugum síðar þegar hann var rifinn niður árið 1989. Með Jennings lýkur tímabili í bandarísku sjónvarpi sem kennt er við fréttarisana þrjá; Tom Brokaw fréttaþuli NBC sem fór á eftirlaun í desember í fyrra, Dan Rathers frá CBS stöðinni sem sagði af sér í kjöl- far fréttahneykslis í aðdraganda síð- ustu forsetakosninga í Bandaríkjun- um og Jennings sjálfs sem starfaði við ABC stöðina frá árinu 1964. einn af framkvæmdastjórum Can- adian Broadcasting Corporation og einn af frumkvöðlum Kanada- manna í útvarpsfréttamennsku. Pet- er Jennings hóf feril sinn í fjölmiðl- um á táningsaldri og var orðin einn af fréttaþulum CTV stöðvarinnar, sem var aðalsamkeppnisaðili föður hans, aðeins 24 ára gamall. Tveimur árum síðar fluttist hann til Banda- ríkjanna og hóf störf á ABC sjón- varpsstöðinni sem fréttaþulur. Jenn- ings varð fljótlega leiður á starfinu og fékk sig fluttan í erlendu deildina og á næstu árum flakkaði hann um heiminn. Það sagði hann vera hið besta starf því það byði upp á góða viðkynningu af heiminum og væri borgað af atvinnurekanda hans. Af kassa á Austurvelli Jennings flutti fréttir af öllum helstu stríðsátakasvæðum heimsins næstu áratugina og naut feikilegra vinsælda fyrir vönduð störf. Peter Jennings flutti meðal annars fréttir af leiðtogafundi Ronalds Reagans og Mikhaíls Gorbatsjovs sem fram fór hér á landi árið 1986. Útsend- ingarstöð ABC stöðvarinnar var komið fyrir niður á Austurvelli og þar stóð Jennings á kassa og flutti bandarísku þjóðinni helstu tíðindi frá Reykjavík. Fjölmargir íslenskir blaðamenn tóku viðtal við þennan bandaríska kollega sinn og báru hon- um vel söguna. Leitaði eftir áliti minnihlutahópa Peter Jennings var þrátt fyrir vin- sældir eða kannski vegna þeirra, ítrekað gagnrýndur fyrir linkind í fréttaflutningi sínum af málefnum Palestínu-araba og mörgum þótti sem óbeit hans á styrjaldarrekstri Bandaríkjanna í Irak væri lítt dulin. Hann sagði á móti að hann hefði allt aðrar hugmyndir um fréttamanna- hlutverkið en að hann ætti að vera einhverskonar skoðanaleiðtogi. „Þetta hlutverk er hannað til að velta upp spurningum um hegðun stjórn- valda og embættismanna, fyrir hönd almennings." I samræmi við þessar hugmyndir var Jennings ann- álaður fyrir að velta upp skoðunum ýmissa minnihlutahópa um hvers kyns málefni. Jennings sóttist eftir ríkisborgararétti í Bandaríkjunum árið 2003 og voru prófniðurstöður hans fullkomnar en hann svaraði öllum spurningum réttilega. Hann lofaði sína nýju ættjörð rækilega við tilefnið. Kvennamaður Jennings naut ekki síður vinsælda fyrir fágaða framkomu sína, útlit og vandaðan fatasmekk. Honum var reglulega líkt við James Bond sem einnig klæddist tweed jökkum og ljósum rykfrökkum á þessum tíma. Hann var vinsælt viðfangsefni slúð- urdálkaritara og naut hann mikillar kvenhylli. Það var enda mikil hreyf- ing á kvennamálum Jennings sem var fjórgiftur. Eftirlifandi eiginkona hans er Kayce Freed, fyrrverandi sjónvarpsframleiðandi, og hann skilur eftir sig tvö eftirlifandi börn Heimshornaflakkari Jennings, sem fæddist í Toronto í Kanada, átti ekki langt að sækja áhuga sinn á fjölmiðlum og fréttum en faðir hans Charles Jennings var sem hann átti með þriðju eiginkonu sinni, rithöfundinum Kati Marton. ernak@vbl.is ABCNF 25-60% AFSLÁTTUR VERÐDÆMI: PAKISTAN JALDAR. ÁÐUR KR. 33.131 ER NÚ Á KR. 19.878. Persía TEPPAGALLERÍ Bæjarlind 16, Sími: 568 6999 OPIÐ : VIRKA DAGA 10 - 18 & LAUGARDAGA 11-16.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.