blaðið - 09.08.2005, Page 28

blaðið - 09.08.2005, Page 28
28 IGOLF ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaðið Sveiflan œfð á ódýran máta - Básar henta öllum Golfkúla er ekki bara golfkúla Að mörgu þarf að hyggja þeg- ar golf er annars vegar enda sport sem krefst bæði vand- virkni og er tímafrekt. Ekki dugar að henda sér beint í djúpu laugina heldur skal skoða hvert smáatriði eins og til dæmis kúlurnar. Golf- kúla er ekki bara golfkúla eins og Sveinn Snorri Sverrisson hjá golf- versluninni Nevada Bob útskýrir nú fyrir lesendum. „Tæknileg þróun í golfi hefur ver- ið mikil síðustu ár. Hún hefur verið hvað mest á golfkúlum og liggur aukin högglengd kylfinga í dag í betri kúlum. Fyrir nokkrum árum voru tveggja laga kúlur allsráðandi á markaðinum en nú í dag eru þriggja laga kúlur ráðandi og einnig eru komnar á markað fjögurra laga kúl- ur. Þriggja laga kúlunni mælum við með fyrir þá sem eru lengra komnir. Þá ertu kominn með kjarna sem er orkumeiri, millilag í kúlunni sem gefur meiri mýkt en ysta lagið er mishart. Þriggja laga kúlurnar gefa yfirleitt meiri spuna og henta því frekar lágforgjafarmönnum. Mýkra ytra lag gefur af sér meiri spuna á boltanum. Þegar horft er á bolta lenda og spinna upp á sig þá eru mestar líkur á að ytra lagið sé mjúkt. Línurnar, eða raufarnar á kylfuhausnum, rífa í ysta lagið og valda spuna. Þær sem eru harðar að utan gefa minni spuna. Þess vegna er frekar mælt með þeim fyrir byrj- endur af því að þegar byrjandi slær á hann til að slá með meiri hliðar- spuna og þá ýkja mjúku kúlurnar þennan spuna og fara þá meira til hægri eða vinstri en þessar hörðu myndu gera. Það sem hafa ber í huga er að kúl- urnar eru líka misharðar. Ysta lagið er mishart og kúlan sjálf er mishörð eftir tegundum. Fyrir þá sem eru með hægari sveiflu eins og eldri kylfingar, börn og konur er mælt með kúlum sem hafa pressu sem er 8o. Það þýðir í raun hraðann 8o mílur á sekúndu. Svo eru til 90 og 100 pressu kúlur. Þeir sem eru með hraða sveiflu eru með 100 pressu bolta. Atvinnumenn og lengra komnir sem eru með hraða sveiflu nota þannig kúlur. Það er því að mörgu að huga þegar kylfingurinn velur sér kúlur. Flestir framleiðendur bjóða upp á mismun- andi kúlur til þess að kylfingar geti fundið sér kúlur við sitt hæfi.“ ■ Við Vesturlandsveg blasir nú við glæsilegt golfæfingasvæði sem er op- ið öllum. Hægt er að leigja sér golf- kúlur og æfa sveifluna án þess að hafa áhyggjur af því að kúlan lendi á óheppilegum stað. Æfingasvæði sem slíkt á sér marg- ar fyrirmyndir erlendis en svæðið við Vesturlandsveg er enginn eftir- bátur hvað aðstöðu varðar. „Svæðið opnaði í fyrra og það hef- ur verið mjög góð aðsókn”, segir Hanna Lilja Sigurðardóttir, sumar- starfsmaður Bása, eins og svæðið er jafnan kallað. Allt árið um kring er hægt að fara og slá bolta án þess að hafa áhyggjur af köldum veðrum. „Á veturna eru básarnir hitaðir upp þannig að eng- um þarf að verða kalt”, segir Hanna. Ekki er dýrt sport að skreppa eins og eina kvöldstund í Bása og kýla nokkra bolta. „Hægt er að velja um að taka 20, 50, eða 100 bolta. 20 boltar kosta 250 krónur, 50 kosta 400 krónur og 100 boltar kosta 780 krónur. Hægt er að koma með sína eigin kylfu eða fá lánaða hjá okkur endurgjaldslaust", segir Hanna. Hún segir alla sækja svæðið, hvort sem um ræðir byrjendur eða lengra komna og allir skemmti sér jafn vel, hvernig sem höggið heppnast. „Atvinnumenn koma hingað að æfa sig sem og byrjendur sem vilja leika sér. Þetta er gaman fyrir alla, líka þá sem ekki eru vanir,“ segir Hanna og bendir á að þeir sem vilja koma og slá bolta en kunna ekki undirstöðuatriðin geti keypt hálf- tíma kennslu hjá einum af þeim fjölmörgu kennurum sem starfa í Básum. Nauðsynlegt sé þó að panta fyrirfram. Alls eru 72 básar á æfingasvæð- inu. Hanna segir mest vera að gera á milli fjögur og fimm á daginn og síðan eftir klukkan sjö og til lokun- ar. Inn á milli komi þó rólegri tímar Hanna Lilja Sigurðardóttir í léttri sveiflu sem hún noti til að viðhalda sveifl- unni. „Ég æfi sjálf golf og æfi mig þegar tími gefst til. Ég er tvöfaldur Islands- meistari í unglingaflokki og ég er viss um að þetta hafi hjálpað til. Ég hef reyndar æft mig hér frá því að opnaði í fyrra en auðvitað meira eft- ir að ég byrjaði að vinna hérna í vor“, segir Hanna. ■ BlaðiÖ/Gúndi Smíðar golfkylfur eftir kúnstarinnar reglum „Ég lærði golfkylfusmíði í Sacra- mento í Californiu fyrir 14 árum og tók líka námskeið í Texas litlu seinna. Þetta var ógleymanlegur tími í alla staði”, segir Oskar Gísli Óskarsson golfkylfumsiður. Óskar segir ekki marga starfa við þetta hér á landi en það sé þó eitt- hvað að aukast, margir séu komnir í viðgerðir og síðustu tvö til þrjú árin hafi einhverjir bæst við sem smíða kylfur. „Ég er nú samt búinn að vera lengst í þessu og er samt ekki nema 38 ára gamall. Eg var ekki nema 24 ára þeg- ar ég lærði og var með þeim allra yngstu. Á námskeiðinu sem ég tók í Texas var meðalaldurinn 60 ár“, seg- ir Óskar. Óskar rekur nú heildverslun þar sem hann flytur inn búnað fyrir golfvelli, alls kyns tæki og tól auk þess sem þar er verkstæðið hans þar sem hann smíðar og gerir við golf- kylfur. Golfáhuginn hefur verið til staðar í fjölda ára. „Þegar ég var 18 ára var faðir minn frumkvöðull að golfklúbb Odd- fellow í Heiðmörk. Hann kom því á laggirnar að byggður yrði golfvöllur og ég tók að mér ýmis atriði er snéru að honum. Faðir minn var fyrsti for- maður klúbbsins og ég var fyrsti eig- inlegi vallarvörðurinn. Á þessum tíma var auðvitað enginn golfvöll- ur, við fengum lánaða sláttuvél ein- hversstaðar að austan og svo fóru hjólin að snúast. Núna er völlurinn einn stærsti og flottasti völlurinn á landinu", segir Óskar. Hann segir að þetta hafi orðið til þess að áhuginn á golfinu hafi vakn- að fyrir alvöru og auk þess að hafa puttana í öllu í kringum völlinn sé hann liðtækur spilari. „Þarna byrjaði ég að ganga um völl- inn með hönnuðinum og mæla allt og hæla niður auk þess sem ég var líka að spila á fullu. Öll fjölskyldan er í þessu sporti“, útskýrir Óskar. En hvaða sérþarfir eru sem þarf in og gripin og set það saman eftir máli. Þá er líka tekinn sveifluhrað- inn svo að ég fái réttu sköptin. Þetta er heilmikil kúnst“, segir hann. Óskar segir þennan bransa alltaf vera jafn skemmtilegan þrátt fyrir að hafa hrærst í honum í öll þessi ár. „Það er ekkert eitt sem er skemmti- legast, þetta er alltaf jafn gaman. Svo er þetta flott í ellinni, ég get dundað mér við þetta inni í bílskúr', segir Óskar hlæjandi að lokum. Óskar stillir tækin fyrir smíðina að uppfylla þegar kemur að sérsmíði golfkylfa? „Eins og gefur að skilja er fólk mis- mikið á hæðina og þá þarf misstór- ar golfkylfur. Kona sem er 170 cm á hæð kalíast standard og ætti ekki að vera í vandræðum með að finna sett fyrir sína hæð. Kona sem hins veg- ar er 155 cm fær ekki kylfur í sinni stærð en það eru ansi margar konur í þeim hæðarflokki sem spila golf. Þá þarf að breyta kylfunum eða sér- smíða þær. Þá fæ ég hausana, sköft-

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.