blaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 30
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaöi6 Heimirfráíviku Heimir Guðjónsson, fyrirliði FH, verður frá í viku til ío daga vegna meiðsla sem hann varð fyrir í leiknum á móti KR í fyrradag. Þetta er haft eftir Ólafi Jóhannessyni þjálfara FH á netsíðunni fót- bolti.net. Heimir meiddist eftir tæklingu í leiknum og var hon- um skipt út fyrir Baldur Bett. Sá fyrrnefndi missir væntan- lega af leik FH og Grindvíkinga á miðvikudaginn og ekki er vist hvort hann verði orðinn leik- fær fyrir leikinn á móti Þrótti eftir viku. Óvíst var í gær með meiðsl danska miðjumanns- ins Dennis Siim hjá FH en í gærkvöld stóð til að láta hann reyna að fara á æfingu liðsins. Kleberson Brasilíski knattspyrnumað- urinn Kleberson hefur verið seldur frá Manchester United til Besiktas í Tyrklandi fyrir 2,5 milljónir punda. Kleberson, sem er landsliðsmaður, var keyptur til United fyrir 6,5 milljónir punda frá Adetico Par- anaense fyrir tveimur árum en reyndist síðan dýrkeypt fjárfest- ing fyrir Alex Ferguson. Hann fann sig aldrei á Old Trafford og vermdi oftast bekkinn þessi tvö ár. Honum var hins vegar tekið sem konungi við komuna til Istanbul á sunnudagskvöld og héldu stuðningsmenn Besiktas á honum á háhesti í gegnum flugstöðina. Sjálfur hafði hann áður staðist læknis- skoðun hjá tyrkneska liðinu. Danska liðið OB skoðar Guðmund Þjálfarar danska liðsins OB f Óðinsvéum munu fylgjast með Guðmundi Steinarssyni, leik- manni Keflavíkur, í leik gegn Mainz i Evrópukeppni félags- liða á fimmtudag. Hann stað- festir þetta í viðtali við fótbolti. net. Sjálfur hefur hann æft með danska liðinu í síðustu viku og virðast Danirnir hafa mikinn áhuga á að fá hann f sínar rað- ir. Það kemur ekki á óvart enda ^ hefur Guð- JáP® mundur staðið sig afar vel f framlínu Keflavík- ur í sumar og skorað fimm mörk í 13 leikjum. Hann hefur áður leikið í Danmörku, þá með Brönshoj í fyrstu deildinni. Þaðan fór hann til Fram og síðan aftur til Brönshoj. Það yrði mikill missir fyrir Keflvíkinga fari hann til Danmerkur að nýju enda frábær knatt- spyrnumaður þar á ferð. F'ótbo/t/ Mourinho hóqvær Jose Mourinho þjálfari Chelsea Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, segir að liðið muni ekki vinna öll mót sem það tekur þátt í á komandi keppnistímabili. Tímabil- ið byrjar reyndar vel hjá Mourinho, því lið hans vann sannfærandi sigur á Arsenal í leik um Samfélagsskjöld- inn á sunnudag og það þrátt fyrir að milljarðaleikmenn eins og Hernan Crespo og Shaun Wright-Phillips þyrftu að verma bekkinn. Chelsea varð enskur meistari og vann bikar- keppnina á síðasta ári, en Mourinho segir af hógværð að það sé útilokað að bæta meistaradeildinni við. „Þú getur einfaldlega aldrei unnið allt sem er f boði“, segir stjóri Chelsea. „Þú hlýtur að tapa leikjum og þar með missa af titlum. Þannig er nú- tíma knattspyrna.“ Leikurinn gegn Arsenal var mik- ill persónulegur sigur fyrir framherj- ann Didier Drogba sem'er frá Ffla- beinsströndinni. Hann skoraði 16 mörk í 41 leik á síðasta keppnistíma- bli sem þykir ekki mikið hjá liði eins og Chelsea. Mourinho segir að þetta sé aðeins byrjunin - það sé eðlilegt að annað keppnistímabil leikmanns hjá nýju liði sé betra en það fyrsta. „Hann er farinn að venjast leikstíl liðsins og samherjanna og í þetta sinn getur hann byrjað tímabilið í góðu formi, ólíkt því sem gerðist í fyrra þegar meiðsli voru að hrjá hann frá miðju móti.“ Mourinho segir að enska deildin sé galopin og það eina sem komist að hjá sér núna sé leikurinn á sunnudag. „Það eina sem ég hugsa um í dag er leikurinn á móti Wigan á sunnudag.” ■ Raddiffe spáð sigri Hlaupadrottningin Paula Radcliffe tekur þátt í sínu fjórða maraþoni á einu ári á sunnudag en þá verður hún með á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Helsinki. Al- mennt er talið að Radcliffe sigri í hlaupinu. Margir eru þó þeirrar skoðunar að hún hafi gert mikil mistök með því að taka þátt í 10.000 metra hlaupi á laugardag þar sem hún endaði f níunda sæti auk þess sem hún hefur tekið þátt í maraþon- hlaupi í New York og London að und- anförnu. Þetta hefur verið gagnrýnt i ljósi þess að flestir bestu langhlaup- arar heims taka aðeins þátt í einu eða tveimur maraþonhlaupum á ári til að yfirkeyra sig ekki. Radcliffe er þó hvergi bangin og segir að ekki sé hægt að telja með ólympíuleikana í Aþenu þar sem hún hætti keppni eft- ir um það bil 30 kílómetra. „Ég tel það ekki með þar sem ég lauk ekki einu sinni keppni“, segir hún ákveð- in og er fullviss um sigur um helgina. Sjálf skoðaði hún brautina í Helsinki um helgina og virtist nokkuð ánægð með hana. „Það er ekki mikið af stór- um hæðum á leiðinni og þvf hentar þetta mér ágætlega.” ■ Owen til Newcastle? Newcastle hefur lýst yfir áhuga á að kaupa enska landsliðs- manninn Michael Owen frá Real Madrid. Hann hefur verið orðaður við öll helstu lið Englands að undanförnu en ljóst er að lítið pláss er fyrir þennan snjalla leikmann í fremstu víglfnu Real Madrid eftir að þeir keyptu brasilísku landsliðsmennina Robinho og Julio Baptista í sumar. Freddy Shephard, stjórnarformaður Newcastle, segir á heimasíðu félagsins að viðræður séu hafnar við Real Madrid en að málið verði ekki rætt frekar að svo stöddu. Owen sagði sjálfur í síðustu viku að nokkrir stuttir fundir hefðu verið haldnir með fulltrúum enskra stórliða en að ekkert væri fast í hendi. Sjálfur segist hann vera ánægður hjá Real og að hann væri í sjálfu sér sáttur við að ljúka samningi sín- um við liðið sem rennur ekki út fyrr en árið 20o8.„Burtséð frá því hvað gerist í sumar þá hef ég mikinn áhuga á að snúa aftur f ensku úrvalsdeildina einn góðan veðurdag“, skrifar hann í dálk í breska blaðinu The Times. „Ég hef þroskast á þeim tíma sem ég hef dvalið erlendis og er því fullviss um að ég sé betri leikmaður en ég var þegar ég fór“, segir Michael Owen. Hann segir að kaup Real á Baptista hafi komið málum á hreyfingu og að umboðs- menn hans hafi þá fyrir alvöru farið að skoða möguleika á því að hann yrði seldur aftur til Englands. Sjálfur skoraði hann 16 mörk á síðasta tímabili á Spáni og segist líta til baka með góðar minningar í farteskinu. I & LANDSBANKADEILDIN # 1 karlar I Félag L U J T Mörk Net Stig 1 FH 12 12 0 0 31 :5 26 36 © 2 Valur 11 9 0 2 24:6 18 27 © 3 (A 12 6 2 4 15:14 1 20 © 4 Keflavík 13 5 5 3 24:27 -3 20 © 5 Fylkir 13 5 2 6 23:22 1 17 © 6 KR 13 4 1 8 14:21 -7 13 © 7 Fram 12 3 2 7 11 :18 -7 11 © 8 Þróttur R. 13 2 4 7 15:21 -6 10 © 9 (BV 12 3 1 8 10:24 14 10 © 10 Grindavík 11 2 3 6 11 :20 -9 9 © blaðið/Steinar Hugi Staðan í Landsbankadeildinni Urslitin ráðin Petta árið virðast úrslitin í Landsbankadeildinni vera ráðin eftir tólf umferðir. FH ingar hafa sýnt ótrúlegan styrk í þessu móti og eftir tólf sigurleiki í röð getur fátt stöðvað þá. Það er helst að það taki því að fylgjast með Valsmönnum sem hafa raunar ekkert gefið eftir í toppbaráttunni. Þessi lið hafa stungið önnur lið af og virðast vera í sérflokki. Það sama er að gerast í 1. deildinni þar sem Breiðablik og Vikingur eru komin langleiðina með að tryggja sér sæti í Landsbankadeildinni á næsta ári. í sjálfu sér er það frábært að eiga góð knattspyrnulið og stuðningsmenn þessara liða eru sjálfsagt kátir með sína menn. Fyrir hinn almenna fólt- boltaáhugamann hefði hins vegar verið skemmtilegra að hafa spennu í mótinu aðeins lengur. Sjá fleiri úr- slitaleiki á lokasprettinum. Spenn- an í dag er bundin við botnbaráttu Landsbankadeildar karla og 1. deild- ar. Þar berjast mörg lið fyrir áfram- haldandi veru sinni í deildunum og mun sú spenna eflaust endast fram í lokaumferðirnar. Með þessu er ekki verið að gera lítið úr afrekum topp- liðanna - síður en svo - spennan er einfaldlega svo stór hluti af því að upplifa skemmtilegan knattspyrnu- leik. Það er alla vega mín skoðun. ■

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.