blaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 35

blaðið - 09.08.2005, Blaðsíða 35
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 KVIKMYNDIR I 35 HÁDEGISBIO 400 kr. MIÐAVERÐÁALLAR MYNDIR kl: 12 UM HELG/NA / SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI STMSTA KViKMYNDAHUS UNDSiNS • HAGATORGI • S. 530 191» • www.haskolcbio.is EWAN McGREGOR Magnaður framtíðartryllir þar sem hraðinn og spennan ræður ríkjum. Frá hinum eina sanna Michael Bay RINGIAN £ 588 0800 AKUREYRI C A61 4666 KEFLAVÍK C «11170 Casey Affleck fer í villta vestrið Leikarinn Casey Affleck hefur verið að bíða eftir stóra tækifærinu í Holly- wood í lengri tíma eftir að hafa þurft að standa í skugganum af bróður sín- um, Ben Affleck, í fleiri ár. Hann hef- ur leikið minni hlutverk í stórmynd- um á borð við Good Will Hunting, Ocean’s Eleven og Ocean’s Twelve, en nú gæti biðin verið á enda því Cas- ey hefur verið ráðinn til að fara með annað aðalhlutverkið í væntanlegri stórmynd frá Warner Bros. Myndin, sem gerð er eftir skáldsögu Robert Hansen, The Assassination of Jesse James by the Coward Robert Ford, gerist í villta vestrinu og fjallar um hinn alræmda útlaga Jesse Jame. Hann var sannkallaður konungur vestursins enda enginn sneggri með byssuna en hann. James stjórnaði heilu gengi með harðri hendi enda bæði skapstór og hættulegur. Hinn ungi Robert Ford gerist lærisveinn hjá honum og lítur mikið upp til hans en innst inni dreymir hann um að taka stað hans í genginu og enda þeir draumar með ósköpum. Fyrirtækin Plan B í eigu Brad Pitt og Scott Free þeirra Ridley og Tony Scott sjá um framleiðslu myndar- innar og sjálfur mun Pitt fara með hlutverk Jesse James. Affleck leikur þá hinn seinheppna Robert Ford en Andrew Dominik (Chopper) mun leikstýra myndinni. Tökur eiga að hefjast í næstu viku en útgáfudagur hefur enn ekki verið ákveðinn. ■ Pýsk skemmtun a Broadway Musikantenstadt Unterwegs þann 5. september Það verður sannkölluð alpastemmn- ing á Broadway þann 5. september næstkomandi en þá fer fram mikil tónlistarskemmtum með þekktum listamönnum frá Þýskalandi, Aust- urríki og Sviss undir nafninu Musi- kantenstadl Unterwegs. Skemmt- unin er í haldin tengslum við sjónvarpsþáttinn Musikantenstadl sem sendur er út á ríkisstjónvarps- stöðunum í öllum þýskumælandi löndum Mið-Evrópu og er einn sá vinsælasti á svæðinu. Stjórnandi þáttarins, Karl Moik, er orðinn goðsögn í lifanda lífi og ætlar hann sjálfur að sækja landið heim til þess að upplifa stemmninguna en í þátt- unum hans hefur Island fengið gríð- arlega landkynningu í tengslum við islenskt tónlistarefni. Má þar nefna að myndbönd með Inga Gunnari Jóhannssyni og Stuðmönnum hafa verið sýnd í þáttunum, en bæði myndböndin voru tekin upp á ís- landi. I tilkynningu frá aðstandend- um skemmtunarinnar á Broadway segir að viðburðurinn sé framhald á mikilli kynningu Islands í hin- um þýskumælandi heimi og verð- ur þessi viðburður vafalaust engu síðri landkynning. Auk Moik er nefnilega von á miklu fjölmenni til landsins og ungir tónlistarmenn frá löndunum þremur munu skemmta gestum á Brodway. Einnig verða að minnsta kosti þrjú íslensk tónlistar- atriði með Stuðmönnum, Islandica og hjónunum Ástu Begga og Gísla sem syngja tvísöng. Aðstoðarkynn- Þýski þáttastjórnandinn Karl Moik verður kynnir á skemmtuninni Musikantenstadt Unterwegs á Broadway í september. ir Karl Moik verður Ingi Gunnar Jó- hannsson en allar kynningar verða bæði á þýsku og íslensku. Forsala á tónleikana fer fram í hljómplötu- versluninni 12 tónum á Skólavörðu- stíg 15. Verð miða er 3.000 krónur og með þriggja rétta kvöldverði kostar miðinn 7.500 krónur. ■ FVLCSTU WIEÐl BLfíniNU! þú eiftir iHmm Mwn ú einu STÍEMSTU MYNO ÚRSIHS! FRtlMSÝNO UM LRHO RLLT n HMannUH! . ISLANDSBANKI J) T0NLIST.IS blaóió BIO.IS

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.