blaðið

Ulloq

blaðið - 09.08.2005, Qupperneq 38

blaðið - 09.08.2005, Qupperneq 38
38 I FÓLK ÞRIÐJUDAGUR 9. ÁGÚST 2005 blaðið SMÁboraarinn AFTURHALDSKREDDA! Smáborgarinn fagnaði ógur- lega þegar fæðingarorlofi feðra var komið á. Loksins mátti segja að forneskjulegur hugsanaháttur fortíðar væri að kasta hamnum og hin unga, fagra framtíð rétt að stíga sín fyrstu skref. í ljósi þess að hinni sjálfsögðu réttarbót var komið á af miðaldra karlmönn- um, mönnum komnum af hinu léttasta, mönnum sem ekki voru líklegir til að geta fleiri börn, þótti smáborgaranum það staðfesting á hröðu undanhaldi forneskjunnar. Það hvarflaði ekki að Smáborg- aranum að forneskjan ætti sér traustari stoðir í landsbyggðinni. AuðvitaðvarþaðkjánalegtenSmá- borgarinn taldi að ríkisstjórnin væri samsuða stjórnmálamanna víðs vegar að af landinu og því góður þverskurður af lífsafstöðu þjóðarinnar. En nei. Það var mis- skilningur. 1 höfuðvígi Norðlend- inga eru ekki allir sammála um fæðingarorlofslögin. Það er ekki að norðanmenn telji að karlmenn skyldu undanþegnir fæðingaror- lofi. Nei. Bara stjórnendur fyrir- tækja. Smáborgarinn hefur hingað til verið mikill neytandi KEA skyrs- ins. Það kom þó svolítið bakslag í skyrneyslu heimilisins þegar ungar stúlkur voru fengnar til að auglýsa KEA-skyrið með ósmekk- legum hætti. Nú tók þó steininn úr og hefur KEA skyrát á heimili Smáborgarans verið aflagt með öllu. Og ekki bara skyr. Allur varningur merktur þessu, annars ágæta fyrirtæki, kemur ekki inn fyrir dyr. Það eru börn á heimili Smáborgarans og að þeim snýr að- för KEA. Smáborgaranum þykir það með ólíkindum að stjórnendur fyrir- tækis sem á að heita umsvifamik- ið á markaði, skuli ekki bera gæfa til að skilja inntak og eðli fæð- ingarorlofslaganna. KEA menn virðast álíta sem svo að þau séu einhverskonar sporsla til handa verkamönnum landsins og þeim sem gegna stöðum óbreyttra. Að minnsta kosti ekki hærri stöðum en millistjórnenda. KEA menn ná þessu ekki. Fæðingarorlofslögin tryggja réttindi barna. BARNA. Aðför KEA stjórnarinnar er að rétti ófæddra barna framkvæmdastjór- ans. Reyndar er Smáborgarinn á því að með þessari aðgerð sé KEA stjórnin að lýsa frati á æsku lands- ins. Það er réttur barna að njóta aðgengis og umönnunar foreldra sinna. Það er réttur sem skilar okkur öllum betra samfélagi. KEA-menn virðast vera svona business karlar sem skilja ekkert nema magnið í pyngjunni. Smá- borgarinn ætlar ekki að leggja til hennar framar. KEA - nei takk. SU DOKU talnaþraut Eddie Murphy að skilja Grínistinn og leikarinn Eddie Murp- hy er að skilja við konu sína, Nicole, sem hann hefur verið giftur í 12 ár. Það var Nicole sem bað um skilnað- inn og mun hún sækja um sameigin- legt forræði yfir börnum þeirra sem eru fimm talsins. „Velferð barna okkar varðar okkur mest“, sagði Eddie í yfirlýsingu sem hann gaf út á föstudag. Eddie var stjarnan í bandaríska þættinum Sat- urday Night Live áður en hann fór út í kvikmyndirnar en hann hefur meðal annars leikið í Dr Dolittle og Daddy Day Care, auk þess sem hann kemur fram í Shrek 3. Ljósmyndari skotinn - aí öryagisvörðum Brítney? Ljósmyndari segist hafa verið skot- hann var að reyna að ná mynd af inn af öryggisvörðum Britney Spe- Britney þar sem hún var að fara í samkvæmi. Ljósmyndarinn, sem heitir Brad Diaz, var skotinn í fót- inn með plastkúlu fyrir utan hús í Malibu. Lögreglufulltrúi segir ekki liggja fyrir hver hafi verið að verki. „Það gæti hafa verið einhver sem ók framhjá eða var j fótgangandi, við höfum enga hugmynd hvaðan skotið kom”, segir lögreglufulltrúinn. Diaz fór á spítala en læknar sögðu að kúlan væri komin of langt inn í líkamann til að hægt væri að fjarlægja hana. Lögreglufull- trúinn sagði fyrst að atvikið hefði átt sér stað fyrir utan heimili Britney en leiðrétti það síðan og sagði að svo væri ekki en að Britney væri tíður gestur í húsinu. Ljósmyndarinn fullyrðir að öryggisvörður Britney Spe- ars hafi skotið hann og ætlar hann að fara í mál. ■ HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ í dag er góður dagur til að skoða sjálfan sig. Reyndu að vinna í feruskránni, skoðaðu atvinnu- auglvsingar eða íhugaðu að stofna fyrirtæki, ef þú átt efcki eitt nú þegar. V Þú ert í stuði til að vinna. Það er líka kominn tími á að hætta að einbeita sér að því persónulega og einbeita sér að vinnunni. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Allar hugmvndir þínar í dag eru gulls ígildi þannig að þu sfcalt skrifa þær niður ef þú getur ekki framkvæmt þær samstundis. V Hreinskilið samtal mun opna þér dyrnar að nýjum heimi. Þú hefur þennan frábæra næfileika til að tengjast öðrum á ajúpan hátt. Það er gáfulegt hjá þér ao eyða tíma meo fólki sem kemur þér á óvart. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) $ Vertu nærgætin/n við náinn vinnuveitanda. Það er spenna að myndast sem þú getur ráðið úr. V Þú ert algjörlega óháð/ur öllum nema sjálfum þér og það er ólíktpér. Þú ert því að nema ný lönd enda er það eina leiðin til að hfa lífinu lifandi. Hrútur (21.mars-19.apríl) $ Þú getur ekki einbeitt þér í vinnunni í dac svo þú skalt hætta að hugsa um einkalífið og einoeita pér að viðskiptavinum og samstarfsfélögum. V Þú hefur verið of mikið ein/n undanfarið. Það er alltaf hollt að líða vel í eigin félagsskap en það er líka hollt að umgan^ast aora, sem er emmitt það sem þú skalt gera nuna. Naut (20. apríl-20. maí) $ Vinnan mun virðast áhugaverðari þegar breyt- ingar verða og þær munu hrista upp í hversdagslíf- inu á skrifstofunni. Vertu svei^janleg/ur og breyt- ingarnar munu hafa lítil áhrif a þig. V Astarlífið er í blóma, en samt ekki. Ef þú velt- ir þér alltaf upp úr því hvað aðrir eru að gera og huesa þá geturðu aldrei orðið hamingjusöm/sam- ur. Veltu þér frekar upp úr því hvað þú vilt og hvað þú hugsar. ©Tvíburar (21.maí-21. júní) $ Þér gengur allt í haginn svo lengi sem þú ert að nota heilaoúið. Hvort sem þú ert ao búa til nýjar hugmyndir eða aðstoða viðslaptavini þá mun vera gaman í vinnunni. V Það er rómantík í loftinu og þú hefur ótal hug- myndir um hvernig skal gera sem mest úr henni. ©Krabbi (22. júní-22. júlO $ Það er álag í vinnunni og það mun hafa áhrifá vinnustaðarmóralinn. Reynau að lægja öldurnar. V Þú ert í pirruðu skapi vegna einhvers sem er að gerast heima við. Reyndu að velta þér ekki of mikið upp úr því. Farðu að heiman. Reyndu að hitta skemmtilegt fólk. 25. gáta 5 6 4 9 1 7 9 4 8 6 5 4 4 7 3 8 2 1 6 7 2 4 8 7 1 9 4 3 3 Lausn á 25. gátu verður að finna i blaðinu á morgun. Lausn á 24. gátu lausn á 24. gátu 6 8 2 7 9 1 5 3 4 4 7 3 8 6 5 1 2 9 1 5 9 3 4 2 8 6 7 3 4 7 6 1 8 2 9 5 5 9 8 4 2 7 6 1 3 2 6 1 5 3 9 4 7 8 8 3 5 2 7 6 9 4 1 7 1 6 9 8 4 3 5 2 9 2 4 1 5 3 7 8 6 Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera i miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Katie hœttir við Mutverk vegna trúar Tom Katie Holmes hefur nú hætt við að leika í myndinni Factory Girl, eins og ákveðið hafði verið, og ástæðan er talin sú að unnusti hennar, Tom Cruise, hefur látið hafa eftir sér að hlutverkið væri neikvætt fyr- ir ímynd hennar. Hlutverkið, sem Katie var búin að taka að sér, er Edie Segwick, en sú persóna er tíður gestur á geðsjúkrahúsum og háð geðlyfjum. Tom er ekki hrifinn af því og vísar í trú sína en hann er í Vísindakirkjunni svo- nefndu. „Tom vildi ekki að hún tæki hlutverk- ið að sér og vildi að hún léki bara sterka einstaklinga”, segir heimildarmaður. Talsmaður Katie sagði að hlutverk- ið skipti hana í raun engu máli. ■ ®Ljón (23. júlí- 22.ágúst) $ Flestir viðskiptavinir þínir og samstarfsfólk er vingjarnlegt og tilbúið til að hlusta á þína hlið mála. Þú vinnur best sem hluti af heild. V Þú veist aldrei hvernig hlutirnir æxlast. Það sem er mikilvægast er að njóta stundarinnar. Þetta verður góður dagur. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Láttu loka kortunum þínum. Þú þarft að forð- ast freistingar til að komast út úr þessum ógöng- um sem þú ert í. Þolinmæði og innsæi mun koma þér á leioarenda. V Þú gætir skundað út og keypt eitthvað án um- hugsunar eða þú gætir beðið eftir einhverju merki- legu. Þetta er eittnvað sem þú þarft að læra. ©Vog (23. september-23. október) $ Það cr frábær daeur fyrir orkumiklar umrœð- ur auk þess sem þú þarft að halda sambandi við gamla viðskiptavini. V Það munu allir vera á þinni bylgjulengd í dag þannig að það ætti að vera lítill vandi að ná sam- bandi við hvern þann sem þér þóknast. © Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Þú heidur að þú vitir hvað þú viljír en þangað til að þú einbeitir þér að heilaarmyndinni mun undirmeðvitund þin gera ákvarðanatöku erfiða. V Það er eitthvað að gerast í huga þínum, ein- hvcriar hræringar í gangi. Þú þarft að gera miklar brcytingarbráðlega. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) $ Þú ert aðalmanneskjan á vinnustaðnum hvað varðar viðskiptavini og samstarfsfélaga. Það er eins og þú getir ekkert rangt gert þannig að þú skalt njóta þess á meðan það endist. V Vinur mun faðma þig svo innilega í dag að þér hlýnar um hiartarætur. Það er frábært að vita til þess hve yndislega vini þú átt. Ekki taka þá sem sjálfsögðum hlut.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.