blaðið

Ulloq

blaðið - 26.08.2005, Qupperneq 14

blaðið - 26.08.2005, Qupperneq 14
blaðid Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Árogdagurehf. Sigurður G. Guðjónsson. Karl Garðarsson. SAMFYLKINGIN ÞARF AÐ VANDA SIG Allar líkur eru á því að haustið verði heitt í pólitískum skiln- ingi. í ásýnd margra er ríkisstjórnin orðin þreytt. I fljótu bragði virðist því sem stjórnarandstaðan eigi margvísleg sóknarfæri. Stjórnarandstaðan þarf hins vegar að vanda sig vel og finna réttan takt. Það gildir um alla flokkana þrjá en liklega helst um Samfylkinguna. Þróun Samfylkingarinnar kann að ráða úrslitum um það hvort ríkis- stjórnin heldur meirihluta eða tapar. Nýr formaður Samfylkingarinn- ar hefur haft sumarið fyrir hveitibrauðsdaga en það verður að segj- ast einsog er að enn skortir nokkuð á að Ingibjörg Sólrún hafi staðið undir væntingum. Ingibjörg virkar óörugg og flokkurinn kraftlítill á sama tlma og Össur hefur llklega aldrei verið sterkari og þróttmeiri sem stjórnmálamaður. Efasemdirnar um Samfylkinguna liggja í því hvernig samstarf þeirra tveggja verður. Össur hefði líklega getað splundrað Samfylkingunni hefði hann viljað en virðist kosta kapps um að varðveita einingu í flokknum einsog viðbrögð hans á landsfundinum sýndu. Hann er hins vegar of tilfinningaríkur stjórnmálamaður til að þola það ef Ingi- björg treður honum eða hans fólki um tær. Samfylkingin þarf síst á armaskiptingu gamla Alþýðubandalagsins að halda nú. Fyrir Ingibjörgu skiptir miklu máli að koma með flokkinn sterkan og samstilltan inn í haustið. Hún þarf að tefla fram nýjum hugmynd- um til að standa undir væntingum sem hún skapaði með Framtíðar- hópnum og þarf að rífa sig upp úr því neikvæða fari sem einkenndi gagnrýni hennar á velheppnaða sölu Símans. Þær hugmyndir verða í senn að afla henni trúnaðar hjá atvinnulífinu en um leið að snúast um velferð og jöfnuð til auka hlutdeild flokksins á hinni breiðu pólit- ísku miðju. Umfram allt þarf hún að tryggja frið milli stuðningsmanna sinna og kjarnans kringum össur. Forystumaður sem ætlar sér að fara alla leið einsog hún lofaði Samfylkingunni spólar fljótt nema flokkurinn sé í stuði. Samstarf þeirra tveggja mun líklega ráða því hvort ríkis- stjórnin lifir næstu kosningar - eða deyr Drottni sínum. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýslngar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. ASalsfml: 510 3700. Slmbréf á fréttadeild: 510.3701. Sfmbréfá auglýslngadeild: 5103711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: (slandspóstur. Hills ROY4L CíkNIN M PurifUL PRO PLA.N Landsins mesta úrval af hágæðafóðri Opið til kl. 21 o GARÐHEIMAR Stekkjarbakka 6 | Sími 540 3300 | www.gardheimar.is 1 . 14 I FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaöið Að magna upp væntingar Alhliða lausn í bílafjármögnun $ LÝSING Asíðasta ári hefur verð fasteigna hækkað gífurlega á höfuðborgar- svæðinu eða um 40% á sama tíma og kostnaður við að byggja húsnæði hefur einungis auk- ist um tæp 4%. Flestir ættu að sjá að þessi gífurlegi munur á hækkun á kostnaði við að byggja hús og verði á fasteignum gengur alls ekki upp til lengdar ef nægt framboð verður á byggingarlóðum. Ýmsir hafa bent á þessa staðreynd, s.s. Snjólfur Ólafs- son prófessor í ágætri grein I Morg- unblaðinu þann 10. júlí sl. Lítið hefur verið gert með gagn- rýni á þessa þróun í fjölmiðlum og þær afleiðingar sem hún mun óhjá- kvæmilega leiða af sér ef svo heldur fram sem horfir. Þegar verið er að fjalla um framvindu húsnæðismark- aðarins er oftar en ekki rætt við þá sem hafa hag af því að magna upp væntingar um verðhækkanir, s.s. fasteignasala og greiningardeildir banka sem hafa a.m.k. til skamms tíma litið haft hag af verðhækkun- um á fasteignamarkaði. Nú síðast spáði Greiningardeild Islandsbanka fyrir um enn frekari hækkun út árið þrátt fyrir aukið framboð á húsnæði. Fleiri þættir sem ættu að hafa áhrif til að stöðva hækkanir á hús- næði Það er talsverð hætta á verðbólgu- skoti vegna þess að allar líkur eru á því að mikill viðskiptahalli leiði fyrr eða síðar til þess að gengi krónunn- ar gefi eftir. Það mun síðan verða til þess að innfluttar vörur hækka verulega í verði. Einsýnt er að slík þróun mun leiða til hærri afborgana af húsnæði og minni kaupmáttar al- mennings. I maí sl. greindi Landsbankinn frá því að verðhækkanir hefðu étið upp hagræðið af 90% lánum og lægri vöxtum hjá stórum hluta nýrra kaupenda. Það má þvi ætla að færri hafi tök á því að kaupa sína fyrstu íbúð sem mun þá aftur minnka eftir- spurn eftir húsnæði og leiða til lækk- andi verðs. Einnig má nefna að Sjálfstæðis- flokkurinn hefur hótað að afnema vaxtabótakerfið sem mun án nokk- urs efa minnka greiðslugetu þeirra eignalitlu og gera ungu fólki ókleift að festa kaup á fyrstu íbúðinni. Það er allra hagur að draga úr óraun- hæfum væntingum til frekari hækk- ana á íbúðarhúsnæði, hækkana sem geta skyndilega gengið til baka. Ef fasteignaverð lækkar brátt er hætt við að skuldir sem hvíla á fasteign- um geti hæglega orðið hærri en verð- gildi eignanna. Það sætir því ákveðinni furðu að þessi hætta sé ekki rædd meira en raun ber vitni. Sigurjón Þórðarson alþingismaðurFrjálslyndaflokksins www.sigurjon.is II. Jl. Sigurjón Þórðarson Stökustund í umsjóti Péturs Stefánssomir Hallberg Hallmundsson botnar: Vinstri grœnna valdaþrá varð þeim loks að falli. Er ekki best að bíða’ogsjá hvort byltist þeir afstalli? V.L. botnar svo: Afþví lœra eflaust má, illu að sinna kalli. Ari Gústafsson botnar: Sjálfum tókstþeim sér að ná, sínum onafstalli. Pálmi Ingólfsson frá Fagrabæ botn- ar Vissulega vildufá, veglegtgoð á stalli. Botn frá Magnúsi Hagalínssyni: 1 bláum stakki Steingrím sjá við stjórnvölinn á palli. Ari Gústafsson botnar fyrripart V.L. Vinstri grœnir vilja ei virkja samstarflengur. Samstarfsslit við svona grey, sumum þykirfengur. Pálmi Ingólfsson frá Fagrabæ: Ekki þykja þessigrey, þjóðinni mikill fengur. Botn frá Magnúsi Hagalínssyni: Lélegt kropp og lítil hey er lífsem varla gengur. Pétur botnar: Sjálfssagt var að segja nei, ogsjá til hverniggengur. V.L. botnar: Að Bónusfeðgumfast er sótt fyrir litlar sakir. Þetta er mikið last og Ijótt, en Ijóst hvað fyrir vakir. eða: íhaldinu yrði rótt efþeir reyndust slakir. Magnús Hagalínsson: Ofund nœrir auma drótt ogyfir henni vakir. Andrés Magnússon frá Hamri: Virðistþeim íþanka rótt, -þjóðin með þeim vakir. Pálmi Ingólfsson frá Fagrabæ: íhaldið með efldan þrótt, yfir þessu vakir. Pálmi yrkir: Heldra fólk ogframámenn forræðinu stjórna. Hugsafátt um aldna enn sem öllu megafórna. Kínverjar hafa tekið upp þann sið að stúta stúlkubörnum í móður- kviði.til að hamla gegn offjölgun. Auðunn Bragi Sveinsson yrkir: Fólki svo ei fjölgi meir, fylkja kappar liði. Stúlkubörnum stúta þeir strax í móðurkviði, í einu slúðurblaðanna fyrir all- nokkru varþví haldið fram, að sést hefði til Eiðs Smára á fyllerH. Uxi kvað: Éghefþann fjárafyrir satt aðféllu tár afhvarmi er Eiður Smári íþað datt ogollisárum harmi. Fyrripartar: Það er víða þröngt i búi, þurfa sumir hjálpar við. V.L. sendir þennan: Leika bárur létt við sand, líður blær um sundin. Og þennan hringhendu fyrripart: Undirþaki ei frið égfæ, frjóar vaka grundir. Botnar, vfsur og fyrripartar sendist til: Stokustund@vbl.is eða á Biaðifi, Bæjar- lind 14-16,201 Kópavogur

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.