blaðið - 26.08.2005, Síða 16

blaðið - 26.08.2005, Síða 16
16 I HEILSA FÖSTUDAGUR 26. ÁGÖST 2005 blaöið Margar léttar leiðir til að eignast ngjan bíl LÝSING Kínverjar hafa löngum verið þekktir fyrir langlífi og heil- brigða lifnaðarhætti. í gegn- um árþúsundir hafa þeir þróað mjög fullkomnar aðferðir til eflingar heilsu, bæði á andlegan og líkamleg- an hátt. Heilsudrekinn er kínversk heilsulind í Skeifunni þar sem hægt er að finna allt milli himins og jarð- ar sem kemur að heilsurækt. „Við bjóðum upp á alhliða kín- verska heilsurækt hér í Heilsudrek- anum auk þess sem við erum með dekur bæði fyrir karla og konur, snyrtingu og hvaðeina," segir Dong Qing Guan í Heilsudrekanum. I Heilsudrekanum er leikfimi í há- vegum höfð og þar er ekki bara lögð áhersla á líkamlegar æfingar. „Við er- um með sjálfsvörn hér sem er mjög nauðsynlegt fyrir alla að kunna. Svo erum við með Tai Chi sem er aldar- gömul kínversk bardagalist. Æfing- arnar fela meðal annars í sér hug- leiðslu, rólegar svifandi hreyfingar og mikla einbeitingu,“ segir Dong en auk þess að bjóða upp á sjálfs- vörn og Tai Chi er líka hægt að fara í Wu Shu art sem margir þekkja sem Kung Fu, og hugræna teygjuleikfimi sem reynist vel þeim sem eiga við Kinversk leikfími tyrir tíkama & sát vöðvabólgu og bakverki að stríða. Dong segir þessar kínversku æf- ingar verða til þess að líkamsflæð- ið opnast og orkustöðvarnar verða virkar. „Þessi leikfimi er ekki bara fyrir líkamann,“ segir Dong, „heldur líka fyrir andlegu hliðina. Leikfimin losar um stress og róar hugann auk þess sem hún styrkir líkamann.“ 1 Heilsudrekanum er líka hægt að fara í nálastungumeðferð sem hefur verið þekkt um aldir alda í Kína. „Nálastungur geta unnið bug á ýmsum verkjum s.s.höfuðverk, bak- verk, ofnæmi, svefnleysi og maga- verk. Það eru til nálapunktar fyrir allt þetta og meira til. Nálastungur opna líkamsflæði og orkustöðvar og kemur blóðstreymi af stað eins og í leikfiminni," segir Dong og bætir við að kínversk heilsurækt sé alls ekki bara eitthvað eitt held- ur geti hún samanstaðið af þremur hlutum. Leikfimi, meðferð eins og nálastungumeðferð og inntöku efna eins og til dæmis tes sem er gott fyr- ir meltinguna. Það sé síðan á valdi hvers og eins hvað hann vilji gera, blanda öllu saman eða taka eitt fyr- ir í einu. ■ Þykist vinur þinn vita allt, en þú ert viss um að hann er að bulla? Upplýsinganúmerið 1880 veit alit! Hættu að hlusta á þessa vitleysu hringdu í 1880! f 1880 er ^ upplýsingasími sem hjálpar þér að finna út þaö sem þú þarft L að vital A ;yí7;-' 1880 W er leitarvél i sima! ’ Hvar sem þú ert, hvað 1 sem þig vantar, við finnum það fyrir þig! Hvar er tjaldstæöi? Hvar er sundlaug? Hvar er hægt að fá Ts? Hvar er k hægt að veiöa? Hvað^ er Hekla há? AS& C auglysingar vbl.is blaöiö Fjórðungur Banda- ríkjamanna of feitur Nýjustu tölur af offitu frá Banda- ríkjunum sýna að fjórðungur Bandaríkjamanna á við offitu að stríða. 1 rannsókninni kom í Ijós að feitasta fólkið býr í Mississippifylki en best var staðan 1 Colarado fylki. 1 öllum fylkjunum nema einu, Oreg- on, hafði offita aukist mikið frá því síðasta rannsókn var gerð. Yfirvöld hafa gert lítið til að sporna við þessari lífshættulegu þró- un sem fram kom í skýrslunni. Fyr- ir tuttugu árum var hvergi meiri en 20% offita en núna er það þannig í meira en 40 fylkjum. Offitusjúkling- ar voru þannig skilgreindir 1 þessari könnun sem einstaklingar með lík- amsþyngdarstuðul (BMI) meira en 30. Árið 2003 greiddu skattgreiðend- ur í Bandaríkjunum 39 milljarða dollara til að standa straum af þeirri heilbrigðisþjónustu sem offitusjúk- lingar þurftu. Næringarfræðingar hafa nú óskað eftir aðgerðum öðr- um en þeim að banna gosdrykki í skólum sem sumstaðar er gert - það hafi einfaldlega engin áhrif á offitu þar sem krakkar nái hvort sem er í gosdrykki og sælgæti um leið og þeir koma heim. Bandaríska sam- félagið sé að deyja úr offitu og það þurfi að gera eitthvað róttækt til að bjarga því sem bjargað verður. ■ Vöröur - Fulltrúaráö sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík Fundur vegna prófkjörs Fundur í Verði - Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður haldinn í Valhöll mánudaginn 5. september kl. 17.30. Dagskrá: 1. Tillaga stjórnar Varðar - Fulltrúaráðsins um að fram skuli fara prófkjör í Reykjavík vegna framboðs til borgarstjórnarkosninga vorið 2006. “ 2. Ræða formanns Sjálfstæðisflokksins, Davíðs Oddssonar, utanríkisráðherra. Vinsamlega athugið að fundurinn er eingöngu opinn þeim er setu eiga í Fulltrúaráði sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Stjórnin Sjálfstæðisflokkurinn Háaleitisbraut 1 105 Reykjavík sími 515 1700 www.xd.id M YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsaefíngar, öndunar- æfíngar, slökun og hug- leiðsla. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. www.yogaheilsa.is NÝTT! Astanga yoga

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.