blaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 26.08.2005, Blaðsíða 18
AlhliÖa lausn í bílafjérmögnun i LÝSING 18 I HELGIN Uppskerutími "Break the Ice" 1 Reykjavík Um helgina fer af stað kynning á af- rakstri norræna samvinnuverkefnis- ins “Break the Ice” hér í Reykjavík. Verkefnið sem hefur það markmið að leiða saman sviðslist og myndlist hófst í maí á þessu ári með allsherj- ar listamannafundi þar sem 50 lista- menn mættust. 1 framhaldinu voru 12 listamenn sendir út af örkinni í pörum, sviðslistamaður með mynd- listamanni að sækja innblástur til samstarfs. Að sögn Steinunnar Knútsdóttur, verkefnisstjóra verk- efnisins á Islandi, er hér um mjög stórt verkefni að ræða með sam- vinnu ekki aðeins ólíkra listgreina heldur einnig fjölmargra stofnanna. Sýningarnar verða haldnar víðsveg- ar í Reykjavík en sérstök sýning á heildarverkefninu verður opnuð í galleríi ioo° á sunnudaginn og mun hún standa í tvær vikur. Verkið Crust er samstarfsverkefni Jaanis Garancs, myndlistamanns, Kelly Davis, leikskálds og hljóðlistamanns og Peder Bjurman, leikstjóra og leikskálds. Verkið verður sýnt i Borgarleikhúsinu. Dj Silja og Steinunn spila á Kaffi Kúltur á morgun frá kl. 23 og fram eftir nóttu. Gestir geta átt von á góðri tónlistarblöndu allt frá fönki og hipp hoppi að soul og electrónískri tónlist. FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaöiö Sigríður og María í fríðum hóp. Þær búast við karnivalstemningu í Smáralindinni á morgun. Söngvaborgardagur í Smáralindinni Á morgun laugardag munu Sigríð- ur Beinteinsdóttir og María Björk Sverrisdóttir standa fyrir Söngva- borgardegi í Vetrargarðinum í Smáralindinni. Tilefnið er að þá fá þær stöllur afhenta gullplötu fyrir Söngvaborgar seríuna en nokkuð langt er síðan þær plötur náðu því markmiði í sölu. Ásamt þeim söng- systrum mun verða boðið uppá fjölmörg önnur skemmtiatriði fyr- ir alla fjölskylduna. Sýnt verður úr leiksýningunni Ávaxtakörfunni og söngleiknum Anni en einnig mun Latibær mæta á svæðið svo fátt eitt sé nefnt. Að sögn Sigríðar hafa þær stöllur lengi viljað þakka börnunum fyrir frábærar móttökur og töldu við hæfi að halda þessa hátíð sam- hliða móttöku gullplötunnar. Hátíðin hefst kl. 13 og stendur til kl. 16. HILPUR Rr; Á SELT JARNARNESIMEÐ STUÐMÖNNUM OG HILDIVOLU LAUGARDAGWN 27.ÁGÚST 2005 ÍÞRÓTTAHÚSIÐ SELTJARSARHESI ■ Wf VIÐ SGÐDRSTROND B JBL f HÚSIÐ0PNARKL.22-G0 % SrtS? FORSALA TRÖLLAVIDEÓ.AUSTORSTRÖND l.S: 562-9820

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.