blaðið - 26.08.2005, Side 38

blaðið - 26.08.2005, Side 38
38 IFÓLK FÖSTUDAGUR 26. ÁGÚST 2005 blaöi6 SMÁboraarinn KVALIN BÖRN Á SKÓLABEKK Smáborgarinn var um tíma barnaskólakennari. Svo lét hann af starfi af samviskuástaeðum. Flest börnin vildu nefnilega vera úti allan daginn en hlutverk Smá- borgarans var að halda þeim inni. Honum var farið að líða eins og fangaverði. Fyrir mörgum árum frétti Smá- borgarinn af litlum dreng sem var að hefja skólanám. Þetta var á því tímabili þegar öll almennileg börn höfðu áhuga á risaeðlum. Þessum unga nemanda fannst ekkert í það varið að vera lítill drengur og hélt því fram að hann væri risaeðla og krafðist þess að vera ávarpaður á réttan hátt. Þetta olli nokkrum óróa í skól- anum því skólayfirvöldum þótti ekki við hæfi að titla nemanda sem risaeðlu. Kennslukonan náði engu sambandi við drenginn sem horfði sviplaust á hana þegar hún nefndi nafn hans og sagði: „Ég heiti ekki Einar. Ég er risaeðla." Glöggir lesendur geta ímyndað sér hvaða ferli tók við. Skólasál- fræðingur var kallaður til en eins og allir vita er hlutverk þeirra að normalisera fólk. Smáborgarinn kynnti sér aldrei lok þessa máls. Hann treysti sér einfaldlega ekki til þess. Hann var svo viss um að sálfræðingnum hafi tekist að gera þennan hugmyndaríka dreng að hlýðnum kontórista eins og skóla- kerfið ætlast til að börn séu. Þetta finnst Smáborgaranum sorglegt. Smáborgarinn er nefnilega ekki frá því að það sé mjög merkilegt að vera risaeðla og alls ekkert ómerkilegra en að vera lítil mann- eskja, jafn ágætt og slíkt fólk nú er. Önnur lítil stúlka, sjö ára vinkona Smáborgarans, tilkynnti honum skömmu eftir kynni þeirra að hún væri prinsessa og að æskilegast væri að hann myndi ávarpa hana á viðeigandi hátt. Smáborgarinn var sannarlega til í það því hann hefur alltaf verið hrifinn af prins- essum. Þetta var hins vegar klók lítil stúlka sem hélt titlinum vand- lega leyndum fyrir skólayfirvöld- um sem hún vissi fullvel að hefðu ekkert ímyndunarafl. Það þurfti því ekki að siga á hana skólasál- fræðingi. Smáborgarinn fylgdist grannt með þessari stúlku sem var venjuleg alþýðustúlka í skól- anum en breyttist samstundis í prinsessu þegar hún var komin út af skólalóðinni. Hún var ákaflega hamingjusöm prinsessa. Smáborgarinn hefur ákafa trú á frelsinu og því þykir honum óhuggulegt að loka börn inni á stofnun stóran hluta ársins. Börn eiga að vera úti við að leika sér, sjá náttúru og dýr og fá hugmynd- ir. Smáborgarinn hugsaði aldrei frumlega hugsun þegar hann var í skóla en datt afar margt í hug þegar hann var laus þaðan. Hann er viss um að hann er ekki einn um þá reynslu. SU DOKU talnaþraut Lausn á 38. gátu verður að finna i blaðinu á mánudag. 38. gata 1 7 8 5 7 8 2 9 4 5 1 8 7 6 3 7 8 1 2 4 1 3 5 2 5 5 6 9 4 2 4 3 8 6 Lausn á 37. gátu lausn á 37. gátu 8 5 2 1 7 6 x 4 9 3 6 9 2 5 4 1 8i 7 1 4 7 8 9 3 6 5 2, 1 3 4 8 9 7 5 1 6 9 7 ! 4 3 6 5 2 1 8 JL 5 7 X 1 4 9 3 X X 6 9 8 5 j 7 2 5 2 8 6 4 j 7 9 3 1 7 9 1 5 X 2 8 6 4 Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og í þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Athliða tausn í bílafjármögnun £ LÝSING Sonur Jordan alvarlega veikur HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ Þér finnst þú lifa í draumaheimi og fólkið í kringum þig mun ekki hjálpa þér við aö einbeita bér að verkefnum þínum. Gerðu þitt besta en ekki oúast við fullkomnun. V Hugur þinn getur ekki einbeitt sér bannig að það besta sem þú getur gert er að fara í góoan göngu- túr og hreinsa nugann. Fyrirsætan Jordan stendur í ströngu þessa dagana. Fyrst lenti hún í bíl- slysi og nú herma fregnir að þriggja ára sonur hennar, Harvey, verður á spítala í óákveðinn tíma. Jordan sagði að Harvey, sem er nánast blindur, sé með óþekktan sjúkdóm og verði á spítala í langan tíma. Það getur meira að segja verið að hann missi af brúðkaupi hennar og Peter Andre snemma í september en Jord- an hefur sagt að brúðkaupið muni samt fara fram þar sem Harvey eigi best heima á spítalanum um þess- ar mundir. „Ég veit ekki einu sinni nákvæmlega hvað er að honum en hann er mjög veikur. Þetta er mjög alvarlegt. Það eina sem ég veit er að hann verður á spítala í lang- antíma.Þetta er virkilega erfitt núna.“ ■ Timberlake bœtur Justin Timberlake hefur fallist á bætur og afsökunarbeiðni frá slúðurritinu News of the World eftir að það birti grein sem sagði að Justin hefði haldið fram- hjá unnustu sinni, Cam- eron Diaz. Timberlake kærði blaðið í júlí 2004 fyrir að hafa haldið því fram að hann hefði hald- ið við bresku fyrirsæt- una, Lucy Clarkson. Lög- maður blaðsins baðst afsökunar á þeirri þjáningu og vandræð- um sem greinin hafði valdið skötuhjúunum. Talsmaður Timberlake sagði að skaðabæturn- ar yrðu gefnar til góð- gerðamála. ■ Terí vttl bólfarír Teri Hatcher, stjarnan þokkafulla úr þættinum Aðþrengdar eiginkon- ur, hefur lýst því yfir að hún vilji stunda kynlíf. Hún segist þó ekki vilja stunda kynlíf með hverjum sem er, heldur einhverjum sem elsk- ar hana. „Mér finnst eins og ég sé of gömul til að stunda einungis kynlíf. Eg meina, ég vil stunda kynlíf en þá með einhverjum sem virkilega elskar mig. Það er enginn maður í mínu lífi. Ég held að þetta hljóti að vera vandræði fyrir allar konur. Hvert ferðu eiginlega til að hitta karl- menn? Karlmenn eru ekki að berja niður mína hurð. Allar einhleypar konur sem ég þekki eiga í erfiðleik- um með að finna rétta manninn.“ Teri segir ennfremur að það henti henni ekki að hitta karlmenn á barn- um eða í ræktinni. ■ ®Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) S Þú munt ná vel saman við einhvern nýian, kannski samstarfsfélaga frá öðru fyrirtæki. Áætían- ir þínar munu breytast á jákvæðan hátt. V Áhyggjur gærdagsins eru gleymdar og grafnar. Þú nýtur dagsins í aag enda er ekkert annað að gera. ©Fiskar (19. febrúar-20. mars) $ Þú verður sennilega útkeyrð/ur eftir daginn en svo lengi sem þú stenaur fast á þínu og vinnur þín verkefni þá mun allt ganga upp. V Lífið þeytist áfram og þú þeytist með. En fljót- lega mun lífið aftur ganga sinn vanagang og pér mun líða enn betur. Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Alltgengurvelídagogþérmuníraunlíðaeins og þú sért milliliður í vmnunni. Engar áhyggjur, þú ert mikilvægur hlekkur í liðinu. V Þú færð nokkrar nýjar huemyndir í dag og hver veit nema þú leysir vandamál. Sama hvort er, þá snýst dagurinn um þig og engan/n annan. Naut (20. apríl-20. maí) S Þú vinnur hraðar en þú hélst að þú gætir og það er einkar spennandi. Ekki láta spennuna stjórna næsta verkefni þínu. V Þú hefur verið miöe félagslynd/ur undanfarið og hitt mikið af fólki. I dae ertu ekki í skapi til þess. Finndu skapandi leið til ao eyða tímanum. ©Tvíburar (21. maí-21. júní) $ Ekki hafa áhyggjur af því að ljúka vinnunni, það mun ganga emr. Þetta er frábær dagur til að læra nýja muti og segja hug þinn. V f samveru við aðra í dag þá munu allir hlusta á þig og það er góð tilfinning. Ekki láta hana stíga þér tilnöruðs. ©Krabbi (22. júní-22. júlí) S Þúmunteigaeóðarsamræðurummiklarbreyt- inear, við sjálfa/n pig. Þú hefur ekki tapað dórunni heldur einungis attað þig á að þú þarft að hugsa lengra til að komastáfram. ^ Innsæi þitt er að reyna að segja þér etithvað. Taktu tíma til að hlusta gaumgæfilega pví hver veit nema það sé mikilvægt. ®Ljón (23.JÚIÍ- 22. ágúst) $ Safnaðu liði og hefiið umræður um næstu skref. Það þarf ekki að vera formlegt, heldur bara afkasta- mikio og skemmtilegt. V Ef þú ert í vafa með eitthvað leitaðu þá til vin- anna. Vinir vita yfirleitt allt best, sérstaklega í sam- bandi við hitt kynið. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Notaáu hausinn og þú ættir að ; eins langt og þú vilt. Hugsaðu málið ve taka á stórar ákvarðanir. géta lcomist ren að V f dag geturðu haft meiri áhrif á atburð- arrásina en þú imyndar þér. f raun geturðu alltaf haft áhrif á atburðarrásina. Hugsaðu á jákvæðu nótunum og vertu heiðarleg/ur. ©v°9 (23. september-23. október) $ Hugmyndirnar flæða um þig. Þú ert full/ur af góðri orku og ^etur því ffamlwæmt allar þær hug- myndir sem pu færð. V AndlegorkaþíneráfuUuoeþúættiraðgetaheill- að alla sem þú hittir með þokka þínum og gáfum. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) S Hægðu á atburðarrásinni og vertu viss um að helstu félagar þínir standi að baki þér. Nýr samning- ur þýðir bjartari tíma. ^ Það er eitthvað sem truflar þig í dag.Til að koma í veg fyrir að þú gerir þig að fífli skaitu vera viss um að þúhafirstaðreyndirnaráhreinu.Þúviltkomavelfyrir. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) S Þú ert hugulsöm/samur og vilt gleðja viðskipta- vinina en þú getur ekki gert allt fvr'ir þá. Þeir munu vera ánægðir með áhugann sem pú synir þeim. V Þú hefur hiartað á réttum stað en þú getur samt ekki gert alla ánægða. Einbeittu þér að sjálfri/sjálf- um þér fyrst, svo geturðu haft ányggjur af öðrum.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.