blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 2

blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 blaöið Varað við snyrtiskóla Samtök iðnaðarins vara námsfólk og foreldra við auglýsingum um Didrix spa skóla í snyrtiffæði og hár- greiðslu í fféttatilkynningu. „Nám við skólann veitir engin starfsréttindi, skólinn er ekki viðurkenndur af menntamála- ráðuneytinu og starfræksla hans brýtur að líkindum í bága við lög. Sömu aðilar og koma að skólanum ráku áður Snyrtiskóla Islands í sama hús- næði en hann var innsiglaður í janúarlok 2003 af tollstjóra og í kjölfarið sviptur viðurkenningu af hálfu menntamálaráðuneyt- isins. Nemendur urðu fyrir miklu tjóni og ráðuneytið tók á sig milljónakostnað til að mæta því tjóni. Auglýsingar skólans gefa til kynna að um sé að ræða fuUgilt nám í viðkom- andi iðngreinum en það er rangt. Samtökum iðnaðarins er kunnugt að ungt fólk hafi greitt meira en hálfa milljón króna í fyrirframgreiðslu til skólans í þeirri trú að um iðnnám sé að ræða”, segir í tilkynningu ffá S.I. Rússi óskaði eftir aðstoð f fyrrinótt fékk vaktstöð siglinga Landhelgisgæslunnar furðulega upphringingu þegar rússneskir ferjufarþegi óskaði effir aðstoð. Hann bað um að sér yrði bjargað ffá þrjótum sem ógnuðu h'fi hans. Lárus Jóhannesson varðstjóri tók símtalið en umrædd ferja var á leið ff á Rostock í Þýskalandi til Hangö í Finnlandi. Farþeginn hafði hringt í 112 og sagðist óttast um líf sitt. Það óvenjulega var að hringingin skyidi lenda á fslandi en það kemur einstaka sinnum fyrir vegna svokallaðr- ar reiknivillu í GSM-kerfinu erlendis. Maðurinn talaði bjagaða ensku en Lárusi tókst að fá hann til að gefa upp nafn og símanúmer og náði síðan sambandi við björgunarstjóm- stöðina í Tallin í Eistlandi þar sem rússneskumælandi menn starfa. Eftir að þeir náðu tali af skipstjóra ferjunnar fór slökkvi- Uð á stúfana að leita að mannin- um og fann hann heilan á húfi. Ungtfólk í vanda Lendir á vanskilaskrá og fær ekki leigt Sífellt fleiri ungmenni lenda í vand- ræðum við að leigja sér húsnæði vegna þess að þau eru á vanskilaskrá. Þetta fullyrðir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins. Hann segir að hluti af þjónustu félagsins sé að gera leigusamninga fyrir félags- menn sína, og hluti af þeirri þjónustu sé að athuga skilvísi tilvonandi leigj- anda. í dag sé staðan þannig að eitt til þrjú tilfelli komi upp í hverri viku þar sem félagið geti ekki ráðlagt húseig- anda að leigja ungmenni þar sem það séávanskilaskrá. Leigusalar geta valið leigjendur Sigurður segir að þessi vandi sé sifeUt að færast i aukana. „Ungt fólk er farið að stunda mun meiri viðskipti en áður, og reisir sér því miður oft burðarás um öxl. Það lendir oft í vanskilum vegna lágra upp- hæða, til dæmis vegna farsímareikn- inga eða tölvulána. Það gerir sér ekki grein fyrir hvaða afleiðingar svona vanskil geta haft, meðal annars að þetta geti komið i veg fyrir að fólk fái húsnæði" segir Sigurður. Hann bendir ennfremur á að þeg- ar leigusali geti valið úr mörgum leigjendum, eins og yfirleitt sé staðan, liggi fyrir að hann velji síst þann sem hafi vanskil á bakinu. Hann segir að ungmenni niður í 18 ára hafi lent í erf- iðleikum með að leigja sér þak yfir höf- uðið af þessum sökum. Þyngir fyrstu skrefin út í lífið „Þetta er eins og blý á baki þessara ungmenna" segir Sigurður. „Við höfum áhyggjur af þessu. Þegsir krakkar eru að fá allskonar fyr- irgreiðslur hjá símafyrirtækjum, tölvufyrirtækjum o.s.frv. og geta stofnað til skulda mjög ung. Það er nógu erfitt að taka sín fyrstu skref utan foreldrahúsa án þess að hafa svona vanda á bakinu. Þetta þyng- ir fyrstu skref þessa fólks mjög og það eru dæmi um að þetta breyti áformum einstaklinga, eða eyði- leggi þau jafnvel“ segir Sigurður að lokum. ■ Alvarlegt brot á siðareglum Blaðamannafélag íslands hefur kom- ist að þeirri niðurstöðu að DV hafi í tvígang brotið gegn siðareglum félagsins, og í annað skipti hafi ver- ið um mjög alvarlegt brot að ræða. DV var annarsvegar kært fyrir um- fjöllun sína í svonefndu „Hermanna- veikimáli“ og hinsvegar í umfjöllun sinni um son Geirs Jóns Þórissonar, yfirlögregluþjóns í Reykjavík. Sorg Qölskyldu höfð að féþúfu Önnur kæran var vegna fréttar þar sem nafn og mynd manns var birt á forsíðu blaðsins, er hann lá á gjörgæsludeild Landspítala háskólasjúkrahúss þungt haldin af hermannaveiki. Var það sonur mannsins sem kærði. 1 umfjöllun Blaðamannafélagsins segir: „Kærandi segir að með þessari flpW' W umfjöllum hafi Dagblaðið haft sorg fjölskyldu sinnar að féþúfu og um leið aukið mjög á þjáningar fjölskyld- unnar sem fyrir hafi átt um sárt að binda. Nafn- og myndbirtingin hafi ekkert haft með almannahagsmuni að gera“. Þar er vísað í þann rökstuðn- ing DV að mynd- og nafnbirting hefði verið ákveðin þar sem mögu- leiki hefði verið á að hermannaveiki hefði tekið sér bólfestu í byggingum sjúkrahússins. Féllst siðanefndin ekki á úrskýringar DV og segir að með umfjöllun sinni hafi blaðið brotið mjög alvarlega gegn þriðju grein siðareglna félagsins. Geir Jón ósáttur DV var ennfremur kært vegna forsíðufréttar blaðsins undir fyrir- sögninni „Sonur Geirs Jóns yfirlög- regluþjóns er kominn í lögregluna: Reyndi að kyrkja hjartveikt gam- almenni“. I fréttinni var sagt frá atviki sem sonur Geirs Jóns lenti í, sem endaði með því að hann tók gamlan mann haustaki. DV benti á forsíðu á tengsl hans og Geirs Jóns og kemst siðanefnd Blaðamannafé- lagsins að þeirri niðurstöðu að með því hafi DV framið ámælisvert brot á siðareglum félagsins. ■ Staða efnahagsmála versnar Innlendir fagfjárfestar telja að staða efnahagslífsins muni versna á næstu 6 mánuðum og eru þeir svartsýnni en þeir hafa verið frá því i október 2002. Almennt telja þeir að staða efnahagslífsins sé betri en þeir töldu í desember og í raun allar götur síðan afstaða þeirra til þessa þáttar var fyrst könnuð fyrir þremur árum. I þessum niðurstöðum endur- speglast sú almenna skoðun að þegar fer að draga úr stór- iðjuframkvæmdum á næsta ári muni hægja hratt á hjólum efna- hagslífsins. Þessar upplýsingar koma úr könnun IMG Gallup sem fjallað er um i Morgun- korni Islandsbanka. Vaxtahækkun Ofangreindir fagfjárfestar spá því að stýrivextir Seðlabanka Islands muni standa í 10% eftir ár en nú eru þeir 9,5%. Grein- ingardeild Islandsbanka reikn- ar með því að bankinn hækki vexti næst þann 29. september og þá í 10%, þeim vöxtum verði haldið allt næsta ár. Fjárfestar sem svöruðu könnuninni spá því að verðbólgan eftir ár verði 3,5% og hjaðni þar með aðeins en nú mælist hún 3,7%. Fjárfest- ar vænta þess því að verðbólgan haldist vel yfir 2,5% verðbólgu- markmiði Seðlabankans. Is- landsbanki reiknar hins vegar með þvi að verðbólgan aukist vegna lækkunar á gengi krón- unnar og vaxandi launakostn- aðar. Þá er einnig búist við því að krónan veikist á næstunni. Jarðvegur mettaður svartolíu Við óseyrarbraut i Hafnarfirði er verið að fjarlægja olíumengaðan jarðveg í tonnatali og flytja hann í Sorpu. „Fráveita Hafnarfjarðar er að endurnýja skólplögn í Óseyrarbraut og á þessu svæði var vitað fyrirfram að væri olíumengaður jarðvegur, sem hefur reyndar verið það í um hálfa öld. Eins og gefur að skilja var þessu fargað á löglegan hátt en svo Til leigu glæsileg skrifstofa Til leigu glæsilegt rúmgott skrifstofuherbergi með aðgengi að kaffistofu á besta stað miðsvæðis í Reykjavlkur. Parket á gólfum og allt fyrsta flokks. Vönduð skrifstofuhúsgögn, símkerfi og öryggiskerfi getur fylgt með I leigunni. Á sama stað er til sölu vönduð skrifstofuhúsgögn, þar á meðal skrifborð,fundarborð,skápar,stólar,peningaskápur og fleira. UDDlýsinqar 1 sima 896-2822 kom á daginn að þessi mengun var meiri en menn höfðu átt von á“, seg- ir Svavar Sigþórsson, byggingatækni- fræðingur hjá VSB verkfræðistofu sem sér um verkefnið. Svartolía sem tæringarvörn Fyrir um 50 árum voru lagðar lagnir í jarðveginn þarna á vegum olíufélaganna. Utan um lagnirnar var síðan dreift þykku lagi af sandi sem svo var mettaður af svartolíu til þess að koma í veg fyrir að lagn- irnar ryðguðu. „Menn vissu alltaf af þessu þarna niðri en þegar fram- kvæmdir hófust kom á daginn að mengunin var meiri. Þá var líka komin diselmengun í jarðveginn þannig að greinilegt var að þessar leiðslur höfðu lekið.“ Svavar segir að verið sé að kanna orsakir dísel- lekans, búið sé að tæma leiðslurnar og þær teknar í sundur svo þær eru hættar að Ieka. Viðskiptakort einstaklinga Nánari upplýsingar i sima: 591 3100 ATLANTSOLIA AtUirtsoUs - VMturv«r 2» - 200 Kópavogur - Stml 591-3100 - atianUollaOatlantiolU.U O Holösklrt 0 Léttskýjaö ^ Skýjað Q Alskýjaö // Rlgnlng, lltllsháttar W Rigning 9^9 Súld Snjókoma jj Slydda Snjóél Skúr Amsterdam Barceiona Berlfn Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Mallorka Montreal New York Orlando Osló Parfs Stokkhólmur Þórshöfn Vín Algarve Dublin Glasgow 22 27 24 18 27 21 17 19 23 33 29 21 24 27 17 27 17 11 23 27 17 18 8° 7° lP / / 8° 8' ✓ / / / ✓ ' o s / V /; ' 10° Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýslngum frá Veðurstofu islands / Z' JB io« /; 8° ' 13c / / Imorgun Ö 12°

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.