blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 16

blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 16
16 I NEYTEKTDUR ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 blaöiö Fatnaður og fylgihlutir fyrir rœktina Margir setja það fyrir sig þegar byrja skal heilsuátak hversu dýrt það getur verið að koma sér af stað. Það þarf að kaupa kort í einhverri af líkamsræktarstöðvunum og svo ekki sé talað um fötin og fylgihlut- ina sem þarf að fjárfesta í. Með tilkomu stóru líkamsræktar- stöðvanna sem verða fullkomnari með hverju árinu hafa áherslurnar breyst mikið hjá því fólki sem sækir þær. Meira er lagt í fatnaðinn, fleiri og fleiri mæta með Ipod til að hlusta á og skórnir skipta miklu máli. Þeir sem hugsa fyrst og fremst um að koma sér í form er sama um það hvernig þeir líta út og grafa ein- faldlega upp gamlar joggingbuxur, fórna kvennahlaupsbolnum í sprikl- ið og nota gamla íþróttaskó sem leyn- ast djúpt inn í skáp. Blaðið fékk verslanirnar Útilíf og Intersport í lið mér sér og kannaði hvað það kostar að byrja í ræktinni og kaupa dýrasta fatnaðinn - eða þann ódýrasta - fyrir konu sem hyggst koma sér í form. Dýri gallinn samanstóð af buxum, bol, topp, tösku, vatnsbrúsa og skóm. Ódýri pakkinn var öllu einfaldari - buxur, bolur og skór. Gert var ráð fyrir að þær í ódýra pakkanum gætu notað gamla gosflösku undir vatnið, plastpoka undir dótið og gamlan brjóstahaldara innanundir bolinn í stað íþróttabrjóstahaldara. Fyrir þá sem eru hvað verst staddir fjárhagslega má minna á að gönguferðir eru ókeypis og eng- an sérstakan búnað þarf til þess að fara í hressandi kraftgöngu, nema þá kannski hlý föt sem flestir ættu að eiga á kalda Islandi. Líkamsrækt þarf því ekki að kosta neitt þó sumir vilji taka hana með trompi og spreða til að líta vel út á hlaupabrettinu á milli sveittra og stæltra líkama sem hnykla vöðvana fyrir framan spegil- inn á milli þess sem þeir taka ærlega áþví. Fatnaður ffrá Útilíf Dýri gallinn Buxur 5.990 Toppur 5.490 Peysa 6.590 Skór 16.990 Taska 3.990 Vatnsbrúsi 990 Samtals: 40.040 Fatnaður frá Intersport Dýri gallinn Buxur 5.990 Bolur 5.990 Taska 3.990 Skór 12.490 Brúsi 290 Peysa 6.490 Samtals: 35.240 Hefur þú áhuga á að taka þátt í klínískri lyfjarannsókn á nýju lyfi við astma? Óskað er eftir sjálfboðaliðum á aldrinum 18-75 ára til þátttöku í klínískri rannsókn á rannsóknarlyfinu CEP-1347. CEP-1347 tilheyrir nýjum flokki lyfja sem hamlar virkni MAP3K9 erfðavísisins, en talið er að við það muni blóðstyrkur ýmissa bólguþátta lækka og það hafi áhrif á framvindu astma. Rannsóknin hefur fengið leyfi Vísindasiðanefndar, Persónu- verndarog Lyfjastofnunar. Aðalrannsakandi er Unnur Steina Björnsdóttir, sérfræðingur í lyflækningum, ofnæmis-og ónæmissjúkdómum og meðrannsak- endur hennar eru læknarnir Andrés Sigvaldason, Davíð Gíslason, Dóra Lúðvíksdóttir, Eyþór Björnsson, Guðbjörg Birna Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson, Hrefna Guðmundsdóttir, Ólafur Baldursson og Kolbeinn Guðmundsson. Megintilgangur rannsóknarinnar er að athuga verkun, öryggi og þol mismunandi skammta af CEP-1347 svo og áhrif þeirra á blóðþéttni ýmissa bólguþátta sem taldir eru skipta máli í astma. Áhætta af þátttöku felst í mögulegum aukaverkunum af notkun rannsóknarlyfsins, bæði þekktum og ófyrirséðum. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur fái langvarandi bata af meðferð með rannsóknarlyfinu en niðurstöður rannsóknarinnar geta leitt til framfara í læknisfræðilegum rannsóknum og meðferð á astmasjúkdómi. - Um 160 astmasjúklingar munu taka þátt í rannsókninni sem verðurframkvæmd á Læknasetrinu ehf., Mjódd, Þönglabakka 1 og 6, 109 Reykjavíkog á rannsóknarsetri (slenskra lyfjarannsókna ehf. - Encode, Krókhálsi 5d, 110 Reykjavík. Eitt af inntökuskilyrðum í klínísku rannsóknina er að þátttakendur séu/verði arfgerðargreindir með tilliti til breytileika í MAP3K9 erfðavísinum en sú arfgerðargreining fer fram samhliða hjá íslenskri erfðagreiningu í tengslum við rannsókn á erfðum astma og ofnæmis. Einungis þeir sem bera ákveðna breytileika í MAP3K9 erfðavísinum geta tekið þátt í klínísku rannsókninni. Klíníska rannsóknin tekur yfir 10-12 vikna tímabil og gert er ráð fyrir 7 heimsóknum á rannsóknarsetur. Þeir sem kynnu að hafa áhuga og þeir sem ekki hafa tekið þátt í erfðarannsókninni eru beðnir um að leita frekari upplýsinga hjá Höllu S. Arnardóttur hjúkrunarfræðingi klínísku rannsóknarinnar í síma 510 9900. Tekið skal fram að þeir sem svara auglýsingunni hafa á engan hátt skuldbundið sig til að taka þátt í rannsókninni. Taki þeir þátt, geta þeir dregið sig út úr rannsókninni hvenær sem er, án þess að gefa sérstaka ástæðu fyrir ákvörðun sinni. ÍSLENSK ERFÐAGREINING Ódýri gallinn Buxur 3.990 Skór 6.990 Bolur 1.490 Samtals: 12.740

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.