blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 18

blaðið - 30.08.2005, Blaðsíða 18
34 I TÓMSTUNDIR ÞRIÐJUDAGUR 30. ÁGÚST 2005 blaöið Frábœr árangur tán ingsstú Iku á heimsmeistaramóti i billes Sunneva keppir einbeitt Sunneva Sverrisdóttir er 13 ára gömul yngismey sem hampaði í síð- ustu viku öðru sæti á heimsmeist- aramóti í billes. Mótið var haldið í Frakklandi en billes er kúluíþrótt þar sem marmarakúlum er skotið eftir sandbrautum með margvísleg- um þrautum. Kúlunum er skotið með selbiti og til eru margvíslegar aðferðir við að skjóta; „Maður getur skotið þeim með þumalfingri, vísi- fingri og löngutöng. Svo getur mað- ur skotið þeim upp og það er bara misjafnt hvað hentar mönnum. Ég skít kúlunum með selbiti frá löngu- töng.“ Þessi aðferð tryggði Sunnevu annað sætið í heimsmeistarakeppn- inni þar sem hún keppti við billes- meistara frá ellefu þjóðlöndum. „Ég var yngst þetta árið en næst yngsti keppandinn var fimmtán ára og sá elsti var á sjötugsaldri." Einu skoti frá titli Fyrir heimsmeistaramótið voru haldnar undankeppnir í þátttöku- löndunum og á sumum stöðum var keppt í mörgum riðlum. Sunneva komst þó hjá slíkri keppni því ekk- ert Islandsmeistarmót var haldið í Billes þetta árið. „Pabbi minn varð heimsmeistari árið 2003 og árið eft- ir keppti ég á Islandsmeistaramót- inu. Eg var bara einu skoti frá því að vera Islandsmeistari það árið. Svo var bara hringt í mig og ég beðin að taka þátt í heimsmeistaramótinu í ár.“ í Frakklandi er keppt í mörgum riðlum áður en hægt er að öðlast þátttökurétt á Frakklandsmeistara- mótinu. Þar æfa menn billes stíft allt árið. „Frakkinn sem var í þriðja sæti á eftir mér hafði spilað íþrótt- ina í þrjú ár og spilar billes í hverj- um mánuði með börnunum sínum. Þá byggja þau brautir og spila á ströndinni.“ Ætlar ekki að verða lúði Sunneva segir að að billes hafi ver- ið spilað áratugum saman í Frakk- landi þó heimsmeistarakeppnin hafi ekki verið haldin nema í tutt- ugu og fimm ár. Þar í landi nýtur íþróttin mikilla vinsælda en það á einnig við um Kólumbíu, Spán og Bretland. Hún segir að það hafi ver- ið mjög gaman að komast á mótið en getur ekki neitað því að það hafi ver- ið svolítið taugastrekkjandi. „Fyrst var ég taugaspennt en svo gleymdi ég því bara þegar ég fór að skjóta, það gekk allt svo vel. Fyrst tóíc ég alveg fram úr öllum en það er víst mjög erfitt að vinna og vera fyrstur allan tímann. Strákurinn sem að vann hafði komið fjórum sinnum áður og tvisvar hafði hann leitt for- ystuna allan timann en svo misst hana og endað í þriðja sæti. Hann hefur auðvitað tekið þátt mjög oft og er i góðri æfingu." Aðspurð seg- ir Sunneva að hún sé ekki viss um hvort hún taki aftur þátt í móti sem þessu. „Ég veit það ekki. Mig langar nú helst ekki að verða eins og hann, svolítill lúði sem kemur aftur og aft- ur og getur ekki sætt sig við neitt annað en fyrsta sætið. Ég ætla bara að sjá til.“ ernak@vbl.is Með verðlaunagripinn á billesbraut Playstation í vasann Á morgun hættir Island að vera eft- irbátur annarra landa þegar PSP (PlayStation Portable) kemur í versl- anir um alla Evrópu. Hún hefur þó sést af og til í neðanjarðarlestum stórborga meginlandsins þar sem allt frá unglingum til sérfræðinga bankanna stytta sér dvölina í lestun- um á morgnana með því að grípa í ágætis dóma í tímaritum erlendis en nú á eftir að koma í ljós hvernig íslendingar munu taka henni. Miklu meira en leikjatölva Það eru margir sem líta á PSP sem enn eina vasaleikjatölvuna en i raun er vélin einhvers konar blend- ingur milli leikjatölvu, MP3 spilara, lófatölvu og kvikmyndaspilara. í henni má nefnilega ekki einungis spila tölvuleiki heldur er líka hægt að spila bíómyndir á þar til gerðum geisladiskum, tónlist og skoða staf- rænar ljósmyndir. I tækjunum sem l einn leik eða svo. PSP hefur hlotið Plastmódel 3-víddar klippimyndir^^^J Myndirtil aó mála eftir númerum TOMSTUNDAHUSIÐ NETHYL2 SÍMI 587 0600 www.tomstundahusid.is Föndurvörur í miklu úrvali koma til íslands verður einnig vafri jannig að þar sem boðið er upp á jráðlausa internettengingu verður íægt að skóða netið í þessu litla tæki. Það verður þó að búast við því að það verði ekki aðalaðdrátt- araflið þar sem ekkert lyklaborð er, svo einungis verður um grunn- notkun internetsins að ræða. Þessi þráðlausi möguleiki býður einnig upp á þann möguleika að spila leiki saman milli tveggja véla. Hágæða skjár Á vélinni er 4,3 tommu hágæða breiðskjár í hlutföllunum 16:9. Þá eru einnig víðóma hátalarar á vél- inni og henni fylgja heyrnartól svo fólk í kringum notandann verði ekki vitlaust á látunum. PSP fylgir minniskort með 32 mb geymslugetu og verður hægt að stækka við sig upp í allt að 1 Gb þótt það eigi líklegast eftir að kosta skild- inginn. Samt sem áður ætti að vera hægt að verða sér úti um minnis- stærðir þar á milli. Þá er USB tengi á vélinni svo hægt verður að tengja t.d. minnislykla við hana. Leikir og bíómyndir koma á nýj- um diskum sem Sony bjó sérstak- lega til fyrir PSP vélina. Þeir eru mun minni en venjulegir geisladisk- ar og eru í plasthylkjum til verndar yfirborðinu. Diskarnir eru kallaðir UMD (Universal Media Disc) og geta geymt allt að 1,8 GB af stafræn- um gögnum. Búist við góðri sölu Að sögn seljendanna á Islandi er búist við því að salan hefjist með trukki á morgun og þykir hugsan- legt að vélarnar seljist upp í náinni framtíð. Sökum þess að Sony setur reglur á það hversu margar vélar megi flytja til Evrópu hafi ekki feng- ist jafnmargar og óskað var eftir. Verðið verður á bilinu 22 til 24 þús- und krónur.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.