blaðið - 06.09.2005, Page 4

blaðið - 06.09.2005, Page 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 blaðiö Skattamálum kippt í liðinn Einn virtasti skattalögfræðingur landsins, Ásmundur G. Vilhjámsson, telur að fjárhæðin, sem safnað hefur verið handa Birni Hafsteinssyni strætóbílstjóra, sé ekki tekjuskatts- skyld á grundvelli undanþáguákvæð- is í reglugerð frá 1963 um tekjuskatt og eignarskatt. Þar kemur fram að styrldr og samskotafé teljist ekki til tekna. Forsiðufrétt Blaðsins í gær hefur vakið mikla athygli en þar er ijallað um þann möguleika að ríkið hirði tekjuskatt af slíkum söfnunum. Það skal þó tekið fram að lög gilda um opinberar fjársafnanir og þarf að fara eftir þeim þegar skotið er saman í sjóð. Að því þarf að huga áður en farið er í slíkar fjársafnanir. Þegar Blaðið leitaði eftir einhverjum sem væri í forsvari fyrir söfnunina um helgina til að fá upplýsingar um hana var fátt um svör. Björn hefði því að óbreyttu þurft að greiða umræddan skatt en því hefur nú vonandi verið kippt í liðinn. Lögfræðingur sem Blaðið ræddi við vegna fréttarinnar sagði að allt of sjaldan væri hugað að álitaefnum sem þessu þegar ráðist er í safnanir. Grunur um fimm íkveikjur um helgina Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var tvívegis kallað út aðfaranótt mánudags og á sunnudagsmorgun vegna eldsvoða. Eldur kom upp í ruslageymslu við skemmtistaðinn Pravda í Austurstræti og var maður, grunaður um verknaðinn, handtek- inn. Einnig kom upp eldur að nýju í iðnaðarhúsnæði að Fiskislóð 45 á mánudagsmorgun og leikur sterkur grunur á að um íkveikju hafi verið að ræða í fyrra skiptið og sennilega einnig í það seinna. Helgin var erilsöm fyrir slökkvi- liðið því auk þessara bruna kviknaði í skemmtistaðnum Sirkus á Klappar- stfg og í kassageymslu við Melabúð- ina í Vesturbænum. Að sögn Óskars Sigurðssonar hjá lögreglunni er enginn grunaður um þessa verkn- aði utan þess sem handtekinn var í Austurstrætinu og telur lögreglan ólíklegt að hann hafi komið að fleiri brunum enda var honum var sleppt að lokinni yfirheyrslu. Þá sást til hóps unglinga við Sirk- us á Klapparstíg rétt áður en eldur- inn blossaði upp en Iögreglan hefur engar vísbendingar um hverjir það voru. Óskar segir að lítið hafi verið um íkveikjur i borginni síðustu mán- uði og því sé það skrítið þegar fimm sinnum sé kveikt í sömu helgina. Hann kann engar sérstakar skýring- ar á þessum faraldri sem blossaði upp um helgina. B Loftur Már vill sjötta sæti Loftur Már Sigurðsson sendi í gær frá sér yfirlýsingu um að hann hygðist gefa kost á sér í sjötta sæti á lista Sjálfstæðisflokksins til borgarstjórnarkosninga. Loftur hefur setið f stjórn Félags sjálfstæðismanna í Graf- arvogi í 11 ár, þar af síðustu sjö árin sem formaður. Hann situr nú sem varamaður í Hverfis- ráði Grafarvogs og ITR. Á þess- um 11 árum hefur Loftur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn, til að mynda setið í stjórn fulltrúaráðs sjálf- stæðisfélaganna í Reykjavík og stýrt kosningabaráttunni í Graf- arvogi síðustu fjórar kosningar. Loftur hefur íokið B.Sc gráðu í vörustjórnun frá Tækniskóla Islands og stúdentsprófi frá Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti. Jóga Jóga Jóga Al-Einingar öndun byrjar 9 sept. kl.20 ; Raja Jóga hefst 12.sept. kl.20 Sálar Jóga hefst 13 sept. kl.20 Uppiýsingar fást hjá Karli Þorsteinssyni í síma 660-7796 og/eða sjá www.andlegiskolinn.is Andlegi Skólinn Lífrænt ræktað fyrsta flokks hráefni Fljótlegt að koma við og taka með sér rétti Græna línan, Bæjarhrauni 4, S:565-2075 Hbelladonnaii Hlíðarsmára 11 • Kópavogi • sími 517 6460 • www.belladonna.is Erum að taka upp nýjar vörur ZRANÞ Junge Modr <C# surtte frauer somm >r fwl.irAtf" Vertu þú sjálf - vertu Bella donna Opið mán-fös 11-18 laugardaga 11-15 Landsbanki íslands kaupir Kepler Equities: Fótfestu náð á meginland- inu til frekari útrásar Samningum fagnað við Eiffel-turninn. Frá vinstri: Ársæll Hafsteinsson forstöðumaður lögfræðisviðs Landsbankans, Nick Stagg forstjóri Teather & Greenwood, Halldór J. Kristjáns- son bankastjóri,TryggviTryggvason hjá alþjóðasviði Landsbankans, Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri, Arnaud Michel framkvæmdastjóri hjá Kepler, Steinþór Baldursson hjá alþjóðasviði, Stephane Michel framkvæmdastjóri Kepler Equities og Brynjólfur Helgason framkvæmdastjóri alþjóðasviðs Landsbankans. Landsbanki íslands náði á sunnu- dagskvöld samkomulagi um kaup á evrópska verðbréfafyrirtækinu Kepler Equities SA, en það hefur höfuðstöðvar í París og starfa um 240 manns á þess vegum í sjö löndum. Samkvæmt samningn- um kaupir Landsbankinn þegar í stað 81% hlutafjár fyrir um 5,8 milljarða króna, en á næstu fimm árum mun Landsbankinn leysa það sem eftir stendur til sín, en sá hlutur er í eigu starfsmanna og stjórnenda. „Þessir samningar gengu vel fyr- ir sig enda smellpassa fyrirtækin saman“, sagði Sigurjón Þ. Árnason, bankastjóri Landsbankans, í sam- tali við Blaðið í París. „Þeir voru eiginlega nákvæmlega það sem við vorum að leita að, án þess að skarast á nokkurn hátt við það sem við höf- um verið að fást við fyrir.“ Þar er vís- að til þess að Kepler hefur ekki haft starfsvettvang í Lundúnum, en þar á Landsbankinn fyrir verðbréfafyr- irtækið Teather & Greenwood sem keypt var fyrr á árinu. Fyrirhugað er að Kepler og breska fyrirtækið hafi með sér nána samvinnu þó ekki sé í hyggju að sameina þau að sinni. Halldór J. Kristjánsson, hinn bankastjóri Landsbankans, tók í sama streng. „Það sakaði ekki held- ur að Kepler hefur vantað traustan banka að baki sér og þegar við knúð- um dyra sáu menn að þarna var draumaeigandinn kominn.“ Kepler hefur starfsemi víðsvegar um Evrópu, en það er eitt megin- markmið Landsbankans með kaup- unum að byggja upp starfsemi í helstu efnahagsveldum meginlands- ins á einu bretti. Um leið fær bank- inn fótfestu vestanhafs, því auk skrifstofa i Amsterdam, Frankfurt, Madrid, Mílanó, París og ZUrich rekur Kepler verðbréfamiðlun i New York borg. Landsbankinn er því með starfsstöðvar í ellefu löndum. Styrkur í menningarmuninum Hvorki stjórnendur Kepler né Lands- bankans höfðu áhyggjur af menn- ingarmun sem kynni að vera á fyr- irtækinu. „Við komum úr sitt hvorri áttinni þannig að það er kannski ein- hver munur á menningunni“, segir Stephane Michel framkvæmdastjóri Kepler, „en það er síður en svo til vandræða. Ég held að það styrki okk- ur ef eitthvað er og hleypi mönnum kapp í kinn.“ Sem fyrr segir mun Landsbankinn kaupa upp hluti starfsmanna og stjórnenda Kepler á næstu fimm árum en Michel óttast ekki að það skapi rof milli þeirra og fyrirtækisins. „Þetta er tiltölu- lega ungt fyrirtæki þó við byggjum á eldri grunni frá Julius Bár og hér ríkir mikill og góður liðsandi. Mönn- um hér finnst þetta mjög spennandi og ég veit ekki annað en að það ætli allir að halda áfram.“ Kepler hefur sérhæft sig í sölu og miðlun hlutabréfa til fagfjárfesta og þá fyrst og fremst milli landa, en auk þess rekur það afar öfluga grein- ingardeild. Kepler fylgist með og greiniryfir 430 fyrirtæki í Evrópu og telur yfir 800 fagfjárfesta meðal við- skiptavina sinna. Fyrirhugar Lands- bankinn að auka við þjónustu þess og auka þannig tekjurnar, fyrst og fremst á sviði ráðgjafar og eignaum- sýslu. „Kepler hefur mikla þekkingu og umframgetu á þeim sviðum, en hins vegar hafa engar tekjur verið af þeim gæðum fyrirtækisins", seg- ir Sigurjón og kveður mikil sókn- arfæri vera á því sviði. Samkvæmt áætlunum bankans og stjórnenda Keplers verða tekjur fyrirtækisins á yfirstandandi ári um 6,2 milljarðar króna, en um 7,2 milljarðar króna á árinu 2006. Hagnaður er áætlaður um 615 milljónir króna. ■

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.