blaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 blaöiö
Til vinnu á
hestbaki
Jim Jundt, í bænum Minot í Norður
Dakóta, er búinn að fá sig fullsadd-
ann af síhækkandi verði á eldsneyti.
Dag einn fór hann snemma á fætur
og reið til vinnu á baki hryssunar
Patty en hann vinnur á hjólbarða-
verkstæði 15 mílur (um 24 km) sunn-
an bæjarins. Jundt sagði að hann og
vinnufélagarnir hefðu verið að ræða
hækkanir á eldsneytisverði og hann
hefði í hálfkæringi sagst ætla að
koma á hestbaki til vinnu ef verðið
næði einhvern tíma þremur dölum
á gallonið. Þegar verðið hækkaði í
þrjá dali og 20 sent í síðustu viku
var Jundt nóg boðið og lét verða af
hótuninni. ■
Steypuklumpur
fellur á kláf
Níu manns fórust og að minnsta
kosti fjórir slösuðust þegar steypu-
klumpur féll á kláf í skíðabænum
Soelden, skammt frá Innsbruck, í
Austurríki í gær. Þyrla sem var að
flytja klumpinn á fjallstind missti
hann á kláfinn sem skall við það til
jarðar. Kláfurinn var fullur af ferða-
mönnum. Tólf neyðarþyrlur, með-
al annars frá her og lögreglu, voru
sendar á vettvang slyssins og fjöldi
björgunarmanna héldu þangað fót-
gangandi. Slysið þykir minna um
margt á annað skíðalyftuslys þegar
herþota flaug á togvír skíðalyftu í
Ítalíu með þeim afleiðingum að 20
fórust.
New Orleans var dauðagildra:
Hörmungamar lágu i loftinu
„Vegna legu sinnar niðri í eins konar
gryfju að baki háum varnargörðum,
verður New Orleans að sannkallaðri
dauðagildru ef kröftugur fellibylur
ríður yfir borgina úr skakkri átt“,
stendur i greininni „New Orleans
verður hin nýja Atlantis“ sem birtist
í 5. tölublaði tímaritsins Lifandi vís-
inda árið 2002. Þar er fjallað ítarlega
um þá flóðahættu sem stafi að New
Orleans og fleiri borgum heims svo
sem Houston og Shjanghæ. í grein-
inni er bent á að varnargarðar skýli
borginni í suðri og vestri fyrir Miss-
issippifljótinu og í norðri komi varn-
argarðar i veg fyrir að Pontchartrain-
vatn færi hana í kaf. „Stærstur hluti
borgarinnar stendur nú þegar neðar
sjávarmáli og borgin heldur áfram
að síga vegna þess að lengi hefur of
miklu grunnvatni verið dælt upp til
að sjá heimilum og fyrirtækjum fyr-
ir vatni. Þegar vatnið hverfur leggj-
ast jarðlögin saman undan þunga
borgarinnar", segir ennfremur í
greininni.
Myndi kosta 100.000 mannslíf
Greinarhöfundur telur að dagar New
Orleans hljóti nánast að verða senn
á enda. „Landið undir borginni
heldur enn áfram að lækka samtím-
is því að óseyrar Mississippifljóts,
sem veitt hafa borginni náttúrulega
vernd gegn hafinu, eru nú óðum að
eyðast. Þetta stafar af margvísleg-
um samverkandi og óheppilegum
aðstæðum og það bætir síst úr skák
að hér fer yfirborð sjávar hækkandi
eins og annars staðar á jörðinni.“
Greinarhöfundur bendir ennfrem-
ur á að samkvæmt útreikningum
Louisiana-háskóla muni það kosta
að minnsta kosti 100.000 manns
lífið ef fellibylur komi úr skakkri
átt og skelli á borginni. „Borgin er
líka þannig staðsett að eiginlega er
ekki um neinar öruggar flóttaleiðir
að velja.“ Höfundur greinarinnar
segir að margoft hafi legið nærri að
illa færi þegar fellibyljir hafi farið
yfir svæðið, meðal annars árið 1965
þegar fellibylurinn Betsy skildi New
Orleans eftir í 2,5 metra djúpu vatni.
New Orleans á kafi í vatni. Hörmungarnar hefðu ekki átt að koma yfirvöldum í opna skjöldu.
Árið 1992 fór fellibylurinn Andrew
framhjá borginni en olli samt mikl-
um skaða og litlu munaði að borgin
yrði í vegi Georgs árið 1998.
Verstu spár rætast
Greinin er ekki síst merkileg í ljósi
Eörmunga síðustu daga þar sem
verstu spár hennar hafa gengið
eftir. Þó að endanlegar tölur liggi
ekki enn fyrir má fullvíst telja að
þeir sem fórust skipti þúsundum.
Þá hefur New Orleans verið að stór-
um hluta undir vatni síðustu daga. í
gær var lokið við að fylla upp í gat
á varnargarðinum við Pontchartra
in vatn og verkfræðingar reikna
með að það taki allt að 80 daga
að dæla vatni af götum borgar-
innar. Varnargarðarnir gáfu sig í
fellibylnum enda voru þeir aðeins
byggðir til að þola fellibyl af þriðju
gráðu en styrkleiki Katrínar var upp
á fjórar gráður. Yfirvöld hafa verið
harðlega gagnrýnd fyrir að hafa ekki
séð til þess að flóðvarnir borgarinn
ar væru fullnægjandi í ljósi þeirrar
hættu sem að henni stafaði.
„Hve oft þurfum
við að horfa upp
á hörmungar
gera viðbún-
að okkar að
engu áður
en við
viðurkennum að
við séum að leika rússneska rúll-
ettu með mannslíf, lífsviðurværi
fólks og heilu byggðalögin", sagði
David Obey þingmaður Repúblík-
anaflokksins í þessu sambandi. ■
Lifandi vfsindi. f 5. tölublaði timaritsins
árið 2002 erað finna áhugaverða grein
um New Orleans og þá flóðahættu sem
stafar að borginni.
Brautarholt 22 • Sími: 551 4003
TILBOÐSDAGAR
10 - 60% afsláttur
rúmfatnaður - handklæði - rúmteppi
gjafavara - barnaefni 200 kr. meterinn
Glæsibæ, S. 552 0978
www.damask.is
Ráðist á innanríkis-
ráðuneyti íraks
Að minnsta kosti tveir lögreglu-
menn féllu og fimm særðust í árás
uppreisnarmanna á innanríkisráðu-
neyti íraks í Bagdad í gærmorgun.
Árásin á rammgirta bygginguna
stóð aðeins í um tíu mínútur að sögn
Falah al-Hamdani, lögregluforingja.
Árásir uppreisnarmanna á íraskar
öryggissveitir eru tíðar í landinu en
sjaldgæft er að ráðist sé í dagsbirtu
gegn jafn vel vörðum skotmörkum
og innanríkisráðuneytinu. Um 30
uppreisnarmenn í tíu bílum stóðu
að árásinni og beittu þeir sprengju-
vörpum og sjálfvirkum vopnum.
Þeir hörfuðu eftir stutt átök en ekki
er vitað hvort mannfall hafi orðið i
þeirra röðum.
Eftir árásina sveimuðu að minnsta
kosti fjórar Apache og Blackhawk
þyrlur Bandaríkjahers yfir svæð-
inu. Þeim barst fljótlega liðsauki
hersveita í brynvörðum farartækj-
um sem fóru um götur miðborgar
Bagdad í leit að árásarmönnunum.
Á undanförnum vikum hefur ítrek-
að verið varað við því að uppreisn-
armenn kynnu að láta til skarar
skríða. Talið hefur verið að þeir hafi
í hyggju að ráðast gegn mikilvægum
skotmörkum í Bagdad eins og írösk-
um stjórnsýslubyggingum, erlend-
um sendiráðum og hótelum þar sem
erlendir verktakar dvelja.
Einnig féllu tveir breskir her-
menn í grennd við borgina Basra í
Irak í gær þegar sprengja sprakk í
vegkanti.
Breskar hersveitir standa vörð á staðnum þar sem sprengja í vegarkanti varð tveimur félögum þeirra að bana í gær.