blaðið - 06.09.2005, Qupperneq 18
26 I GARÐAR
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 blaöið
Uppsetning á leiktœkjum
Að mörgu að huga til að
tryggja oiy<
Leiktæki fyrir börn hafa tekið
miklum breytingum á undanförn-
um árum. Flestir sem komnir eru
til vits og ára kannast við leiktæki
á opnum svæðum og skólalóðum
sem starfsmenn sveitarfélaga
eða aðrir höfðu hannað og smíð-
að, oft úr óhefluðum spítum,
rekaviði, gömlum símastaurum,
járnrörum og öðru sem fannst
til verksins. Sá tími er hinsvegar
liðinn og nú er miklum tíma og
fjármunum varið í að tryggja að
leikur barna endi ekki með ósköp-
um, einfaldlega vegna þess að
ekki var vandað til þegar leiktæki
var hannað og byggt.
Mikilvægt er að huga vel að öryggi barna áður en leiktæki eru keypt og sett upp. Litlar og ódýrar breytingar geta skipt sköpum með
öryggi leiktækis.
Leiktæki þurfa að hæfa
aldri notenda
Eitt þeirra fyrirtækja hér á landi sem
sérhæfa sig í hönnun og uppsetn-
ingu leiktækja heitir Barnasmiðjan.
Hrafn Ingimundarson, starfsmaður
þar, segir að fjölmarga hluti þurfi að
hafa í huga þegar leiktæki eru hönn-
uð.
„Þegar leiktæki er valið þarf að
hafa notandann i forgrunni og það
þarf að tryggja að tækið sem keypt
er hæfi aldri. Okkur sem erum full-
orðin, og erum þá að kaupa tækin,
hættir oft til að hugsa stærra og
hærra en við þurfum að gera. Við
einbýlis- og fjölbýlishús eru það oft-
ast tveggja til sex ára gömul börn
sem nota leiktækin og það þarf að
hafa í huga. Einnig er gott að hafa í
huga að því hærra sem leikurinn er
færður upp, því betri fallvörn þarf
að vera við tækið”, segir Hrafn
Hann segir ennfremur að mikil-
vægt sé að skipuleggja leiksvæði í
heild sinni - ekki sé nóg að kaupa
góð tæki og setja þau síðan bara ein-
hvernvegin niður. Hann bendir til
að mynda á að ef róla er á leiksvæði
sé mikilvægt að gangvegur að öðru
leiktæki sé ekki hafður of nálægt ról-
unni því þar geti skapast hætta. Ann-
að einfalt dæmi sem hann bendir á
tengist líka rólum. Þar getur þyngd
og hönnun sætis í rólu haft mikið að
segja. Ef rólu er sveiflað þó enginn
sitji í henni geti það skapað hættu.
„Ef sæti rólunnar er til að mynda
þung fjöl þá getur það valdið slysi
en með því að hafa létta eða gúmmí-
klædda setu er þessi hætta mun
minni.“
Mikil breyting á stuttum tíma
Hrafn segir að síðustu fimm árin
hafi orðið mikil breyting til batnað-
ar. Búið sé að taka upp evrópskar
reglugerðir sem vinna þarf eftir
þannig að húsfélög og sveitarfélög
komist ekkert upp með að kaupa
leiktæki sem uppfylla ekki öryggis-
staðla.
„Ef við berum okkur saman við
Skandinavíu, þar sem staðan er
hvað best í heiminum, þá stöndum
við í dag nokkuð vel þó víða megi
augljóslega bæta”, segir Hrafn.
Hann bendir ennfremur á að víða sé
hægt að fá ráðgjöf um uppsetningu
á öruggum leiktækjum ef foreldrar
vilja sjálfir smíða leiktæki. Einnig sé
hægt að kaupa einstaka hluti í slíkt
tæki, hluti sem búið er að smíða og
hanna með öryggi í huga.
Haustverkin í garðinum
Stundum er betra að gera minna
Grænn garður yfir sumartímann
er mikið yndi én til að svo geti ver-
ið þarf að hugsa um hann allt árið.
Lítið þarf að hafa fyrir þessum hluta
heimilisins yfir veturinn, en þó er
að ýmsu að hyggja til að svo megi
vera. Steinunn Reynisdóttir, garð-
yrkjufræðingur hjá Garðheimum,
segir að stundum sé betra að gera
minna en meira.
„Við höfum til að mynda ráðlagt
fólki að hreinsa ekki ofan af beðum
á haustin”, segir Steinunn. „Ástæð-
an fyrir því er að það sem fellur til í
garðinum hlífir plöntunum yfir vetr-
artímann.”
Hún segir að það sama gildi um
grasið á flötinni. „Það borgar sig
ekki að slá mikið inn í september,
betra er að hafa grasflötina svolítið
loðna yfir vetrartímann. Það verður
til þess að minni mosi komi næsta
vor”, segir Steinunn.
Ekki á að klippa
Fyrst farið er að tala um hvað
ekki eigi að gera bendir Steinunn á
Stundum er betra að gera lítið til að undir-
búa garðinn fyrir veturinn.
að ekki sé rétt að klippa tré og runna
á haustin. Það eigi að gera eftir ára-
mótin og fram á vorið. Þetta eigi
sérstaklega við um reyniviðinn og
gullregnið, en ástæðan fyrir þessu
er að mikið sé um sveppagró um
þetta leyti sem geti farið inn í opin
sárin á viðnum.
Verkin sem þarf að vinna
Það borgar sig þó ekki að leggjast
með tærnar upp í loft og gera ekki
neitt. Steinunn bendir til að mynda
á að gott sé að dreifa skeljakalki í lóð-
ina á haustin til að koma í veg fyrir
mosamyndun næsta vor. Ennfremur
sé nú tíminn til að setja niður haust-
laukana. Enn eitt sem huga þarf að
er að binda upp plöntur sem gróður-
settar hafa verið í sumar því annars
sé hætta á að þær falli á hliðina og
rótin þorni. Það þarf einnig að huga
sérstaklega að sígrænum plöntum.
„Það þarf að skýla þeim yfir vetr-
artímann og það er gott að gera það
núna”, segir Steinunn að lokum.