blaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 blaöiö Sundmaður í tveggja ára bann Ólögleg lyf fundust í þvagi Ari Gunnarsson, sundmaður úr Ár- manni, hefur verið úrskurðaður í tveggja ára æfinga- og keppnisbann eftir að hafa fallið á lyfjaprófi. Próf- ið var tekið eftir Bikarkeppni Sund- sambands Islands sem haldið var 3. júlí síðastliðinn. Á mótinu hlaut Ari, sem er fæddur 1983, tvenn gullverð- laun og ein silfurverðlaun. Bannið hefur þegar tekið gildi og hefur Sundsamband fslands, Sundráð Reykjavíkur og Sunddeild Ármanns sent frá sér yfirlýsingu vegna máls- ins þar sem harmað er mjög að ís- lenskur sundmaður skuli hafa verið staðinn að notkun ólöglegra efna. Sterar og efedrín I dómi íþrótta- og ólympíusam- bands íslands kemur fram að þegar sýnataka fór fram viðurkenndi Ári að hann hafi neitt efna á bannlista. Um var að ræða örvandi efnið Ripp- ed Fuel sem inniheldur efedrín en auk þess sagðist hann hafa neytt vefaukandi steranna testosteróns og þess sem líklegt er talið að sé Deca- Durabolin sem inniheldur vefauk- andi sterann nandrolone. Niðurstöð- ur rannsókna á sýninu sýndu fram á þessi efni og auk þess reyndist hlut- fall testosteróns á móti hormóninu LH vera 26,6. Sé þetta hlutfall hærra en fjórir telst vera ástæða til þess að athuga mál viðkomandi nánar til að ganga úr skugga um hvort svo hátt hlutfall stafi af misnotkun testoster- ons, sjúklegu ástandi eða líffræðileg- um sérkennum íþróttamannsins. Einnig kemur fram að þar sem Ari óskaði ekki eftir því að greining færi fram á aukasýni, skilaði ekki grein- argerð vegna málsins og mætti ekki á þingfestingu málsins er gert ráð fyrir því að hann hafi ekkert við mál- ið að athuga og viðurkenni þannig í raun brot sitt. Fyrsti íslenski sundmaðurinn í áðurnefndri tilkynningu segir að fram að þessu hafi enginn íslenskur sundmaður fallið á lyfjaprófi enda hafi í mörg ár verið rekinn mjög mikill áróður um heilbrigt líferni sundfólks, þjálfara og annarra sem tengjast sundíþróttinni. „Um leið og við í íslensku sundhreyfingunni hörmum þessa niðurstöðu, strengj- um við þess heit að auka enn á fræðslu um heilbrigða íþróttaiðkun fyrir sundfólk í öllum aldursflokk- um, gerum auknar kröfur um heil- brigt líferni keppnisfólks í sundi og krefjumst þess að þjálfarar og aðrir aðstandendur sundfélaga og -deilda séu góð fyrirmynd í heilbrigðum lífs- háttum." Hjólreiðar ísland bar sigurorð af Færeyjum í landskeppni Schumacher óskarAlonso tilhamingju Michael Schumacher segir að það þurfi ekki miklar spágáfur til þess að gera sér grein fyrir því að Fernando Alonso hefur sigrað Formúlu 1 keppni sum- arsins. Hann segir að verulega margt þurfi að fara forgörðum hjá Álonso til þess að nokkur möguleiki sé fyrir aðra öku- menn að ná honum. Það gangi hins vegar ekki nógu vel hjá sér og því sé málið útrætt af hans hálfu. Alonso er þó hógvær og segir keppnina ekki vera búna fyrr en stigin eru komin í hús. Nái hann að klára keppnina í efsta sæti verður hann yngsti sigur- vegari formúlunnar frá upp- hafi. Sharapova gefur ekkikostásér Maria Sharapova mun ekki gefa kost á sér í landslið Rússa sem keppir gegn Frakklandi á næstunni. Það verður því Anastasia Myskina sem mun fara fyrir rússneska liðinu í þessum úrslitaleik Fed keppn- innar sem er mikilvægasta liðakeppnin í kvennatennis og er álíka og Davis-bikarinn í karlatennis. Þetta verður í annað skiptið í röð sem þessar þjóðir mætast í úrslitum keppninnar. Þjálfari rúss- neska liðsins heldur sama liði og sigraði lið Bandarikj- anna 4-1 í Moskvu í júlí. Um síðustu helgi sigraði ísland Fær- eyjar í hjólreiðakeppni þar sem 22 tóku þátt. Keppnin fór fram hér á landi en þetta er í fjórða skipti sem keppni sem þessi er haldin milli þjóðanna. Kepptar voru fjórar um- ferðir, tvær tímaþrautir og tvær dag- leiðir, alls um fjórir klukkutímar af hjólreiðum. Tímar tveggja fljótustu manna hjá hvorri þjóð voru látnir standa í landskeppninni. Bestu hjólreiðamenn þjóðanna leiddu saman hjólhesta sína í keppn- inni og var það Gunnlaugur Jónas- son úr hjólreiðafélaginu Hjólamönn- um sem stóð uppi sem sigurvegari í einstaklingskeppninni, 25 sekúnd- um á undan næsta manni. Gífurleg spenna Keppnin hófst á 1 km sprettkeppni við Nauthólsvík. Hafsteinn Ægir Geirsson kom fyrstur í mark en fast á hæla hans kom Gunnlaugur Jónasson. I þriðja sæti var svo Fær- eyingurinn Gunnar Dahl Olsen. íslendingar höfðu því að lokinni fyrstu þraut sjö sekúndur á Færey- inga og fékk Hafsteinn gula treyju til þess að klæðast sem fyrsti maður í anda Tour de France. Hann komst Þrátt fyrir að íslenska knattspyrnu- landsliðið eigi þó nokkuð í land með að ná ásættanlegum árangri í undan- þó ekki til keppni á laugardeginum og var það því Gunnlaugur sem tók við treyjunni. Þann daginn voru 68 km hjólaðir við Þingvelli og að þeim loknum höfðu íslendingar þrjár sek- úndur á þá færeysku. Forskot Gunn- laugs var hins vegar komið niður í 13 hundruðustu úr sekúndu. Á sunnudaginn voru tvær umferðir. Þá fyrri, sem var 60 km í Hvalfirði, sigraði Gunnar Dahl og fast á hæla hans kom Eli Christianssen, landi keppni HM reyna íslenskir dómarar að halda fána landsins á lofti á al- þjóðavettvangi. Islensku dómararn- ir, Garðar Örn Hinriksson og Egill Már Markússon, munu dæma leiki í undankeppni Evrópumóts landsliða karla undir 21 árs aldri á þriðjudag og Kristinn Jakobsson dæmir svo leik í undankeppni HM 2006 á mið- vikudag. Finnland, Belgía og Lettland Kristinn verður dómari í viðureign Finnlands og Makedóniu í undan- keppni í Helsinki á miðvikudaginn. Honum til halds og trausts verða þeir Eyjólfur Ágúst Finnsson og hans. Gunnlaugur var þá einni sek- úndu aftar. Að loknum 129 km var því munurinn á þremur efstu mönn- um innan við ein sekúnda. Úrslitin réðust svo í fjórðu og síðustu um- ferð í tímatöku sem Hafsteinn Æg- ir sigraði, tóíf sekúndum á undan Gunnlaugi. Gunnlaugur vann þar með einstaklingskeppnina og íslend- ingar landskeppnina. Ólafur Ingvar Guðfinnsson sem að- stoðardómarar og Jóhannes Valgeirs- son verður varadómari. Á þriðjudag dæmir Garðar örn leik undir 21 árs landsliða Belgíu og San Marínó í Belgíu. Hjálparkokkar hans í leikn- um verða þeir Pjetur Sigurðsson og Gunnar Sverrir Gunnarsson. Vara- dómari verður Eyjólfur Magnús Kristinsson. Sama dag og í sömu keppni verður Egill Már Markús- son að störfum á leik Lettlands og Slóvakíu. Honum til aðstoðar verða Einar Sigurðsson og Sigurður Óli Þórleifsson. Varadómari verður Magnús Þórisson. íslenskir dómarar dæma erlendis Króataríárekstri Ekið var á nokkra lykilmenn í króatíska landsliðinu þegar þeir voru á leið til Keflavíkur frá Reykjavík. Meðal annars var Juventus-maðurinn Robert Kovac í bílnum. Mennirnir voru á leið heim þar sem leik- bönn og veikindi koma í veg fyrir að þeir geti haldið áfram undirbúningi fyrir HM í Þýska- landi í þessari leikjasyrpu. Fylkir- ValurÍ40+ Valur og Fylkir mætast í dag í Árbænum í úrslitaleik íslandsmótsins í knattspyrnu skipað leikmönnum 40 ára og eldri. Leikurinn hefst klukk- an 18.00 á Fylkisvelli. Þetta er í fjórða skipti sem mót er haldið í þessum aldursflokki. CollinatilJapan Þeir sem stjórna knattspyrnu- málum í Japan vonast til að fá Pierluigi Collina til að dæma í knattspyrnudeildinni þar. Collina, 45 ára, lagði flautuna nýverið á hilluna sökum reglna um aldur dómara. Hann hefur lengi þótt einn allra besti dómarinn í heiminu og segja forráðamenn í Japan að með Collina á öðrum enda flautunnar muni stuðnings- menn skilja vald dómarans. Luke Young í byrjunarliðinu Hinn 26 ára gamli varnarmað- ur Charlton, Luke Young, hefur aftur verið valinn í byrjunarlið enska landsliðsins undir stjórn Sven Göran Eriksson. Það þótti heldur óvænt þegar hann kom inn í byrjunarliðið fyrir leik Englands og Wales um helgina eftir að Gary Neville gat ekki spilað sökum meiðsla. Hann hefur greinilega náð að sanna sig fyrir sænska þjálfaranum þar sem hann er settur á völl- inn með hinum tíu byrjunar- leikmönnum enska liðsins. Skotar fá tæknivillu UEFA hefur dæmt undir 21 árs liði Skotlands 3-0 ósigur í leik gegn Italiu í undankeppni Evrópukeppninnar fyrir að hafa sett ólöglegan leikmann í leikinn. Skotar báru fyrir sig að um villu hjá stjórnendum hefði verið að ræða og buðu UEFA og ítalska knattspyrnu- sambandinu afsökunarbeiðni. UEFA tók málflutning Skota ekki til greina. Mourinho óánægður Jose Mourinho er óánægður með leik Chelsea það sem af er leiktíðinni ef marka má orð Claude Makalele. Makalele er sjálfur sammála þessu og varar við því að hin liðin eigi eftir að sækja í sig veðrið á næstunni. Þrátt fyrir yfirlýs- ingarnar situr Chelsea i efsta sæti ensku deildarinnar. Allt á einum stað fyrir bílinn þinn... bilaattan.is Smiðjuvegi 30 Sími 587 1400 Vwtiun Smur»l64 Verslun • Smurstöð • Bílaverkstæði • Dekkjaverkstæði mctm

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.