blaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 30

blaðið - 06.09.2005, Blaðsíða 30
ÞRIÐJUDAGUR 6. SEPTEMBER 2005 blaöÍA 38 I FÓLK SMÁborcrarinn Úrvalsdeild á Alþingi Smáborgarinn hefur áhuga á pólitík. Þegar hann horfir yfir hið háa Alþingi hvarflar hins vegar stundum að honum að hann ætti að finna sér annað áhugamál. Það er nefnilega ákaflega erfitt að taka mark á íslenskum alþingismönnum sem minna flestir á venjulega kontórista. Þeir sýna ekki sjálf- stæð vinnubrögð og virðast hafa fáar hugmyndir aðrar en þær sem flokkurinn hefur matað þá á. Þetta finnst Smáborgaranum ekki gott. Honum finnst að á Alþingi eigi að sitja vel upplýst og gáfað fólk sem kunni að rök- ræða og skilgreina og sé auk þess sneisafullt af hugmyndum. Smáborgarinn veit að hann er að fara fram á mikið en honum finnst það líka bara allt í lagi. Ef reka á þjóðfélagið af skynsemi þarf að kalla til allt besta fólkið og besta fólkið er ekki á þingi. Smáborgarinn vill lokka þetta fólk á þing. Ýmsu þarf að breyta til að slíkt takist. Eins og til dæmis það að hækka laun alþingismanna all verulega. Al- þingismenn eiga að vera á rífleg- um forstjóralaunum. Svo góðum launum að afburðafólk hiki ekki við að bjóða sig fram til þings. Um leið er ráð að fækka alþing- ismönnum um helming. Það er alveg nóg að hafa 20-30 manns á þingi. Þá verður Alþingi orðið eins og úrvalsdeild. Alveg eins og það á að vera. Smáborgarinn sér fyrir sér eldhúsdagsumræð- ur þar sem menn tala gullaldar íslensku, rökræða fimlega eins og forn-Grikkir og hafa skarp- ar gáfur á við Goethe. Þá verður nú aldeilis gaman að vera þegn í þjóðfélaginu. Allir ráðamenn þjóðarinnar gáfaðri en maður sjálfur. Smáborgarinn gerir ráð fyrir að i þeirri úrvalsdeild sem Al- þingi verður muni verða nokkr- ir lögfróðir menn sem muni setja réttlát lög og afnema þau vitlausu. Svo verða þarna líka forstjóratýpur sem bera hag viðskiptalífsins fyrir brjósti og einnig lýrískir menntamenn með menningarlegan metnað sem þeir vilja berjast fyrir á þingi fremur en að verða há- skólarektorar. Framboðslistar flokkanna munu verða afar forvitnilegir og kunna að bera vott um gáfna- keppni en þá mun líka koma í ljós hvar hinar skörpu línur greindarinnar liggja í pólitík. Of oft hefur það gerst að þjóð- in hefur kosið yfir sig vitlausa stjórnmálamenn. Ef gripið verð- ur til aðferðar Smáborgarans verður komið í veg fyrir það. Það verður ekki lengur vitlaust fólk í framboði þótt það kunni reyndar að vera í vitlausum flokkum. SU DOKU talnaþraut Lausn á 45. gátu verður að iinna i blaðinu á morgun. Leiðbeiningar Su Doku gengur út á að raða tölunum frá 1-9 lárétt, lóðrétt og 1 þar til gerð box sem innihalda 9 reiti. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í hverri línu og innan hvers box. Allar gátur er hægt að ráða út frá þeim tölum sem gefnar eru upp í upphafi. Leitað er að talnapörum og reynt að koma þeirri þriðju fyrir. Tökum dæmi ef talan 7 er í efsta boxinu vinstra megin og því neðsta líka, ætti ekki að vera erfitt að átta sig á hvar 7 á að vera í miðju-boxinu. Ef möguleikarnir eru tveir er ágætt að skrá þá hjá sér og halda áfram. Lausn á 44. gátu lausn á44. gátu 4 9 5 6 1 7 2 3 8 7 6 2 5 8 3 4 1 9 8 1 3 2 4 9 7 6 5 3 4 9 7 2 5 6 8 1 2 5 1 8 3 6 9 4 7 6 8 7 4 9 1 5 2 3 1 2 4 9 5 8 3 7 6 9 7 8 3 6 2 1 5 4 5 3 6 1 7 4 8 9 2 45. gata 8 4 7 2 4 3 6 5 1 9 3 6 7 6 9 41 3 5 1 2 7 1 5 9 8 3 1 8 5 Rimœlisgling ur Beyonce Sumar stúlkur eru heppnari en aðrar og ef skartgripaeign er mæli- kvarði er Beyonce ein af þeim allra heppnustu. Kærastinn, Jay-Z, splæsti nefnilega í mjög dýrt glingur til að gera 24 ára afmæli hennar eftirminnilegt. Rapparinn gróf upp úr vösum sínum ansi háar upphæðir til kaupa á viðeigandi skart- gripum fyrir stjörnuna. Fyrstan mætti telja dem- ants- og rúbínhring semmetinnerái.2millj- a ónir sterlingspunda. En það dugði ekki til, því hann bætti við þrjúhundruð þús- und punda armbandsúri í stíl. Kærustuparið, sem ætlar sér að ganga í það heilaga í næsta mánuði, er frægt fyrir smekk sinn fyrir dýr- um skartgripum og hönnunarfötum. Hvað ætli brúðarkjóllinn og hringurinn komi eigin- lega til með að kosta? ar sig upp Lítið hefur heyrst í Michael Jack- son síðan í réttarhöldunum yfir honum en kjaftasögur eru farnar að heyrast um meiriháttar átak sem hann er í. Hann er sagður halda sig í Bahrain, þar sem hann lyftir lóðum og undirbýr endur- komu sina á sviðið. Hann ætlar líka að fá sér nýjar sérsniðnar hárkollur og fara aðeins að slaka á í andlitsfarða notkuninni. Þetta ku allt vera hluti af átaki sem for- eldrar hans undirbjuggu til að gera honum kleift að syngja aft- ur. Fyrir aðdáendur hans eru svo bestu fréttirnar að hugsanlega er í bígerð langtímasamningur um að syngja í Vegas. ■ Courteney rœðir sögurnar um lystarstol Courtney Cox hefur nú lýst skoðun sinni á kjaftasögunum um að hún þjáist af lystarstoli. Hin 41 árs fyrrum „vinur“ segir hreinskilnislega að hún sé bara eins og hún vilji sjálf vera. Þegar hún er spurð út í skoðun sína á því að hafa verið tahn of grönn í þáttunum svarar hún: „Ég finn ekki til ábyrgðar. Ef mér lík- ar vel við mig á einhvern ákveðinn hátt, ætti ég ekki að þurfa að taka ábyrgð á lystarstolsfar- aldri um allan heim út afþví. Ég ræð ekki yfir neinum nema mér sjálfri og ef ég er ánægð með mína þyngd, þá held ég henni. Ég þjáist ekki af átröskun." Hún hélt áfram og tjáði sig um fjölmiðla: „Égmanaðeittblað skrifaði:„Courten- ey Cox talar um búlímíu sína, “Ég sagði ekkert um það. Þau spurðu mig og ég svaraði að ég myndi ekki kasta upp þótt þau borguðu mér fyrir. Af hverju ætti ég svo sem aðgeraþað?” HVAÐ SEGJA STJÖRNURNAR? Steingeit (22. desember-19. janúar) $ ÞNú er góður tími til að takast á við ný verk- efni eða laða að nýja kúnna. Sýndu frumkvæði og láttu hlutina gerast V Það er hægt að gleyma sér í framagirni en ekki ^leyma að leika pér. Leyfðu hjartanu að ráða brot ur aegi og einhver gæti tekið eftir því, -og þér. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) $ Reyndu að kynnast einhverjum í vinnunni sem þu hefúr ekki talað við áður. Það er eott að þekkja ólíkt fólk og breikka þannig sjóndeildar- nringmn. V Þú ert allur í tilraunamennskunni þessa dag- ana. Reyndu að vera opinn fyrir því óvænta í ást- armálunum líka því ástin gæti birst á ólíklegustu stöðum.. ©Fiskar (19.febrúar-20. mars) $ Þú sjálfur ert lykillinn að þeim nauðsynlegu framfbrum sem þurfa að eiga sér stað. Sannfærou yfirmanninn um það og þú ert á grænni grein. V Vertu viss um hvað þú vilt og vilt ekki í ástar- málunum. Stiörnurnar segja að nú sé rétti tíminn til að huga að framtíðinm og laga það sem betur mætti fara. Hrútur (21. mars-19. apríl) $ Persónutöfrar þínir eru meira en nægjanlegir til að vinna þau malefni sem liggur á. Slepptu þér og allt gengur betur. V Þú þarft ekki að lyfta fmgri í dag —lyftu bara augabrun eða brostu f rétta átt og það koífaUa allir fyrir þér. Þú gætir alveg vanist þessu. Naut (20. apríl-20. maí) $ Þú ert fullur af jákvæðri orku og eetur beitt henni á uppáhaldsverkefnin þín. Einnver gæti þurft á þínum ráðum að halda en að mestu leyti færðu fnð fyrir þig í dag. V Gefðu þér það sem þú þarft mest á að halda: Lestu góða bók og borðaðu súkkulaði og fsrst þú ert að pessu, fáðu þig lausa/n úr vinnu. Elskaðu sjálfa/n þig og heimurinn elskar þig líka. I Tvíburar . 12.1. maí-21. jý.nfl....... $ Það er rafmagn í kringum þig og mannleg saraskipti ættu þvfað ganga vel i dag. Þu ert í stuði í vinnunni og það er kraftur í þér. V ÞRafmagnið leiðir út i rómantikina lika og all- ir vilja eyða með þér tíma enda glóirðu bókstaflega. Haltu áfram svona. ©Krabbi (22. júnf-22. JÚIO $ Hugmyndir fljúga á milli manna í dag og þú gætir átt nokkrar góðar. Hentu þér út i samvinnu eða fáðu aðra til að bakka þinar nugdettur upp. V Jafnvel áður en þú ert búin/n að uppgötva hvað þú vilt hefur það birst beint fyrir framan nef- ið á þér. Á meðan allt gengur svona vel, berðu upp mikuvægustu óskina. Segðu hana upphátt.. Ljón (23. júlf- 22. ágúst) $ Þú ert réttur maður á réttum tíma og það taka allir effir þér. Þú gætir haff áhrif á framvindu mála i vinnunni þinni. Nýttu þér það.. V Þetta lltur kannski ekki út fyrir að vera góð- ur dagur fyrir rómantik en það væri synd að sóa honum því það er mikil orka i loftinu. Reyndu að daðra eins mikið og þú mögulega getur. Meyja (23. ágúst-22. september) $ Nú er tíminn til að láta bera á sér. Segðu skrýtlu á fundum dagsins eða farðu i fyndinn bol V Geturðu ekki ákveðið þig með eitthvað eða einhvern? Hittu einhvern vm pinn og ræddu um það. Oft hjálpar að tala um hlutina, þá verða þeir skýrari fyrir manni. ©Vog (23. september-23. október) $ Þú hefur óþnótandi orku til félagsmála um þessar mundir. Stökktu á einhvern vinnufélaga og dragðu hann með á djammið. Einnig er góður timi tilað sanka að sér nyjum sambönaum. ▼ Listræna hliðin þín blómstrar núna. Málaðu, semdu ljóð, taktu myndir, búðu til styttur. AUt það sem þér dettur í hug og er skapandi er þess virði að kanna svolítið betur. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) $ Upplýsingarnar sem þijg vantar gengur eitt- hvað erfiðlega að ná í, en naíðu engar áhyggjur. Þetta skýrist allt í lok dagsins. ^ Þér líður stórkostlega, en hjartað er eitthvað efins. Vertu ekkert að velta þér upp úr því. Njóttu stundarinnar og vertu með það á nreinu að taka engar ákvarðamr íyrr en þú ert tilbúin/n. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) í Þú skemmtir þér vel að fara yfir mismunandi möguleika fyrir íramtíðina. Þú þarft samþykki yfirmanna en það verður miklu auðveldara en þú nélst. V í dag geturðu sannfært alla um það sem þú þarft, iafnt stór mál sem smá. Stjarna þín sldn skært í dag.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.