blaðið


blaðið - 17.10.2005, Qupperneq 2

blaðið - 17.10.2005, Qupperneq 2
2 I INWLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaöiö Fjölmiðlar: Skorður á eignarhald 1 ályktun landsfundar sjálf- stæðismanna um menningar- mál var vikið að lagaumhverfi fjölmiðla og er þar mælst til þess að lagaskorður verði settar við þvi að fyrirtæki með yfirburðastöðu á markaði geti jafnframt átt í íjölmiðlum. Á hinn bóginn er ekki fyllilega ljóst hvaða leið landsfund- urinn vill fara í því, en fram hefur komið að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, og nýkjörinn varaformaður flokksins, er ekki á sama máli og Davíð Oddsson, fráfarandi formaður, um það. 1 ályktuninni sagði að nauðsyn rammalöggjafar um starfsemi fjölmiðla hefði orðið æ augljósari upp á síðkastið, en þessi veigamikli og viðkvæmi þáttur lýðræðislegrar umræðu þyrfti að njóta óskorðaðs trausts almennings. „Koma þarf í veg fyrir samþjöppun og einokun á fjölmiðlamarkaði svo stórir aðilar á markaði fái ekki neytt aflsmunar til þess að hafa áhrif á fréttaflutning og skoð- anamyndun í landinu. Skorður á eignarhaldi fjölmiðla kunna að vera nauðsynlegar til að ná þeim markmiðum að tryggja heilbrigða samkeppni og fjöl- breytni á fjölmiðlamarkaði." Ennfremur sagði að í kjarna sjálfstæðisstefnunnar fælist andóf gegn einok- un og hringamyndun. Stjórnarskráin: Synjunarvald forsetans út í ályktun um réttarfars- og stjórnskipunarmál, sem samþykkt var á landsfimdi Sjálfstæðisflokksínsýségír að eðlilegt sé að I. og II. kafli stjórnarskrárinnar verði færðir til nútímalegra horfs. Þar á meðal að skýrar verði kveðið á um inntak þingræðis, stöðu forseta lýðvéldisins og myndun, eðli og valdheimildir ríkisstjórn- ar. Óhjákvæmilegt er því að ákvæði 26. greinar um synjunar- vald forseta verði fellt úr gildi. Miðstjórn Níu konur kosnar Kosningu til miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins lauk um hádegisbilið í gær. Kosið var um eflefu laus sæti í miðstjórn- inni og sóttust tuttugu og fjórir einstaklingar eftir því að ná kjöri. Athygli vekur að af eflefu einstaklingum sem kosnir voru í miðstjórnina að þessu sinni eru nfu konur. Nýrformaður Sjálfstœðisflokksins Geir fékk afgerandi kosningu Tímamót urðu í íslenskri stjórnmálasögu þegar Geir H. Haarde var kjörinn formaður Sjálfstœðisflokksins á landsfundi flokksins sem lauk í gcer. Hannfékk afgerandi kosningu eða rúm 94 prósent greiddra atkvœða. Geir H. Haarde fékk afgerandi kosningu eða alls 94,3% gildra at- kvæða. 23 aðrir sjálfstæðismenn hlutu samtals 65 atkvæði. Auðir seðlar voru 40. Ábyrgðamesta starf á íslandi Geir sagðist í ræðu sinni vera þakk- látur fyrir það traust sem hann nyti innan Sjálfstæðisflokksins. „Ég mun leggja mig fram um að rísa undir þessu mikla trausti sem mér er sýnt,“ sagði nýi formaðurinn. Hann sagði að starf formanns Sjálf- stæðisflokksins væri ábyrgðarmesta starf á íslandi. Hann sagði ljóst að flokkurinn væri sameinaður eftir þennan lands- fund. „Við erum ósigrandi þegar við stöndum saman og þá eru andstæð- ingarnir hræddir við okkur.“ Geir sagði í ræðu sinni að mikilvægt væri að efla starf flokksins fyrir komandi~ sveitarstjórnarkosningar og sagði auk þess mikilvægt að virkja þann stuðning sem flokkurinn nyti nú. Davíð kveður Davfð_ Oddsson, fráfarandi formað- úrjíagðist hrærður yfir þeim mikla stuðningi sem nýi formaðurinn fékk Blaöit/Frikki og sagðist geta horfið af hinu pólit- íska sviði „glaður og keikur". Hann sagðiþýðingarmikið að Geir nytivel- gengni í formannsstarfinu því þegar formanjúSjáJfstæðisflokksins gengi vel þá gengi þjóðinni vel. ■ Samhent forysta Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir hlaut örugga kosningu í varaformannssœtið á landsfundi Sjálfstœðisflokksins ígær. Kristján Þór Júlíusson tók tapinu karlmannlega. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir var kjörin varaformaður Sjálfstæð- isflokksins með 728 atkvæðum á landsfundi flokksins. Það eru 62,3% atkvæðá og er því óhætt að segja að hin nýja forysta hafi traustan stuðn- ing að baki sér. Kristján Þór Júlíus- son, bæjarstjóri á Akureyri, laut í lægra haldi fyrir Þorgerði Katrínu með 424 atkvæði, en hann bar sig karlmannlega eftir kjörið og sagði að mikilvægt væri fyrir flokkinn að standa þétt saman að baki nýrri forystu. I ávarpi sínu til fundarins eftir að hún var lýst réttkjörinn varafor- maður sagðist Þorgerður Katrín afar þakklát fyrir hinn mikla og af- gerandi stuðning við sig. Taldi hún mjög mikilvægt fyrir hina nýju for- ystu að fá slíkt vegarnesti svo öllum yrði ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn stæði heill og óskiptur þó breyting- ar væru gerðar í brúnni. „Þegar Sjálfstæðisflokkurinn er á flugi er öll þjóðin á flugi,“ sagði Þorgerður í ræðu sinni. Varaformaðurinn vék máli sínu sérstaklega að fráfarandi formanni og þakkaði honum „drengilega og einlæga kosningabaráttu“. Þorgerður Katrín sagði ljóst að mikið og erfitt starf væri framund- an hjá sjálfstæðismönnum, sveitar- stjórnarkosningar á komandi ári og eins styttist í þingkosningar. Mikil- vægt væri að þjóðin fyndi samhljóm með Sjálfstæðisflokknum í kosning- Blatiö/Frikki unum og það kæmi í hlut forystunn- ar og trúnaðarmanna flokksins að vinna það starf. ■ Upplýsingatœkni: Rafrænar kosningar skoðaðar I ályktun landsfundar Sjálf- stæðisflokks um upplýsinga- tæknimál segir að kanna skuli með hvaða hætti notkun upplýsingatækni geti einfald- að framkvæmd kosninga án þess að öryggi og leynd þeirra sé stefnt í hættu. Með þessu vill flokkurinn opna á þann möguleika að fara í rafrænar kosningar þó ekki komi fram hvenær það eigi að verða. í sömu ályktun er sérstak- lega íjallað um persónuupp- lýsingar og sagt að tryggja þurfi leynd þeirra, án þess að hömlur séu settar á starfsemi fyrirtækja eða framgang nýrrar tækni. Gera má ráð fyrir að nýleg birting á tölvupósti Jónínu Benediktsdóttur hafi haft þarna eitthvað að segja. Orkumál: Vilja einka- væða Lands- virkjun I ályktun sjálfstæðismanna um orkumál var einkavæðing Landsvirkjunar lögð til, án þess þó að sérstök áhersla væri lögð á þann þátt. I ályktuninni sagði að með nýjum raforkulögum hefði ver- ið lagður grunnur að markaðs- umhverfi í raforkuviðskiptum, með samkeppni í framleiðslu og sölu raforku og þeirri skoð- un lýst að æskilegt væri að nýir aðilar kæmust inn á markað svo samkeppni væri virk. Minnt var á að orkufyrirtæki landsins væru enn að mestu í opinberri eigu, en hugmyndir væru uppi um sameiningu og samstarf nokkurra þeirra. „Við sameiningu orkufyrirtækjanna skal taka tillit til þess að veru- leg hagræðing náist, samkeppni skerðist ekki og hugað verði að því að einkavæða a.m.k. hluta starfsemi orkufyrir- tækja, þ.m.t. Landsvirkjun, á komandi árum. Til þess að svo megi verða þarf að setja lög um nýtingarétt auðlindanna.“ Auglýsiiujadeild 510-3744 LilELIIiS EGLA bréfabindi frá MÚLALUNDl fást í næstu bókaverslun Við kaup á EGLA bréfabindum er stutt við bakið á mörgum sem þurfa á því að halda. Veljum íslenskt! \i Múlalundur sími 562 8500 www.mulalundur.is Á i i.: k \ Á V (3 Heiðskírt (3 Léttskýjað ^ Skýjað ^ Alskýjað Rigning, lítilsháttar Y// Rigning 9 9 Súld Ý. 't' Snjókoma 9 * \j~j Slydda Snjóél \-j < Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Frankfurt Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madríd Mallorka Montreal New York Orlando Osló Parls Stokkhólmur Þórshöfn Vfn Algarve Dublin Glasgow 14 22 12 08 13 12 09 10 16 20 22 10 12 18 09 18 08 11 10 20 14 14 5° 0 // / // % // /// 10° 10° /// // / // // / // Ámorgun 9C Veðurtiorfur í dag Id: 18.00 Veðursíminn Byggt á upptýsingum frá Veöurstofu ísiands /// W*'/// // / // 9°

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.