blaðið - 17.10.2005, Side 4

blaðið - 17.10.2005, Side 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaöiö fslending- ar duglegir yið Everest- göngur Breska blaðið Daily Record hefur reiknað það út að Island sé í öðru sæti þegar reiknað er út hversu margir hafa hlut- fallslega komist á tind hæsta fjalls heims, Everest. Aðeins Nepalbúar eru hlutfallslega duglegri við að senda menn á topp fjallsins sem kemur vart á óvart því Nepalbúar fylgja flest- um fjallgönguhópum á tindinn. Rúmlega 19 Nepalbúar af hverj- um milljón íbúum hafa farið á topp fjallsins, en rúmlega 10 Is- lendingar af hverri milljón hafa gert það. Slóvenar eru í þriðja sæti og svo Nýsjálendingar. Fjórir Islendingar hafa kom- ist á tind Everest en þeir eru Björn Ólafsson, Einar Stefáns- son, Hallgrímur Magnússon og Haraldur Örn Ólafsson. Flóðið á Höfn í Hornafirði Of snemmt að meta tjónið Rigningin á Hornafirði um helgina olli Hornfirðingum miklum óþœgindum en annað eins vatnsveður muna elstu menn ekki eftir. Þráttfyrir vatnsveðrið fjölmenntu Hornfirðingar á rokksýningu hornfirska skemmtifélagsins á laugardagskvöld. „Þetta er allt að vinnast og við erum farnir að sjá staði sem sáust ekki í gær. Það eru allavega allir vegir orðnir færir,“ sagði Jóhann Hilmar Haraldsson hjá lögreglunni á Höfn í Hornafirði í samtali við Blaðið en rigningunni hafði þá að mestu slot- að. Frá Veðurstofu Islands fengust þær upplýsingar að áframhaldandi rigningu væri spáð á þessum slóð- um, sem og um mest allt land, en hún yrði þó ekki eins mikil og hún var á laugardag. Talsverð óþægindi Hornfirðingar urðu fyrir talsverðum óþægindum vegna flóðsins. Vegir voru ófærir og víða flæddi inn í kjall- arahúsa. Höfðu bæjarstarfsmenn og slökkvilið í nógu að snúast að dæla vatninu burt en vatn var allt að eins metra hátt á sumum stöðum í bæn- um. Lögreglan segir að of snemmt sé að meta hversu mikið tjónið sé af völdum rigningarinnar. Lagnakerfið brást Sigfús Þorsteinsson er einn af þeim sem varð fyrir óþægindum en hann býr neðarlega í bænum þar sem flóð- ið var mest. „Það var á tímabili um 30 til 40 millimetra hátt vatnsyfir- borðið hjá mér,“ segir hann og allt gólfefni í íbúðinni hans Sigfúsar er ónýtt. „Ég reyndi að halda þessu í horfinu en síðan gafst maður bara upp á því,“ sagði hann. Hann sagði augljóst að lagnakerfi bæjarins hefði ekki ráðið við slíkt vatnsviðri. mynd/www.homafjordur.is Það mun áfram rigna á Höfn í Hornafirði næstu daga en þó ekki eins mikið og á laugardag. Fæst í apótekum um land allt. Georg Hannah Keflavík, Hárhús Kötlu Akranesi, Brúskur Grafarvogi og Hársnyrtistofan Pílus Mosfellsbæ. TILBOÐ fagor 9 ÞVOTTAVÉL 1300 SNÚNINGA Verð kr. 49.900 Áður kr. 78.000 RÖNNING Borggrtúni 24 | Reykjovík | Simi: 562 4011 | Óseyri 2 | Akureyri | Simi: 460 0800 Djammað þrátt fyrir flóðið Hornfirðingar létu rigninguna ekki eyðileggja fyrir sér helgina og á laug- ardagskyöldið var haldin heilmikil tóníistarveisla á Hótel Höfn á veg- um hins hornfirska skemmtifélags. „Flóðin höfðu engin áhrif og það var stútfullt hjá okkur. Það þarf meira til að eyðileggja svona skemmtuii hjá Hornfirðingum," segir Sigurður Mar Halldórsson, gítarleikari. „Það var að vísu fimmtíu manna hóp- ur frá Seyðisfirði sem var fastur .á Djúpavogi á aðfaranótt laugardags en hann komst til okkar í tæka tíð,“ sagði Sigurður. ■ Allt á floti alls staðar. Götur voru víða ófærar á Höfn í um helgina. Fuglaflensufaraldurinn: Ekki ólíklegt að hann komi til íslands Haraldur Briem sóttvarnarlæknir segir ekki ólíklegt að fuglaflens- an komi til íslands. Haraldur segir að ekki verði hægt að kaupa bóluefni gegn inflúensunni fyrr en menn vita nákvœmlega hvaða veira valdi heimsfaraldri. Fuglaflensufarafdurinn gæti breiðst hratt út og reikna Bretar með því að hann komi til Bretlands. Ef hann kemur þangað er nær öruggt að hann komi til fslands. „Það er ekki hægt að kaupa nein bólu- efni strax einfaldlega vegna þess að þau eru ekki til,“ segir Haraldur Bri- em, sóttvarnarlæknir, þegar Blaðið spurði hann hvort Islendingar hafi keypt bóluefni gegn fuglaflensuveir- unni. „Það kemur fyrir í þessari umræðu að menn gera ekki greinar- mun á bóluefnum og lyfjum. Við höf- um þegar keypt lyf fyrir þriðjung þjóðarinnar sem geta haldið veir- unni í skefjum en það er ekki hægt að hefja framleiðslu á bóluefnum fyrr en þú veist nákvæmlega hvaða veira veldur mannskæðum heimsfar- aldri,“ segir Haraldur. Landlæknirinn í Bretlandi, Li- am Donaldson, sagði um helgina að fuglaflensu heimsfaraldurinn myndi koma til Bretlands fyrr eða síðar. Haraldur segir að ef fugla- flensan komi til Bretlands þá komi hún til íslands. „Hún kemur hingað ef hún kemur til Bretlands, það er al- veg á hreinu,“ segir Haraldur og seg- ir auk þess sem það sé ekki ólíklegt að heimsfaraldur inflúensu meðal manna komi upp núna. „Þeir koma upp að meðaltali þrisvar sinnum á öld og síðast var faraldur árið 1968. Það er því ekki ólíklegt að hann komi upp núna,“ segir hann. Þegar inflúensufaraldurinn kom upp árið 1918 var gripið til róttækra ráðstafana á íslandi til að hefta út- breiðsluna. Holtavörðuheiðinni var lokað og menn máttu ekki fara aust- ar en til Víkur í Mýrdal. „Líklega varð það til þess að Austurland og Norðurland sluppu," segir Haraldur. Aðspurður hvort slíkar ráðstafanir kæmu til greina nú segir hann að það yrði skoðað en það gæti orðið erfitt. „Nútimasamgöngur gætu gert slíkar ráðstafanir erfiðari í framkvæmd en ef slíkur faraldur kæmi upp myndum við örugglega loka skólum og samkomuhúsum. Hitt yrði auðvitað skoðað líka,“ seg- ir Haraldur. ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.