blaðið - 17.10.2005, Síða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaöiö
Austurland:
Enn mótmæli
gegn álveri
Slagorð gegn Alcoa blöstu við
íbúum á Austurlandi á föstu-
daginn. Skiltin voru á Kaupfé-
lagshúsunum á Seyðisfirði og
Egilsstöðum og á þéttbýlisskilti
utan Egilsstaða í gærmorgun.
Annars vegar hafði verið ritað
Alcoa - go home eða Alcoa
- farðu heim og hins vegar
Alcoa greeds, Iceland bleeds
eða Alcoa græðir, íslandi blæðir.
Lögreglan á Egilsstöðum vissi
ekki hverjir voru að verki. ■
Líkamsárás:
Réðst á mann
með hnífi
Lögreglan á Selfossi handtók
karlmann á fertugsaldri upp úr
miðnætti aðfaranótt sunnu-
dags fyrir að leggja til annars
manns með hnífi á skemmti-
stað í bænum. Sá sem varð fyrir
árásinni slasaðist minniháttar
að sögn lögreglu. Árásarmað-
urinn situr nú bak við lás
og slá og bíður yfirheyrslu. ■
Eldri borgarar:
Könnun um
búsetukosti
Félagið óoplús í Hafnarfirði
ætlar á næstu dögum að kanna
hug eldri borgara í sveitarfé-
laginu um hvernig þeir vilji að
búsetumálum þeirra verði hátt-
að í framtíðinni. I tilkynningu
frá samtökunum í gær segir að
eldri borgarar í Hafnarfirði hafi
ekki áður verið spurðir beint
um eigin mál, óskir og langanir.
I könnuninni nú á að kanna
hvort eldri borgarar hafi áhuga
á að búa í íbúðum í blokkum,
htlum raðhúsum, sambýlum,
dvalarheimilum eða í lidum
þjónustukjörnum. Gert er ráð
fyrir að könnuninni verði lokið
fyrir 25. október og má gera ráð
fyrir að niðurstöður hennar
liggi fyrir fljótlega upp úr þvi. ■
GÓÐHEILSA
GULU BETRl
www.nowfoods.com
Mikill munur á könnunum
Yfir 10% munur er áfylgi Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík í tveimur nýlegum skoðanakönn-
unum. Gallup segirfylgi flokksins vera 56% en Félagsvísindastofnun segirþað 46%
Báðar kannanirnar sem um ræðir
eru nýlegar. Sú fyrri var gerð af fyrir-
tækinu Gallup og var meðal annars
sagt frá niðurstöðum hennar hjá
RUV 23. septembersíðastliðinn. Hin
könnunin var gerð af Félagsvísinda-
stofnun Háskóla Islands og voru
niðurstöður hennar kynntar nú um
helgina. Samkvæmt könnun Gallup
fengi Sjálfstæðisflokkurinn rúmlega
56% atkvæða en fylgi flokksins mæl-
ist hins vegar tæp 46% í könnun Fé-
lagsvísindadeildar. Munur er á fylgi
allra flokka f könnununum tveimur.
Hjá Gallup mælist Samfylkingin
með tæp 28% og Vinstri-grænir
með rúm 11% en Félagsvísindadeild
segir fylgi Samfylkingar tæp 31% og
Vinstri-grænna tæp 15%. Framsókn-
arflokkur og Frjálslyndi flokkurinn
mælast síðan með mun minna fylgi
í báðum könnunum.
Munur á vinnubrögðum?
Eftir stendur að munurinn á fylgi
Sjálfstæðisflokksins er mjög mikill
og í raun meiri en svo að hægt sé
að skýra hann með fylgisbreytingu
á þeim tíma sem leið á milli gerð
þessara tveggja kannana. Sérfræð-
ingar sem Blaðið ræddi við í gær
segja að munur á framkvæmd gæti
haft einhver áhrif. Kannanir séu
oft framkvæmdar á þann hátt að
fyrst er spurt hvað viðmælandi ætli
að kjósa í næstu kosningum. Ef við-
komandi getur ekki svarað því er
haldið áfram og t.d. spurt hvað við-
komandi myndi kjósa ef kosið yrði í
dag. Ef ekki kemur svar gæti næsta
spurning verið - er líklegra að þú
kysir þetta eða hitt? Allt þetta er
gert til að fá sem hæst svarhlutfall
og um leið meiri nákvæmni. Hefðin
sé hins vegar sú að vinstrimenn séu
frekar óákveðnir um hvað þeir ætli
að kjósa og því gæti aukin eftirfylgni
aukið fylgi vinstri flokkanna í skoð-
anakönnunum. Enginn af þeim sem
Blaðið ræddi við í gær gat hins vegar
fullyrt um að þetta væri skýringin á
mismunandi niðurstöðum kannan-
anna tveggja. ■
Mikill munur er á tveimur skoðanakönnunum sem gerðar voru með stuttu
millibili á kjörfylgi stjórnmálaflokkanna í Reykjavík. Mestur munur mælist á fylgi
Sjálfstæðisf lokksins, eða rúm 10%. Munur á mældu fylgi annarra flokka er mun minni.
BlaÖið/SteinarHugi
250 skákir á 33 tímum
Skákmaraþoni Hrafns Jökulssonar i Kringlunni lauk um helgina eftir að forseti Hróksins hafði teflt 250 skákir án þess að unna sér hvíldar í 33 klukkustundir. Af
skákunum 250 tapaði Hrafn aðeins 17 skákum og gerði 35 jafntefli.Tilgangur skákmaraþons Hrafns var söfnun vegna skáklandnáms Hróksins á Grænlandi og safn-
aðist fyrir um 500 skákborðum handa krökkum á Austur-Grænlandi.
Byggingaverk- eða tæknifræðingar
Ris ehf óskar eftir að ráða 2-3 kraftmikla
og duglega starfskrafta til starfa.
Starfssvið:
# Tilboðs- og útboðsgerð
# Magnútreikningur
# Verkefnastjórnun
# Verkáætlanagerð
# Byggingastjórnun
# Hönnunarstörf
Menntunar- og hæfniskröfur:
# Byggingarverk- eða tæknifræðingur
# Reynsla af tilboðs- og útboðsgerð
# Frumkvæði og sjálfstæði í starfi
# Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
#/!,,,
Ris ehf er byggingarfyrirtæki sem var stofnað árið 1966.
Verkefnin eru umfangsmikil og er fyrirtækið virkt á
útboðsmarkaði auk þess að byggja og selja íbúðir og
atvinnuhúsnæði i eigin reikning.
Hjá Ris ehf starfa I dag um 100 manns.
Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að skila inn
umsóknum á skrifstofu fyrirtækisins að
Skeiðarási 12,210 Garðabæ.
Umsóknarfrestur er til og með 20.október nk.
Nánari upplýsingar gefa:
Kristinn Jörundsson í sima 693-3343
og Jón Gunnar Sævarsson í síma 663-7632.
Skilorðsbundið
fangelsi fyrir fjárdrátt
Karlmaður á sextugsaldri var í
Héraðsdómi Vestfjarða í síðustu
viku dæmdur í 10 mánaða fangelsi,
skilorðsbundið í þrjú ár, fyrir fjár-
drátt í opinberu starfi. Maðurinn
dró sér rúmlega 17 milljónir króna
í yfir 100 færslum en endurgreiddi
féð að verulegu leyti á því tímabili
sem ákæran nær til og hefur nú
endurgreitt féð að fullu. Litið var .
til þess við ákvörðun refsingar að '
ákærði gerði enga tilraun til að
fela brot sitt, játaði það og lét sjálf-
ur af starfi vegna þess. Þá hefur
hann ekki sætt refsingu áður og
hefur endurgreitt allt það fé sem
hann dró sér. Til þyngingar var
aftur á móti litið til þess hversu
mikið fé maðurinn dró sér í opin-
beru starfi. ■
.^<1 4 a t >4