blaðið - 17.10.2005, Síða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 bla6iö
Fimm her-
menn falla
í Bagdad
Fimm bandarískir hermenn
létu lífið þegar sprengja sprakk
við vegkant skammt vestur af
Bagdad um helgina. Bíll her-
mannanna ók yfir sprengjuna
í bænum Ramadi, í hjarta þess
svæðis sem súnní-arababar
ráða. Mikið hefur verið um of-
beldi í Ramadi að undanfbrnu
og var meðal annars skotið
á kosningamiðstöð í bænum
í gær á meðan almenningur
greiddi atkvæði í kosningunum
í landinu. Þá brutust út átök
milli bandarískra hermanna
og heimamanna í miðbænum.
Tæplega 2000 bandarískir
hermenn hafa látíð lífið í Irak
frá því að innrásin í landið
hófst í marsmánuði árið 2003.
Pakistan
Allt að 100
þúsund
manns létust
í jarðskjálft-
anum
Stöðugt finnast fleiri lík eítir
jarðskjálftann sem reið yfir
Pakistan. Nú þegar hafa yfir 40
þúsund lík fundist og Pervez
Musharaff, forseti landsins,
segir að tala látinna muni
hugsanlega fara yfir 100 þús-
und. Miklar rigningar voru á
svæðinu um helgina og hafa
björgunaraðgerðir gengið erfið-
lega. Talið er að tvær milljónir
manna hafi ekkert húsaskjól en
aðeins um 18 þúsund tjöldum
hefur verið dreift til þurfandi
íbúa. Miklir erfiðleikar eru í
heilbrigðisþjónustunni, en yfir
60 þúsund manns slösuðust í
skjálftanum. Mjög kalt er á nótt-
unni á skjálftasvæðinu, sem er í
íjalllendi, og er óttast að margir
þoli ekki að hýrast úti í þeirri
veðráttu sem nú er. Musharref
forseti hefur metið tjónið eftir
skjálftann á um 5 milljarða dala.
Kosningar í írak
Rice bjartsýn á að stjórnar-
skráin hafi verið samþykkt
Góð kosningaþátttaka.
Þrír afhverjumfjórum atkvœðisbœrra manna í Bagdad greiddu at
kvœði. Súnni-arabarfjölmenna á kjörstaði.
Condoleeza Rice, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, segist bjartsýn á
niðurstöður í atkvæðagreiðslunni
um stjórnarskrá Iraks, en milljónir
íraka gengu að kjörborðinu í gær.
Rice segist reyndar ekki vera viss
um útkomuna, en að vonandi verði
stjórnarskráin samþykkt. Rice sagð-
ist í samtali við fréttamenn í Lund-
únum, þar sem hún er stödd, hafa
rætt við Zalmay Khalilzad, sendi-
herra Bandaríkjanna í írak, í síma
og hann hafi verið jákvæður í um-
sögnum sínum um kosningarnar.
Talið er að það taki marga daga
að telja atkvæði í kosningunum en
greidd voru atkvæði á um 5.800 stöð-
um í landinu. Talið er að kosninga-
þátttaka hafi verið nægilega mikil
til að kosningarnar teljist löglegar
og að niðurstaðan sé marktæk. Fare-
ed Ayar, sem sæti á í kjörnefnd, seg-
ir að írakar hafi sent skýr skilaboð
til heimsbyggðarinnar og að lands-
menn hafi áttað sig á þvi að besta
leiðin til að eiga við pólitísk vanda-
mál sé að greiða atkvæði.
Samkvæmtsíðustutölumvarkosn-
ingaþátttaka allt að 75% í Bagdad og
sjö öðrum héruðum í írak og á bil-
inu 33-66% í átta héruðum. Minnst
þátttaka var í suðurhluta landsins,
eða í Qadisiya héraði, þar sem hún
virðist hafa verið undir 30%.
Súnni-arabar sniðgengu kosning-
arnar sem voru í Irak í janúar síðast-
liðnum en samkvæmt fregnum nú
var góð þátttaka í þeirra röðum. ■
Danskir sjóliðar fögnuðu fæðingu nýs erfingja dönsku krúnunnar með því að skjóta úr fallbyssum á iaugardag. Friðriki prinsi og hinni
áströlsku konu hans, Mary, fæddist þá sonur á háskólasjúkrahúsinu í Kaupmannahöfn. Ekki er búið að gefa barninu nafn. Friðrik prins
var viðstaddur fæðinguna sem tók tfu klukkustundir, en Mary átti prinsinn tveimur vikum fyrir tímann. Móður og barni heilsast vel og
sjálfur segist Friðrik prins vera í skýjunum. Margrét drottning mætti síðan á laugardag með blómvönd á sjúkrahúsið. ■
Breski landlœknirinn
Fuglaflensa mun berast til Bretlands
Telur að allt aðfimmtíu þúsund manns muni látast af völdum fuglaflensu
Liam Donaldson, landlæknir
Bretlands, segir að fuglaflensa
muni óhjákvæmilega berast til
landsins, það sé ekki spurning hvort
heldur hvenær. Hann telur að fugla-
flensuveiran muni stökkbreytast
með flensu í mönnum. Donaldson
lét þessi orð falla í viðtali við BBC.
Framtíðin er ekki björt hvað þessi
mál varðar því hann telur að allt að
50 þúsund manns muni deyja afvöld-
um fuglaflensu í Bretlandi. „Raunar
getur þessi tala orðið mun hærri því
við vitum ekki hversu vel gengur að
ráða niðurlögum fuglaflensunnar
þegar hún fer að gera vart við sig fyr-
ir alvöru.“
Landlæknirinn segir að venjulega
látist um 12 þúsund manns árlega í
Bretlandi af völdum flensu þannig
að allt geti gerst þegar fuglaflensu-
veiran stökkbreytist. „Við getum
ekki komið í veg fyrir þennan farald-
ur þar sem þetta er náttúrulegt fyrir-
brigði sem mun koma,“ segir hann.
Bresk stjórnvöld eru við öllu bú-
in og eru að reyna að útvega bólu-
efni vegna fuglaflensunnar. Þann-
ig er stefnt að því að 14 milljónir
skammta af tamiflu bóluefni verði
til staðar og hafa tæplega þrjár millj-
ónir skammta þegar verið keyptir
og bætast um 800 þúsund skammt-
ar við í hverjum mánuði. Liam Don-
aldson segir að Bretland sé eitt fárra
landa sem hafi þegar gripið til ráð-
stafana þó að fuglaflensan hafi ekki
enn greinst í landinu. ■
NAMSAÐSTOÐ
í stærðfræði og raungreinum fyrir grunn-
og framhaldsskólanema. Stærðfræði og
tölvuþjónustan, Brautarholti 4, 105 Rvk.
Sími 551 3122
Rekinn
vegna fána-
deilu
Enskukennari í kaþólskum
skóla í Bridgeport í Connect-
icut í Bandaríkjunum hefur ver-
ið rekinn vegna þess að hann
neitaði að hafa bandaríska fán-
ann uppi við í kennslustofunni.
Stephen Kobasa, sem kennt
heftir ensku við skólann í sex
ár, segir að trúarleg sannfæring
sín mæli gegn því að fáninn sé
hafður uppi við. „Kristur talar
um samhug án landamæra,"
segir Kobasa, sem er friðarsinni.
„Fánar eru tákn um aðskilnað
og yfirgang. Sú hugmyndafræði
að hollusta við landið eigi að
tengjast trú viðkomandi er
fáránleg og óréttlát." Kobasa
segist hafa boðið málamiðlun
fyrr á árinu þegar skólastjórnin
tilkynnti að nemendur ættu
framvegis að fara með hollustu-
eið fýrir framan bandaríska
fánann á hverjum morgni.
Hann hafi verið tilbúinn að
hafa fánann uppi við meðan
nemendur fóru með þuluna
en hafi síðan viljað taka hann
niður. Tillögu hans var hins
vegar hafnað af yfirmönnum.
Réttarhöldin yfir
Saddam Hussein
Aziz ber ekki
vitni gegn
Saddam
Tareq Aziz, fyrrverandi aðstoð-
arforsætisráðherra Iraks, mun
ekki vitna gegn Saddam Hus-
sein, fyrrverandi forseta, gegn
því að fá mildari dóm í réttar-
höldunum sem eru að hefjast.
Þetta er haft eftir lögmanni
Aziz en áður höfðu bresk blöð
fullyrt hið gagnstæða, það er
að segja að þessi fýrrverandi
aðstoðarmaður Saddams
myndi kaupa sér styttri
fangelsisvist með því að skýra
frá glæpum einræðisherrans
fyrrverandi. Aziz hefur verið
ákærður fyrir aðild að tveimur
fjöldamorðum og gæti átt yfir
höfði sér dauðadóm verði hann
fundinn sekur. Sjálfur hefur
hann ætfð neitað sök og segist
einungis hafa hlýtt fýrirmælum
Husseins. Tareq Aziz var mikið
í sviðsljósinu í aðdraganda
Írakstríðsins enda hafði hann
áður gegnt starfi utanrfkisráð-
herra íraks og var sem slíkur
áberandi á alþjóðavettvangi.