blaðið


blaðið - 17.10.2005, Qupperneq 10

blaðið - 17.10.2005, Qupperneq 10
10 I IEILSA MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 Ma6iö Internetið opnar heim fyrir spilafíkla Með tilkomu Internetsins hefur opn- ast stór heimur fjárhættuspila sem hafa aldrei verið tæknilegri en um þessar mundir. Sumir geta ráðið við sig og skemmt sér vel við að spila og geta eytt því sem þeir hafa ráð á - ekki meiru. Aðrir eiga hins veg- ar við vanda að stríða, spilafíkn, og hætta ekki fyrr en þeir standa uppi slyppir og snauðir. Sveinbjörn K. Þorkelsson er áfengis- og spilafíkn- arráðgjafi hjá SÁA og hefur mjög miklar áhyggjur af hinum svokall- aða Texas Holdem Poker sem er nú orðið mjög vinsæll, bæði í sjónvarp- inu og á Internetinu um allan heim. „Ég var á ráðstefnu í New Orle- ans í Bandaríkjunum í sumar hjá óháðum samtökum sem taka ekki afstöðu til lögleiðingar eða banns á fjárhættuspilum en vinna að fræðslu og menntun ráðgjafa og ann- að slíkt. Þeir höfðu miklar áhyggjur af þessu Texas Holdem æði sem virð- ist nú vera í gangi og ég sé ástæðu til að við höfum áhyggjur líka,“ segir Sveinbjörn. Pókerinn virkar þannig að þú getur verið að spila á Internet- inu við fólk alls staðar að úr heimin- um, með kreditkortið að vopni. 99.................... Sumar sjoppur eru eins og veðmálastofur. Það er lottó, lengjan, 1X2 og spilakassar. Það eru alls konar siðferðilegar spurn- ingar sem vakna í kringum þetta en það er Ijóst að efþað ætti að breyta þessu þyrfti að skera upp alla fjáröflun á íslandi Texas Holdem hér á landi Sveinbjörn segir að það séu Tex- as Holdem klúbbar víðsvegar um borgina, í heimahúsum auk þess sem að menn spili mikið einir á net- inu. „Það hefur ekki orðið aukning á fólki sem leitar sér aðstoðar hjá SÁÁ, seinustu 3 árin hefur þetta ver- ið stöðugt. Hins vegar varðandi internet- spilamennsku þá held ég að við eig- Billjard-Pool Púttvöllur S35 i;** SLAKKA Alltaf gott veður Míní-golf Veitingar ER VERIÐ AÐ SPÁ I ÓVISSUFERÐ ? um eftir að sjá miklar afleiðingar af henni eftir svona 1-2 ár.Við höfum nú þegar fengið nokkra einstak- linga vegna Texas Holdem," segir Sveinbjörn. Hann var sjálfur spila- fíkill en hefur verið óvirkur spilari í 7 ár. Hann segir að síðasta árið hans sem spilafíkill hafi hann verið farinn að spila á netinu þannig að internetspilamennska er ekki alveg ný af nálinni. Margir fíklar nýta sér hana vegna þess að þá fá þeir að vera í friði og þurfa ekki að upplifa skömmina sem þeir upplifa þegar þeir sjást á stöðum í spilakassa eða annað slíkt. Sjoppur eins og veðmálastofur Sveinbjörn segir að þrátt fyrir að spilavíti séu ólögleg hér á landi þá séu mörg tækifæri til þess að stunda fjárhættuspil, það er auðvitað ekki bara á netinu sem hægt er að eyða fúlgum í fjárhættuspil. „Sumar sjoppur eru eins og veð- málastofur. Það er lottó, lengjan, 1X2 og spilakassar. Það eru alls konar siðferðilegar spurningar sem vakna í kringum þetta en það er ljóst að ef það ætti að breyta þessu jyrfti að skera upp alla fjáröflun á slandi,“ segir Sveinbjörn. Háskóli slands, Rauði-krossinn og Lands- björg eru allt stofnanir sem afla fjár með fjárhættuspilum hvers konar. Jafnvel SÁÁ fær 10% af ágóða af íslandsspili eða úr Gullnámunum sem er umdeilt meðal margra starfs- manna SÁÁ. „Svo er það líka ríkið sem selur áfengi og tekur toll af því og borgar svo líka áfengismeðferðir fyrir fólk,“ segir Sveinbjörn og bendir á að það sé einnig þversögn. Spilafíkn veldur gríð- arlegri vanlíðan Spilafíkn er ekki bara peninga- vandamál þó að það sé óneitanlega fylgifiskur sem getur verið erfitt að ná sér út úr. „Spilafíkn er fyrst og fremst fikn sem hefur áhrif á heilastarfsemina og getur valdið rosalegri vanlíðan. Ekki nóg með það að fólk tapi stór- um fjárhæðum heldur tapar það einnig virðingunni og það getur líka tapað fjölskyldunni sinni." Úrræði fyrir spilafíkla eru þau að láta annan sjá um peningana fyrst um sinn - leggja launin inn á ann- an reiking, fá bara pening daglega og koma heim með kvittanir. Hjá SÁÁ er námskeið fyrir spilafíkla á sex vikna fresti sem er nokkurs konar meðferð. Næsta námskeið er 4-6 nóvember. SÁÁ er með einn stuðningshóp í viku og bendir öll- um á að nota stuðninginn og fara á Gamblers Anonumous, eða GA fundi. Upplýsingar um þá er hægt að fá hjá SÁÁ. ■ I Vió bjóðum upp á veitingar, púttvöll og mínígolf. Auk karókíkerfís og billjardborðs í 800 fermetra húsnæði. Nánari upplýsingar á www.slakki.is eða í síma 868-7626 Golfhúsið í Slakka, Bláskógabyggö OPIÐ ALLT ÁRIÐ Nokkrar stað- reyndir um spilafíkn • Fólk úr öllum þrepum samfélagsins getur átt við spilafíkn að striða. • Spílafíkn byrjar oft snemma, áður en einstaklingur stofnar eigin fjölskyldu. • Skuld spilafíkla getur verið allt frá nokkrum hundruð þúsundum til tugi milljóna. • Streita, kvíði og brotin sjálfsmynd geta allt verið aukaverkanir spilafíknar. • Stórir vinningar sem menn vinna fara yfir- leitt aftur í kassann. • Spilafíklar eru vanalega fullir af ranghugmyndum um að stóri vinningur- inn sé á næsta leiti. Marinó Már MagnúiiHon 2005

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.