blaðið - 17.10.2005, Page 14
blaðið
Útgáfuféiag: Ár og dagur ehf.
Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson.
Ritstjóri: Karl Garðarsson.
NY FORYSTA
SJÁLFSTÆÐISFLOKKS
Pað er ekki hægt að segja annað en að Geir H. Haarde hafi hlotið
glæsilega kosningu til formanns Sjálfstæðisflokksins á lands-
fundinum í gær. Að fá yfir 94% greiddra atkvæða lýsir fyrst
og fremst þeim mikla stuðningi sem hann virðist njóta meðal flokk-
systkina sinna. í sjálfu sér þarf það ekki að koma á óvart. Ferill Geirs
í íslenskum stjórnmálum er einkar farsæll og hefur hann oftast staðið
fyrir ofan og utan þess hefðbundna dægurþrass sem einkennir íslenska
stjórnmálaumræðu allt of oft.
Það að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skyldi hafa verið kjörin
varaformaður kemur ekki heldur á óvart. Staða hennar var mun sterk-
ari en Kristjáns Þórs Júlíussonar þegar kom að sjálfu kjörinu - enda
ráðherra með sterkara bakland. Það verður þó að segjast eins og er að
málflutningur Kristjáns var sterkari en Þorgerðar í aðdraganda kosn-
inganna. Hann virtist hafa fastmótaðri skoðanir á því hvað þyrfti að
gera í innra starfi flokksins til að styrkja hann fyrir komandi átök. Al-
mennt hefur skort nokkuð á það að frambjóðendur Sjálfstæðisflokks-
ins, hvort sem er í prófkjörinu í Reykjavík eða á landsfundi, hafi
markað sér ákveðna stefnu sem skilur þá frá öðrum frambjóðendum
- málflutningur Kristjáns Þórs var því sem ferskur vindur inn í stein-
dauða umræðu.
Margir hafa efast um að Geir H. Haarde sé jafn sterkur leiðtogi og
Davíð Oddsson var. Jafnframt hafa þær raddir heyrst að búast megi
við meiri ágreiningi innan flokksins um einstök mál þar sem járn-
agi Davíðs sé ekki lengur til staðar. Vissulega var persónulegt fylgi
Davíðs Oddssonar mikið en menn mega ekki heldur gleyma því að
andstæðingar hans voru og eru líka fjölmargir. Það er í sjálfu sér eng-
in ástæða til að ætla annað en að Geir H. Haarde verði farsæll leiðtogi
þessa stærsta stjórnmálaflokks landsins. Hann hefur reynsluna sem
þarf og það er ekki annað að sjá miðað við kosninguna í gær en að
hann hafi óskorðaðan stuðning flokksbræðra sinna. Það er meira en
forystumenn annarra stjórnmálaflokka á íslandi geta sagt í dag.
Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur.
Aðalsími: 510 3700. Símbréf áfréttadeild: 510.3701. Símbréf áauglýsingadeild: 510.3711.
Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is.
Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur.
Kaupmannahöfn - La Villa
ódýr og góð gisting miðsvæðis í Kaupmannahöfn.
Tölum íslensku.
Sími 0045 3297 5530 • gsm 0045 2848 8905
_____www.lavilla.dk • Geymiðauglýsinguna_
Rániö
hefurfengið B
frábærar fl
móttokur |
íslenskra 1
lesenda !
oghér
bætist við
ein ný
viðurkenning
/BbY
14 I ÁLIT
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaöiö
Stóru verkefnin framundan
Forystuskipti í Sjálfstæðisflokknum
gengu eftir á þann hátt, sem flestir
bjuggust við, og án verulegra átaka.
Við er tekin samhent forysta, sem
vafalaust mun reynast vandanum
vaxin, þó sumir séu raunar þegar
farnir að kvarta undan því að ekki
verði hún jafn svipmikil og verið hef-
ur undanfarin ár. Sjáum nú til með
það, bæði Geir Haarde og Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir eru hressilegt
fólk.
En hver eru hin stóru verkefni
stjórnmálamanna næstu ára? Ég
ætla að gera tilraun til þess að telja
þau helstu upp. Það á svo eftir að
koma í ljós hversu mikill drifkraft-
ur reynist í hinni nýju forystu sjálf-
stæðismanna til þess að sinna þeim,
en þá má ekki gleyma hinu, að mörg
þeirra eru hjartans mál fleiri flokka
en Sjálfstæðisflokksins.
Stöðugleikinn
Brýnasta verkefni þeirra, sem
standa við stjórnvölinn á næstu
árum, verður án nokkurs vafa það
að viðhalda efnahagslegum stöðug-
leika, halda hagvexti á því róli sem
verið hefur og sjá til þess að þensla
eða ókyrrð á vinnumarkaði valdi
ekki búsifjum. Islenskt efnahagslíf
- hvort heldur er litið til einstaklinga
eða fyrirtækja - er mjög háð frekari
vexti og festu. Ekki er að efa að Geir,
sem farsæll fjármálaráðherra, mun
mjög hafa hugann við þetta.
sagt enn eftir, þar sem orkugeirinn
er. Það mun á hinn bóginn vafalaust
reynast mikið hitamál. Þó kann
það að liðka fyrir að Landsvirkjun
er ekki öllum kær eftir virkjanaum-
ræðu undanfarinna ára.
Einokunin
Það þarf ekki að eyða mörgum orð-
um í það að áhyggjur af einokun og
hringamyndun hafa vaxið á umliðn-
um árum, en hins vegar hafa sum-
ir minna tekið undir þær en áður
vegna þess að þeir höfðu meiri óbeit
á Davíð en Baugi. Hugsanlega geta
menn hugsað og rætt þau mál af
meiri stillingu eftir að Davíð er far-
inn úr jöfnunni. En þá er kannski
líka tækifæri til þess að velta fyrir
sér öðru umhverfi viðskipta og fjár-
sýslu, þannig að innherjar geti ekki
valsað um markaðinn hindrana-
laust, bankar haldi sig við leistann
sinn og svo framvegis.
ist tæplega í bráð. Menn eru nokkuð
sammála um markmiðin, en leiðir-
nar hafa reynst vandfundnari. Á því
sviði kann hins vegar að finnast sam-
staða íhalds og krata, sem hafa talað
um uppskurð frekar en niðurskurð í
því samhengi.
Landbúnaður
Sjálfstæðismenn hafa algerlega van-
rækt það að koma landbúnaðinum
inn í 20. öldina, að ekki sé minnst
á hina 21.w Þar er nóg af verkefnum,
en hins vegar er alveg ljóst að slíkt
mun ekki gerast í samstarfi við
Framsókn.
Skattar
Það hefur mikið verið gert í skatt-
kerfinu undanfarin ár, þeim hefur
verið fækkað og margir lækkað. Á
hinn bóginn hefur ekki mikið gerst
í því að einfalda skattkerfið eða að
gera það réttlátara. Þar er sóknar-
færi fyrir hvern sem er. Og hvernig
væri að leggja tollana einfaldlega nið-
ur. Þeir kosta margfalt á við það sem
þeir færa í ríkiskassann.
Hverjir geta gengið í verkefni sem
þessi? Sjálfstæðismenn geta það
ekki einir. Vinstri-grænir verða
varla til viðtals um neitt af þessu og
hver nennir að tala við Frjálslynda?
Þá eru eftir framsóknarmenn og
Samfylking. Hvorir skyldu bjóða
betur?
Einkavæðing Heilbrigðiskerfið ................................
Þóhelstuverkefnunumásviðieinka- Stærsti fjárlagaliðurinn heldur Höfundur er blaðamaður.
væðingar sé lokið er hið stærsta sjálf- áfram að vaxa ár frá ári og það breyt-
Klippt & skorið
klipptogskorid@vbl.is
Athygli vekur að
Jakob Frímann
Magnússon,
varaþingmaður Sam-
fylkingarinnar, virðlst
vera fastagestur í Silfri
Egils þetta árið og virðist
þannig vera orðinn helsti
talsmaður flokksins milli þess sem hann ber
blak af forráðamönnum Baugs í blaðagrein-
um. (Silfrinu í gær ræddi hann um setningar-
ræðu Davíðs Oddssonar og lýsti þeirri skoðun
sinni að forsætisráðherrann fyrrverandi væri
geðveikur og að nánast öll þjóðin hefði verið
meðvirk. Þessi afstaða kom fram í umræðu um
ummæli Davíðs um Samfylkinguna og tengsl
hennar við Baug. Spurningin er þá sú hvort Jak-
ob er að lýsa skoðun Samfylkingarinnar, sem
þá hlýturað setja stjórnmálaumræðu héríann-
an farveg en verið hefur.
DV heldur áfram að birta auglýsingu
sína, þar sem auglýsendur eru grát-
beðnir um að beina viðskiptum sín-
um þangað á fölskum forsendum. En sumar
auglýsingar í DV geta vissulega haft tvöfaldan
slagkraft, eins og best sást í helgarblaði DV. Þar
var sfða
56 nefni-
lega end-
urtekin á
síðu 57-
Pað vakti athygli að Davíð Oddsson
kom ekki (áður boðað viðtal f Kast-
Ijósl á Rfkissjónvarpinu eftir ræðu
sfna á landsfundi Sjálfstæðisflokksins sfðast-
liðinn fimmtudag, en þar hraunaði hann yfir
Samfylkinguna og sér í lagi formann hennar,
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Opinbera skýr-
ingin hjá RÚV er að Davíð hafi verið ósáttur við
umfjöllunina. Sannleikur málsins mun hins
vegar hafa verið sá að RÚV fékk eitt fjölmiðla
að sjá ræðuna fyrir fram,
en kom afriti af henni í
hendurnar á Ingibjörgu
Sólrúnu, sem síðan fékk
að flytja palladóma um
hana i beinni útsendingu
án þess að ræðunni væri
aðöðruleyti gerðalmenni-
leg skil. Með þessu mun Ingibjörg Sólrún jafn-
framt vera að rjúfa þá hefð að stjórnmálaflokk-
ar hafa fengið sæmilegan frið hverjir frá öðrum
í kringum landsfundi sína.
Pað verður ekki annað séð en að hið
nýja tímarit Jakobs F. Ásgeirssonar,
Þjóðmál, fái fljúgandi start. Þetta
hugsjónarit hægrimanna fékk auglýsingu i
landsfundarræðu Davíðs Oddssonar og Egill
Helgason hampaði þvi sömuleiðis I þætti sín-
um. Klippari getur svo vel játað að honum þyk-
ir veigur (þessari viðbót I tímaritaflóruna.
I
P
K
I
j