blaðið - 17.10.2005, Síða 16

blaðið - 17.10.2005, Síða 16
16 I BÍLAR MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaöiö n '1 r • • r nrt r 1 r r Bilasymngin i Tokyo Forsmekkur á framtiðina Bílasýningin í Tókýó hefst í þessari rafali frá Honda, sem aka má í 560 viku og þar munu japanskir bíla- km áður en bætt er á hann. Þá má framleiðendur svipta hulunni af nefna fjölnotablending frá Mazda því helsta sem þeir hyggjast bjóða í sem notar Wankel-vél (snúðsvél) framtíðinni. Að auki sýna þeir svo og brennir bensíni sem vetni. Toy- líka nýjustu útgáfurnar af því, sem ota kynnir aðra tegund umhverfis- þegar er á boðstólum. Á sýningunni stefnu, en innréttingin í einum bíla eru þó ekki aðeins japanskir bílar, þeirra eru úr endurunnu plasti og því þar eru vitaskuld einnig sýnd- jurtatrefjum. ar afurðir þeirra framleiðenda sem Hér fylgja myndir afnokkrum nýj- gera út á Japansmarkað. ungum sem Tókýóbúar og gestir fá Meðal þess helsta, sem sýnt verð- að kynna sér á næstu dögum. ur í Tókýó, er rafmagnsbíll með efna- Mitsusbishi i er við það að komast í framleiðslu og á að vera smábfll með eiginleika lúxuskerru. Nissan Foria er sportbfll með karakter. Þó þetta sé hugmyndabíll er talið að afsprengi hans komist í framleiðslu innan skamms. Suzuki P.X. er einhvers staðar mitt á milli jeppa og fjölnotabfls og ber nokkurn fortíðar- svip eins og svo margir hönnunarbflar um þessar mundir. Meira að segja Honda er ekki alveg viss um hvað FCX hugmyndabíllinn verður umfram það að hann notar efnarafal. Mazda Senku notar Wankel-vél, en þessi sportbíll er blending- uraðauki. Suzuki LC er tilraun Japans til þess að keppa við listibíla á borð við nýju Bjölluna, nýja Mini og Swatch-bílana. Fortíðarfíknin er allsráðandi. Toyota hefur kynnt alls kyns hugmyndabíla undir nafninu iSwing. Flestir eru þeir afar framúrstefnulegir en þessi virðist sækja meira til fortíðar. Discovery 3 í nýrri Windsor útgáfu B&L kynnir um þessar mundir nýja Windsor útgáfu af Discovery 3, nýja úrvalsjeppanum frá Land Rover. Að sögn Karls Óskarssonar, sölustjóra, er þessi Windsor-útgáfa afar vel útbú- in, en verðið er hins vegar óvenju hag- stætt. Mikill staðalbúnaður Windsor útgáfan er í boði frá kr. 5.530 þús. og segir Karl að 2,7 lítra V6 189 hestafla dísilvél og sjö sæti séu ásamt málmlakki, „cold climate' búnaði, sjálfsskiptingu og skriðstilli til marks um ríkulegan búnaðinn. „Cold ch- mate búnaðurinn samanstendur af framrúðuhitun, sætishitun í fram- og aftursætum og rafhitun í framrúðu- sprautu og er þetta því, eins og sjá má, búnaður sem kemur sér að öllu leyti vel á frostköldum morgnum. Þá er Windsor útgáfan að sjálfsögðu einnig með „Terrain Response“ aldrifskerfið, sem hlotið hefur eins og jeppinn sjálf- ur íjölda verðlauna og viðurkenninga og setur að mínu mati nýju jeppana frá Land Rover í algjöran sérflokk. Það býr yfir gríðarlegri torfæruhæfni við nánast hvaða aðstæður, eins og sjá má af því að það getur t.a.m. í samspili við loftpúðafjöðrunina, hækkað lægsta punkt frá vegi um eina 100 mm.“ Þreföld söluaukning Windsor útgáfan fylgir hinum þrem- ur búnaðarstigum Discovery 3 sem eru S, SE og HSE og segir Karl að fyrir vikið sé allur sá búnaður sem kemur til viðbótar með Windsor í boði á mun hagstæðara verði en ella. „Windsor SE er þannig á kr. 5.930 þús., á meðan „standard" SE gerðin er á kr. 5.490 þús.. Ástæðan er m.a. það hagræði sem fast- mótaðir búnaðarpakkar fela í sér. Þá erum við með afar gott grunnverð á ekki aðeins Discovery 3, heldur einnig á öðrum gerðum frá Land Rover.“ Sem dæmi nefnir Karl að verð á Range Ro ver sé frá kr. 7.350 þús.,áRange Rover Sport frá kr. 5.990 þús. og Disco- very 3 frá 4.690 þús„ „Sal- an á Land Ro- ver hefur nærri þrefaldast hjá okkur, sem gefur okkur sem umboðsaðila aukið svigrúm í innkaupsverði, auk þess sem hagstætt gengi hefur einn- ig áhrif. Þá tel ég að for- gangsþjónusta B&L og endur- söluöryggi viðskipta- vina okkar hafi einnig haft sitt að segja fyrir frá- bærar viðtök- ur nýju Land Rover jeppanna.” ■ Fyrsta Mazdan seld í Brimborg Brimborg tók fyrir skömmu við Mazda-umboðinu og 1 liðinni viku var fyrsti Mazda bíllinn afhentur í húsakynnum Brimborgar við Bíldshöfða. Bíllinn er af gerðinni Mazda3 Sport og er hlaðinn staðalbúnaði: ABS diskahemlar á öllum hjólum, EBD hemlajöfnun EBA hemla- hjálp, DSC stöðugleikastýring, þriggja punkta öryggisbelti f öllum sætum, stillanlegir höfuðpúðar á öllum sætum, loftpúðar fýrir ökumann og farþega í framsæti ásamt hliðarloftpúðum í sætum, loftpúðagardínur framan og aftan, dagljósabúnaður, 17” álfelgur, Xenon framljós, hreinsibúnaður á framljósum, díóðuafturljós o.fl.. Á myndinni tekur María Björk Guðmundsdóttir við lyklunum úr hendi Þórðar Gunnarssonar, fram- kvæmdastjóra Mazda á íslandi. ■

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.