blaðið - 17.10.2005, Side 18

blaðið - 17.10.2005, Side 18
MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaöiö Ómótstæðilegir litir og einstök gæði. OPI fékk Allure "Best Of Beauty" verðlaun fyrir naglalökkin: "l'm Not Really A Waitress" og "Samoan Sand" Utsölustaðir: Debenhams, Hagkaup, Lyf og heilsa, Lyfja, nagla- og snyrtistofur. 2005 OPI Products Inc, 26 I SWYRTIVÖRUR -frískleiki ogfegurð Fimm skref náttúrulegs til útlits Cameron Diaz hefur ósjaldan sést lítið förðuð og þykir það klæða hana afar vel. Pó svo að gaman geti verið að farða sig vel við ákveðin til- efni er því ekki að neita að flestum þykir konur fallegastar þeg- ar lítið er um farða og annars konar litadýrð í andliti þeirra. Sitt sýnist að sjálfsögðu hverjum en þó er gott að hafa í huga að ágætt getur verið að hvíla húðina á miklum efnum inn á milli og hafa sem minnst á sér. Lykillinn að náttúrulegu og fallegu útliti er að hafa förðunina einfalda, létta og vel ásetta en mikilvægt er að velja vörur sem henta hverri og einni. Snyrtifræðingar og förðunar- fræðingar eru yfirleitt til taks í þeim verslunum sem selja snyrtivörur og er ekki úr vegi að notfæra sér kunn- áttu þeirra og fá aðstoð við val á vör- um. Það er í það minnsta mikilvægt að kynna sér eitthvað af þeim mögu- leikum sem í boði eru því það er allt eins líklegt að til sé vara sem henti okkur betur en sú sem við höfum hingað til notað. Hér eru fimm skref sem hægt er að styðjast við ef ná á náttúrulegu út- liti á stuttum tíma og í kjölfarið verð- ur andlitið frísklegt og létt yfirlitum. Annars er um að gera að prófa sig áfram og fylgjast með því sem er í gangi hverju sinni. 1. skref: Byrjaðu á að hreinsa vel andlitið og setja gott rakakrem á hreina húðina. Settu síðan þunnt lag af uppáhalds farðanum þínum með púða eða fingrunum, en passaðu upp á að setja eins lítið og mögulegt er. Ef óþarft er að þekja mikið af andliti þínu skaltu setja sem minnst. 2. skref: Settu hyljara, sem er í aðeins ljósari tón en farðinn, undir augnsvæðið og á staði sem eru ójafnir eða með ein- hvers konar útbrotum. Mikilvægt er að setja lítið af hyljaranum og dreifa með fingurgómum. Eftir þetta má setja létt púður yfir andlitið, þær sem það vilja, en það getur sett loka- tóninn á farðann. Þó þurfa þess alls ekki allar. 3.skref: Notaðu kremlitaðan augnskugga í náttúrulegum tón og dreifðu var- lega úr honum upp á móti með fingr- unum á allt augnlokið. Notaðu siðan aðeins dekkri augnskugga, helst ein- hvern ljósbrúnan tón, undir neðri augnhárin. Línan þarf ekki að sjást greinilega og því gott að setja litinn mjúklega á með þunnum bursta. Þá getur verið sniðugt að bursta Iétt yf- ir línuna til þess að hún verði ekki of skýr. Eftir að augnskugginn hefur verið settur á er komið að maskaran- um, en settu jafnt lag á neðri og efri augnhárin. Ef þú vilt stækka augun og gera þau bjartari getur verið fal- legt að setja hvíta línu á innanverð augun fyrir ofan neðri augnhárin. 4.skref: Örlítill kinnalitur getur gert mikið fyrir annars litla förðun. Fallegur rósbleikur litur dregur fram frísk- leikann í andlitinu en brúnn gerir andlitið klassískara. Notaðu þar til gerðann bursta og settu lítið af litn- um ofarlega á kinnarnar - á kinn- beinin - og jafnaðu litinn síðan út með því að nudda svæðið vel með fingrunum. 5.skref: Síðast en ekki síst verður fallegur gloss að vera til staðar. Hann setur punktinn yfir i-ið, hvort sem um bleikan, brúnan eða aðra liti er að ræða. Hafa skal í huga að ef ná á fram náttúrulegu útliti þarf glos- sinn, eins og allt hitt, að vera ljós og ekki of áberandi. ■

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.