blaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 22

blaðið - 17.10.2005, Blaðsíða 22
30 I ÍPRÓTTIR MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 blaöiö Heppnir Haukar „Bölvaður aumingjaskapursagði Birkir ívar Guðmundsson eftir nauman 33-29 sig- ur Hauka á ítalska liðinu Torggler í Meist- aradeildinni í handbolta. ;S Haukar voru heppnir að fara með sig- ur af hólmi gegn ítalska liðinu Torg- gler í Evrópukeppninni í handbolta á Ásvöllum í gær. Þetta var fyrsti sig- ur Hauka í keppninni en lokatölur voru 32-29 - alltof lítill munur miðað við getu liðanna. Þetta var fyrsti sig- ur Hauka í riðlakeppninni en liðið hefur nú leikið þrjá leiki. Haukarnir hafa oft spilað betur en þeir gerðu í gær og ljóst er að þeir verða að taka sig á ef þeir ætla að komast áfram í keppninni. „Eigum að klára þetta" Jón Karl Björnsson var lykilmaður í Haukaliðinu og setti fjórtán mörk í öllum regnbogans litum og var markahæsti maður liðsins. „Já, ég er mjög sáttur við minn leik. Ég var að finna mig vel og vítin voru að rata rétta leið,“ sagði Jón Karl við Blaðið eftir leikinn. Hann var sáttur með stigin tvö þrátt fyrir að Haukar hafi oft spilað betur. „Já, ég er nú mjög sáttur við sigurinn þó svo að hann hefði vissulega mátt vera stærri. Við vorum bara of stressaðir þarna í byrjun leiks í sókninni og komumst ekki alveg nægilega vel inn í leik- inn en sem betur fer kláruðum við þetta,“ bætti Jón Karl við. Möguleik- ar Hauka á því að komast áfram eru ágætir og Jón Karl er bjartsýnn: „Við eigum að klára þriðja sætið auðveld- lega en við stefnum að sjálfsögðu á að komast áfram og til þess að gera það verðum við að lenda í öðru sæti. Ef við vinnum báða útileikina okkar og Árhus með tveimur mörkum þá er þetta komið.“ „Bölvaður aumingjaskapur" „Ég veit ekki hvort ég sé sáttur með leikinn, ekkert sérstaklega,“ sagði Birkir Ivar Guðmundsson, mark- maður, að leik loknum. Birkir varði fjórtán skot og var góður í fyrri hálf- leik en heldur dró af honum í þeim síðari. „Við vorum arfaslakir í síðari hálfleik, við eigum að vinna þetta lið með tíu marka mun og eigum ekk- ert að sætta okkur við neitt minna. Stigin skipta kannski höfuðmáli en mörkin geta skipt máli ef við ætlum okkur að ná þessu öðru sæti. Þetta var bara bölvaður aumingjaskapur. Við eigum möguleika bæði á öðru Blaöið/Hjalti Þór og þriðja sætinu en þetta veltur mik- ið á leiknum við Árhus úti. Það er lykilleikur en við eigum fína mögu- leika í þessum riðli.“ Heimsmeistarakeppni ökumanna Nýkrýndur heimsmeistari í Form- úlu 1, Fernando Alonso, tryggði sér sigur í lokamótinu í gær þegar hann hampaði sigri í Kína kappakstrin- um. Þar með tryggði hann Renault heimsmeistaratitilbílaframleiðenda í fyrsta sinn og vinnur Renault því tvöfalt í ár. Mikið var um árekstra í Shanghai og í tvígang var öryggisbíll- inn kallaður út. Juan Pablo Montoya og Michael Schumacher voru meðal þeirra sem heltust úr lestinni á með- an Alonso ók örugglega til sigurs. I öðru sæti varð Kimi Raikkonen öku- maður McLaren og þriðja sæti náði Ralf Schumacher á Toyota. Alonso er þar með óumdeilanlega kóngur Formúlu 1 þetta árið en hann var krýndur heimsmeistari um síðustu helgi í Japan. „Auðveldasti sigur ársins" ,Þetta var líklega auðveldasti sigur ársins,“ sagði hinn 24 ára gamli Al- onso eftir keppnina. „Að frátaldri yfirstýringu í byrjun var bíllinn fullkominn. Við sýndum hvað í okkur bjó í tímatökunum og náðum þá fullu afli úr mótornum en í kapp- akstrinum skrúfuðum við hann aðeins niður. Tímabilið hefur verið frábært fyrir allt liðið. Við sýndum það og sönnuðum hér að ef við vilj- Alonso fagnar sigrinum meö Briatore, liðstjóra Renault liðsins. um taka aðeins meiri áhættu og ef við viljum vinna McLaren, þá get- um við gert það.“ Alonso vann alls sjö keppnir á árinu og lauk keppni með 21 stigi meira en Raikkonen í heildarstigakeppninni. Michael Schumacher var svo langt þar fyrir aftan í þriðja sæti. Reynum aftur á næsta ári „Bíllinn var ekki nógu hraðskreiður í byrjun keppninnar,“ sagði ósáttur Kimi Raikkonen eftir keppnina. „Undir lokin var hann aftur á móti fullkominn. Því miður kom það bara 40 hringjum of seint. Ég gerði mitt besta en það var bara ekki nóg og Renault-menn voru bara of fljót- ir og ég verð því að hrósa þeim. Á næsti ári reynum við bara aftur.“ ■ Nafn Bíll Land Stig 1 FernandoAlonso Renault Spá 133 2 Kimi Raikkonen McLaren Fin 112, 3 Michael Schumacher Ferrari Þýs %,62 ' 4JuanPablo Montoya McLaren Kól 60 5Giancarlo Fisichella Renault (ta 58 6 Ralf Schumacher Toyota Þýs 45««l 7JarnoTrulli Toyota (ta 43 8 Rubens Barrichello Ferrari Bra 38 9Jenson Button BAR Bre 37 lOMarkWebber Williams Aus 36 Heimsmeistarakeppni bilasmiða Uð Stig 1 Renault 191 2 McLaren-Mercedes 182 3 Ferrari 100 4Toyota 88 5 Williams-BMW 66 6 BAR-Honda 38 7 Red Bull-Cosworth 34 8 Sauber-Petronas 20 9Jordan-Toyota 12 10 Minardi-Cosworth 7

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.