blaðið - 17.10.2005, Side 24
32 I MENNING
MÁNUDAGUR 17 OKTÓBER 2005 biaöiö
Baráttan við
hvita hvalinn
málsnilling
til að taka að sér verk-
ið. Hann gerði þetta ljómandi vel.
Stíll Júlíusar er mjög sérstakur,
mergjaður og fínt mál hjá honum
og ísak heldur því öllu saman í við-
bótarþýðingum."
í bókinni eru hundruð upphaf-
legra myndskreytinga eftir Rock-
well Kent. Þetta eru rómaðar mynd-
ir sem setja mikinn svip á bókina.“
Fálega tekið við útkomu
Höfundur Moby Dick, Herman
Melville, fæddist í New York árið
1819. Faðir hans var kaupsýslumað-
ur en varð gjaldþrota og lést þegar
Herman var aðeins tólf ára gamall,
einn af átta systkinum. Upp frá þvi
sinnti hann ýmsum störfum og var
að mestu sjálfmenntaður. Tvítugur
að aldri fékk hann vinnu á hval-
veiðiskipi og hafið heillaði. Hann
gekk í bandaríska sjóherinn og
ævintýri hans víða um heim
urðu honum efniviður í flest
hans ritverk.
Herman Melville skrifaði
skáldsögur jafnt sem smásögur,
ljóð og ritgerðir og varð brátt
þjóðþekktur fyrir skrif sín.
Moby Dick var sjötta skáld-
saga hans og kom út árið 1851. Þar
notaðist Melville við reynslu sína
af hvalveiðum en verkið var ekki
síst undir áhrifum frá lestri hans
af Biblíunni og leikritum Shakespe-
ares, sérstaklega Lé konungi.
Gagnrýnendur tóku skáldsög-
unni annað hvort fálega eða fjand-
samlega. Bókin var tileinkuð rit-
höfundinum Nathaniel Hawthorne
Skáldsaga Hermans Melville, Mo-
by Dick, hefur verið kölluð
eitt áhrifamesta verk sem
skrifað hefur verið um
hin eilífu átök mannsins
við forsjónina. Þegar þessi
margslungna skáldsaga um
baráttu skipstjórans Akabs
við Moby Dick, stórhvelið
hvita, kom út fyrst árið 1851
hlaut hún fremur dræmar
viðtökur og það var ekki fyrr
en komið var fram á 20. öld,
og höfundur hennar löngu lát-
inn, að hún varð almennt viður-
kennd sem eitt af stórvirkjum
heimsbókmenntanna.
Endurbætt þýðing
Guðmundur Þorsteinsson er rit-
stjóri íslensku þýðingarinnar.
Júlíus Havsteen, sýslumaður á
Húsavík, þýddi bókina í frístund-
um. Hann lést um 1960 en þýðing
hans kom út árið 1970 hjá Almenna
bókafélaginu,“ segir Guðmundur.
,Þegar ég fór að bera þýðingu Júlíus-
ar saman við frumtextann komst
ég að því að það vantaði inn í hana
kafla og kafla, stundum tvær lín-
ur, stundum tíu línur. Við ákváð-
um að þýða það sem á vantaði og
fengum Isak Harðarson skáld og
/
Herman Melville. Lést flestum gleymdur en skáldsaga hans Moby Dick er talin vera eitt
af meistaraverkum bókmenntasögunnar.
sem var stórhrifnn af henni og skar og það var ekki fyrr en áratugum
sig að því leyti úr fjöldanum. Bók- síðar, upp úr 1920 sem hann aftur
in náði ekki almenningshylli og var hafinn til vegs og virðingar
stjarna Melville fór lækkandi upp og Moby Dick er nú tvímælalaust
frá því. Þegar hann lést árið 1891 meðal frægustu bókmenntaverka
var hann nánast öllum gleymdur Bandaríkjanna. ■
Hugmyndirnar koma í gusum
,Ég setti fram þá kröfu að ég fengi
nýja leikgerð því mér finnst að hver
kynslóð verði að setja mark sitt á
gengin verk. Ég fékk Hrafnhildi til
liðs við mig. Hún leysti þetta listi-
lega vel og hafði afgerandi áhrif á
framvindu mála,“ segir Edda Heið-
rún Backman, leikstjóri nýrrar upp-
færslu á Sölku Völku sem frumsýnd
var síðastliðið laugardagskvöld. Leik-
gerðin er eftir Hrafnhildi Hagalín
Guðmundsdóttur.
Leita eftir andstæðum
.Hrafnhildur gerði margar útgáfur af
verkinu og innlimaði aðferðarfræði
mína inn í leikgerðina," segir Edda
og aðspurð hver aðferðarfræði henn-
ar er svarar Edda: „Það er mikil „ex-
pressjón' í öllu sem ég geri og ég leita
eftir andstæðum. Ég lít á leikarann
sem hreyfiafl sýningarinnar, ég leita
eftir því að hafa dramatíkina inni á
sviði ekki utan þess, ég reyni að sam-
eina öll listformin og gera þeim jafn-
hátt undir höfði og ég reyni að leita
að því formi sem leiklistin er. Ég er
ekki að herma eftir kvikmynd eða
eftir raunveruleikanum og ég forð-
ast natúralisma. Ég er bara að reyna
að gera mitt besta. Það er eins og
hvíslað sé að mér hvað ég eigi að gera
og það verður að vera svona, hvort
sem öðrum líkar betur eða verr. Það
er eins og hugmyndirnar komi í
gusum til mín. Eg þakka fyrir hvern
dag sem það gerist því það er ekki
sjálfsagt. Þetta er þriðja verkefnið
mitt sem leikstjóri og mín aðferð er
smám saman að verða til. Sýn mín er
að þroskast og þróast og vonandi fæ
ég tækifæri til þess að þróa hana enn
meira í framtíðinni.“
Listamenn verða að vera frjálsir
Ertu Laxness aðdáandi?
„Ég er það og hef lesið allar bækurnar
hans. Það er eitthvað sérstakt við að
leika Laxness og ég varð þeirrar gæfu
aðnjótandi að leika Vegmeyju í Höll
sumarlandsins þegar Borgarleikhús-
ið var opnað. Það er mjög gaman að
Edda Heiðrún Backman.„Sýn mín er að þroskast og þróast og vonandi fæ ég tækifæri tii þess að þróa hana enn meira í framtíðinni."
hafa miklar upplýsingar um karakt-
erinn sinn, það leiðir mann á lendur,
maður fer á beit í hinum og þessum
högum hjá Laxness. Það er afar giftu-
ríkt samstarf við höfundinn.“
Salka Valka er þriðja leikstjóra-
verkefni Eddu Heiðrúnar. Þau fyrri
eru Mýrarljós eftir Marinu Carr og
Svik eftir Harold Pinter. Hún hefur
því leikstýrt verkum eftir tvo Nóbels-
verðlaunahafa. Um hinn nýbakaða
Nóbelsverðlaunahafa, Pinter, segir
hún. „Það er frábært að hann skuli
fá verðlaunin. Það varpar ljósi á hvað
leikritun er mikilsverð. Það er líka
kominn tími til að við horfumst i
augu við það hversu fá leikrit lifa af í
heiminum í dag. Pinter á verðlaunin
skilið því hann hefur haft gríðarleg
áhrif."
Næsta verkefni Eddu er að leik-
stýra Átta konum en leikritið verður
sýnt í Þjóðleikhúsinu eftir jól. „Tinna
Gunnlaugsdóttir var svo rausnar-
leg að bjóða mér fastan samning og
byrja á því að gefa mér frí til að fara
hingað og leikstýra Sölku Völku,"
segir Edda og bætir við: „Tinna veit
að listamenn verða að vera frjálsir og
sækja sér uppsprettu víða.“ ■
S: 461 5707