blaðið - 17.10.2005, Side 29

blaðið - 17.10.2005, Side 29
DAGSKRÁ I 37 blaöið MÁNUDAGUR 17. OKTÓBER 2005 ◄ ◄ ◄ EITTHVAÐ FYRIR... ...þjóölega ...matargöt .. .œvin týragjarna og Courteney með fyrirtœki Jennifer Aniston er að fara að stofna fyrirtæki í samvinnu við stöllu sína úr þáttunum Friends, Courteney Cox. Þær ætla að stofna kvik- myndavinnslufyrirtæki. Jennifer átti áður fyrirtækið Plan B með fyrr- verandi eiginmanni sínum Brad Pitt. Heimildamaður sagði: „Hún og Courtney ætla að framleiða verðlaunamyndir. Þær eiga jafnan hlut og verða einu eigendurnir, þetta verður flott hjá þeim.“ Courteney og maður hennar, David Arquette, eiga nú þegar eitt framleiðslufyrir- tæki sem sérhæfir sig í að vinna í sjónvarpsþáttum. Hlynur Sigurðsson er með þáttinn Þak yfir höfuðið sem er á dagskrá Skjás 1 alla virka daga kl.l 9:20. Hlynur er ennfremur stofnandi Fasteignasjónvarpsins sem fer af stað i nóvember. Hvernig hefurðu það í dag? ,Ég hef það fínt, það er mánudagur og ég erígóðu skapi." Hvenær byrjaðirðu að vinna í fjölmiðl- um? ,Ég byrjaði að vinna í fjölmiðlum árið 2002, um sumarið, þá sem fréttamaður hjá Sjónvarpinu' Er vinna í fjölmiðlum öðruvísi en þú hafðir ímyndað þér? ,Nei, hún er það í raun og veru ekki. Hún er alveg eins skemmtileg og ég hafði ímynd- að mér. Hún er lifandi og maður er alltaf að takast á við mismunandi viðfangsefni, það er sama hvort það er„Þakið" eða frétt- irnar. Þetta er lifandi starf sem ég sóttist í og sækist í." Hvað er uppáhaldstími dagsins hjá þér? „Uppáhaldstími dagsins er væntanlega svona fyrst á morgnana þegar mað- ur getur haft smá næði. Svo æsast leikar yfirleitt þegar líður á." Geturðu lýst dæmigerðum degi í lífi Hlyns Sigurðsson- ar? „Ég vakna á morgnana, stund- um fer ég með litlu dóttur mína til dagmömmunnar, stund- umfer mamma hennar meðhana. Ferí vinnuna, yfirleitt einhvern tíman milli hálf-níu og nfu og sinni því sem þarf. Svo eru gjarnan fundir þar sem ég er að selja kynningartil fasteignasala þannig að ég fer oft í heimsóknirá fasteignasölur. Stundum fer ég f tökur. Dagurinn líður hratt en þessa dagana er mjög mikið að gera því ég er að opna sjón- varpsstöð í nóvember sem verður á Breiðband- inu og ADSL-kerfi Símans. Það tegist því oft úr deginum og ég er kannski ekkert kominn heimfyrren um 19:00. Oftar en ekki sit ég svo með kjöltutölvuna í sófanum heima, þessa dagana alla vega. Ég reyni nú samt alla jafna að vera í fríi um helgaref ég get." Hvað ætlaðirðu að vinna við þegar þú varst lítill? ,Ég ætlaði að verða gamli góði slökkviliðs- maðurinn og löggan og allt það þegar ég var mjög lítill. Á tímabili ætlaði ég að verða leikari. Svo gekk maður í gegnum einhvern lögfræðingafasa en það var nú fljótt að ganga yfir. Svo var ég alltaf rosal- ega spenntur fyrir fjölmiðlum. Ég gaf út tímaritið„Tappinn“ með vini mínum þegar ég var 7 eða 8 ára og við seldum það á 50-kall. Þar var mikill metnaður. Við„kóper- uðum" krossgátur úr krossgátubókum og fengum uppskriftir af einhverju dóti frá mömmum okkar. Ég valdi alltaf allt tengt fjölmiðlum í grunn- og framhaldsskóla og var ritstjóri skólablaðsins í framhalds- skóla, þannig að hugurinn hneigðist snemma í þessa átt." Horfirðu sjálfur á þáttinn þinn? „Jájá, ég geri það. Ekkert endilega á þeim tíma sem þeir eru sýndir en ég hef það fyrir venju að horfa á alla þættina. Þetta allt þarf að koma rétt út því þættirnir eru fólki mjög mikilvægir. Við erum kannski að kynna aleigu fólks í sumum tilvikum og fólki er því umhugað að kynningin sé vel úr garði gjörð. Okkur er umhugað um að allir séu ánægðir." Ef þú fengir eina ósk, hverværi hún? „Óskin yrði sú að ég fengi að halda áfram á þeirri braut sem ég er á og að ég verði áfram jafn ánægður í starfi og einkalífi og ég er í dag." Hver myndir þú vilja að væri lokaspurn- ingin í þessu stutta spjalli? „tg vildi að hún væri: „Eru FH-ingarekki alveg örugglega langbestir í fótbolta?" og svarið væri:„Jú." Skjár í - Survivor Guatemala - kl. 21:00 I ár fer keppnin fram í Guatemala og búast má við hörkuslag. Framleið- endur þáttanna finna alltaf eitthvað nýtt til að auka á spennuna en með- al þátttakenda í þessari þáttaröð er Gary Hogeboom sem leikið hefur með Dallas Cowboys. Tökur fóru fram í þjóðgarðinum í Yaxhá-Nak- um-Naranjo. RÚV-Þjóð- legt og skemmtilegt - Kl. 21.00 Síðastliðið haust skelltu nokkrar leik- konur ásamt fullt af góðu fólki sér í slát- urgerð, einhverja elstu og skemmti- legustu matargerð á Islandi. Þarna var gleðin við völd, spilað og sung- ið og fólk á öllum aldri lagði sitt af mörkum að búa til þetta góðmeti. Ákaflega margir íslendingar eiga góðar minningar tengdar sláturgerð og fáum við að heyra nokkrar þeirra í þættinum. Stöð 2 - You are What You Eat (1:17) - kl. 21:15 Matarvenjur okk- ar eru eins ólíkar og við erum mörg. I þáttaröðinni sjá- um við dr. Gillian hjálpa fólki úr miklum ógöngum. Reyklaust á neöri hœöinni á meðan eldhúsiö er opiö. Eldhúsið er opið frá kl. 8:00 til kl. 22:00. O L I V 0 R www.cafeoliver.is ■ spurning dagsins Hver heldurðu að verði næsti spyrill í Gettu betur? Guðmundur Hafsteinsson „Ég gæti trúað að það verði Sigmar" Magnús Jónsson „Ég hef ekki minnstu hug- mynd um það." Aðalheiður Pétursdóttir „Verður það ekki bara Ómar Ragnarsson, það er gott að hafa hann." Dagbjartur Pálsson „Ég hef ekki hugmynd um það." Jón Gunnarsson „Simmi í Idolinu." Ragnar Pálsson „Gæti það ekki verið einhverfréttamaður. Ætli það endi ekki með því að Páll Magnússon verði það bara sjálfur." Madonna til Lon fyrir ástina Söngkonan Madonna sem hat- aði London áður en hún kynntist manni sínum Guy Richie hefur ákveðið að flytja til London með honum. Hún hafði lengi haldið því fram að hún fengi heimþrá og einmanakennd þegar liún væri í London. Nú eftir að hún kynntist manni sínum segist hún tilbúin til að flytja þangað fyrir ástina. Hún seg- ist hafa orðið ástfangin af borginni og að nú vilji hún helst vera þar. Ef hún væri í Bandaríkjunum segist hún muna sakna London svo hún sé mjög sátt þar. I Sex and the City mán - mið kl. 22.45 Þær eru sætar, sexý og til í allt! Fylgstu með frá upphafi! Mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga ®

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.