blaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 4

blaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 blaAÍÖ Dæmi eru um aö varamenn í nefndum borgarinnar fari í dýrar ferðir segir borgarfulltrúi F-iistans. Blaðið/Steinar Hugi Borgarmál: Ónauðsynlegar ferðir uppá hundruð þúsunda króna Varamenn í nefndum borgarinnar eru að fara í ferðir uppá hundruð þúsundir króna án þess að nauðsyn beri til segir borgarfulltrúi F-listans í Reykjavík. Misskilningur í fjöl- miðlum að varaborgarfulltrúi R-list- ans sé með lægsta ferðakostnaðinn. Gagnrýna umfjöllun Ferða- og dagpeningakostnaður borgarfulltrúa á árinu 2005 nam um 5,7 milljónum króna samkvæmt svari borgarbókara við fyrirspurn Sjálfstæðismanna um ferðakostnað sem kom fram á borgarráðsfundi þann 15. desember síðastliðinn. F- listamenn gagnrýna þá umfjöllun sem þessi fyrirspurn fékk í fjöl- miðlum og telja hana ekki segja alla söguna. Ólafur F. Magnússon, borg- arfulltrúi F-listans, segir að í svari borgarbókara hafi aðeins verið litið til ferðakostnaðar og ekki horft til þess að enginn ferðakostnaður hafi orðið til hjá borginni vegna borgar- stjórnarflokks F-listans. „Það var fjallað um þetta mál eins og ein- hverjir tilteknir varaborgarfulltrúar R-listans hefðu þegið minnstar greiðslur. Þetta var sett fram þannig að ef þú last ekki út úr hvaða nöfn vantaði inn í þá var ekki hægt að átta sig á því hverjir voru ekki með neinar greiðslur." Ónauðsynlegar ferðir Ólafur segir að þó sumar ferðir séu eðlilegar komi fyrir að varamenn í nefndum séu að fara í ferðir sem erf- itt sé að réttlæta. „Ég get vissulega nefnt dæmi um það hjá hinum flokkunum að fólk sem hefur starfað lítið innan nefnda eru að fara í dýrar ferðir sem hafa kostað mikil útgjöld. Mér finnst það ekki nauðsynlegt ef ég á að vera alveg hreinskilinn að farið sé í slíkar ferðir fyrir hundruð þús- undir króna. Það eru dæmi um það en almennt erum við ekki að vekja athygli á okkar sérstöðu til að gagnrýna aðra fulltrúa fyrir að sækja þessar ráðstefnur Gilsuhúsið Skólavörðustíg, Kringlunni & Smáratorgi Gjafakörfur matgæðingsins M\ 5UDDKU SHDP -‘15 Jólagjöfin 2005 ©6610015 Lögreglan: 47 þúsund grömm af fíkniefnum Lögreglan hefur lagt hald á rúm 13 þúsund grömm af amfetamíni það sem af er árinu samkvæmt bráða- birgðarsamantekt frá embætti rík- islögreglustjóra. Þá hafa tæp 1.800 fíkniefnabrot verið skráð. Amfetamín algengast Á heildina hefur lögreglan lagt hald á tæp 47 þúsund grömm af ólög- mætum fíkniefnum á árinu sem er svipað magn og í fyrra. Sé litið til einstakra liða hefur mest verið gert upptækt af amfetamíni eða um 13404 grömm. Þá hafa um 11.682 grömm af hassi verið gerð upptæk, 3.987 grömm af metamfetamín og 3.176 grömm af kannabisplöntum. I samantektinni kemur einnig fram að 1.294 stykki af hinni svokölluðu e-pillu hafa verið gerð upptæk, 9.540 grömm af óskilgreindum fíkni- efnum og um 4.138 stykki af ofskynj- unarlyfinu LSD. Um 1.754 fíkniefna- brot hafa verið skráð sem er nokkuð meira en fyrir allt árið í fyrra en þá voru þau um 1.621. Mest eru þetta brot sem lúta að vörslu og meðferð ávana og fíkniefna eða 1.309 en þá hafa einnig komið upp 87 tilvik sem varða ólöglegan innflutning á fíkniefnum. Minna magn Þó að um bráðabrigðartölur sé að ræða lítur út fyrir að magnið í ár verði nokkuð minna en það sem lagt var hald á í fyrra. Þannig voru um 15.766 grömm af amfetamíni gerð upptæk á síðasta ári eða um 2 þúsund grömmum meira en á þessu ári. Þegar kemur að hassi er munur- inn verulegur. 1 fyrra voru um 37 þúsund grömm gerð upptæk sem er um 26 þúsund grömmum meira en það sem af er þessu ári. í heildina voru um 64 þúsund grömm af fíkni- efnum gerð upptæk á síðasta ári eða tæplega 17 þúsund grömmum meira en nú í ár. Sjálfstœðismenn á Akureyri: Stefán Friðrik stefnir á 3. sætið Stefán Friðrik Stefánsson, for- maður Varðar, félags ungra sjálf- stæðismanna á Akureyri, hefur gefið kost á sér í 3. sæti á framboðs- lista Sjálfstæðisflokksins á Akur- eyri fyrir komandi bæjarstjórnar- kosningar. Valið verður á listann i prófkjöri flokksins þar nyrðra, sem haldið verður hinn 11. febrúar 2006. Stefán Friðrik er 27 ára og hefur verið formaður Varðar, félags ungra sjálfstæðismanna á Akureyri, frá september 2004. Hann hefur setið í stjórn Sambands ungra sjálfstæðis- manna frá árinu 2003 og er ritstjóri SUS-vefjarins. Grundartangi: Flutningaskip strandaði Grískt flutningaskip strandaði við Grundartanga um miðnætti í gærnótt. Að sögn lögreglunnar í Borgarnesi urðu engin slys á mönnum. Skipið var dregið að höfninni á Grundartanga en ekki er talið að það hafi skemmst mikið. Lottó: Einn með allar tölur réttar Einn var með allar tölur réttar þegar dregið var í lottóinu á laugardaginn. Potturinn var tvöfaldur og því fékk sá heppni rúmar 6,5 milljónir í sinn hlut. Þá voru sex einstaklingar með fjórar tölur réttar auk bónustölu og fær hver rúmar 50 þúsund krónur. Lögreglan: Þrjár líkamsárásir Nokkur erill var hjá lögregl- unni aðfaranótt sunnudags vegna skemmtanahalds í miðborginni. Þrjár líkamsárásir áttu sér stað á öldurhúsum og fimm manns gistu fangageymslur lögreglunnar. Þá voru fjórir teknir fyrir ölvun við akstur. Lögreglan hefur á síöustu tveimur árum lagt hald á rúmlega 100 kfló af ólöglegum fíkniefnum. Gunnhildur Hrólfsdóttir LEYNDARMAL Áleitin og einlæg, en um leið fyndin Saga um samkyn- hneigða stúlku og fjölskyldu hennar. TlliBÐ Þráðlaus inni/útihitamælír meö 30 rrítr drægni og minnl fyrlr hámark/ lágmarksgildi. Möguleikl á hitamælingu frá 3 útiskynjurum I einu. Laserklukka FM útvarpi Kr. 4990

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.