blaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 28

blaðið - 19.12.2005, Blaðsíða 28
36 I DAGSKRÁ MÁNUDAGUR 19. DESEMBER 2005 blaöiö antnaB HVAÐSEGJA STJÖRNURNAR? ©Steingeit (22. descmber-19. janúar) Þu ert ekki i stuði til að eyöa miklum peningum, og það er bara í fínu lagi. Ekki láta alia i kring um þig hafa þannig áhrif á þig að þér finnist þú verða að taka þátt í endalausum verslunarferðum. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Þú mátt slaka á, og þetta þýðir eitthvað enn betra fyrir þig en fyrir restina af heiminum. Nú þegar þú hefur loks tíma til að eyða í vitleysu, skaltu velja vel þann félagsskap sem þú villt vera i. LIFIR WFS? Andrés Magnús Þegar Nýja fréttastöðin (NFS) hóf göngu sína vildi ég ekki kveða upp neina palladóma um stöðina, því mér finnst það einfaldlega ekki réttmætt að taka glænýjan fjölmiðil til kostanna. Maður þekkir það af reynslunni að fjölmiðlar taka mikl- um breytingum fyrstu vikurnar, það þarf að slípa margvíslega van- kanta af, það er nær ómögulegt að ,búa til“ þann fjölmiðil, sem að er stefnt, á fyrsta degi og þegar upp er staðið eru þeir auk þess oft nokkuð öðru vísi en drög voru lögð að. Sannast sagna finnst mér enn of snemmt að taka NFS fyrir, vegna þess að mér finnst hún engan veg- inn fullmótuð ennþá. En það má svo sem spyrja líka hvort fjölmiðlar verði nokkurn tíman fullmótaðir. Ég held hins vegar að margvísleg- ir byrjunarerfiðleikar kunni að reyn- ast NFS þyngri en búist var við. Það kostar peninga að spara og þess sést stað á NFS. Maður heyrir það lika á starfsliðinu að það er farið að mæð- ast býsna mikið. Það hefur gengið nærri sér við að koma stöðinni í loftið, en sér fáar blikur á lofti um að úr rætist. Ég efa að menn verði brattari eftir jól og áramót. Sumir hafa velt því fyrir sér að ganga úr rúmi, en það er hægara sagt en gert. Á þessum markaði er aðeins um einn annan vinnustað að ræða og gangi menn ekki að vísu plássi hjá RÚV eru þeir því að taka ákvörðun um að hætta í bransanum ef þeir hætta hjá NFS. Þannig að kannski NFS muni haldast betur á starfslið- inu en hugur þess stendur til. En hvað með efnið? Stendur það undir væntingum? Manni finnst lopinn stundum fullteygður og end- urtekið efni er alltof áberandi. Á vondum fréttadegi getur ástandið verið skelfilegt. Á hinn bóginn eru svo þættir eins og Kompás, sem hefur þegar brotið blað í íslensku sjónvarpi og fyrir það á NFS og Jó- hannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Kompáss, hrós skilið. Við seljum bílana www.bilamarkadurinn.is Smikj*u*+i 46 £ * TKdfiAVMti _____S. 567 1800 OFiskar O9.febniar-20.maK) Ákveðinn maður úr vinnunni hefur vakið forvitni þína. Þú hefur komist að einhverju um hann/hana og nú geturðu ekki hætt að hugsa um það i vinn- unni. Hagaðu þérvel manneskja! Hrútur (21. mars-19. apríl) Þú hefur aldrei verið ein(n) af þeim sem svíkur og prettar. I fyrsta lagi er það allt of flókið, sannleik- urinn er einfaldari. I öðru lagi kanntu bara ekki að Ijúga, og það er ekkert að lærast með árunum. Haltu áfram að vera baráttumaður/kona fyrir sann- leikanum. Naut (20. april-20. mai) Þú ert í mjög fínu skapi og líklega er það algjör- lega ástvinum þinum að þakka. Hvort sem um fjölskyldumeðlimi er að ræða, vini þlna eða jafnvel gæludýr, skaltu elska þau á móti af öllu hjarta. ©Tvíburar (21. mai-21. júnf) Þú átt auðvelt með að semja Ijóð f dag. Þú getur líka auðveldlega notið Ijóðlistar, og ættir e.tv. að nota daginn i að lesa upphátt Ijóð fyrir einhvern sem þér þykir vænt um. Notaðu þennan sérstaka rómantfska tónblæ þegar þú gerir það. ®Krabbi (22.júní-22.júlQ Ef þig vantar að kaupa eitthvað ákveðið skaltu hringja f einhvern þér vitrari og fá hjálp til að gera örugglega engin mistök. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Ertu hvatvís? Jafnvel þótt þú hafir lofað sjálfri/sjálf- um þér að standast freistingamar? Nú, þú verður bara að taka á honum stóra þínum og standa með sjálfri/sjálfum þér. Ef þú þarft svo aðeins að sleppa tökunum til að geta svo staðist freistingar seinna, skaltu gera það. «®yja (23. ágúst-22. september) Þér finnst stundum eins og Iff þitt uppfylli ekki draumana þfna. Ef þú vilt láta þér liða betur skaltu annað hvort breyta draumunum, eða fá aöstoð frá einhverjum til að breyta lífinu meira (átt til draumanna. ©Vog (23. september-23.október) f góðra vina hópi ertu hrókur alls fagnaðar og mjög hreinskilin(n) um þfna hagi, en þegar þú ert ekki á heimavelli líður þér stundum eins og þú verðir að lefka eitthvert hlutverk. Það er misskilningur hjá þér, því þú sjálf(ur) ert nógu góð(ur) í hvaða hóp sem er. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) Þú ert enn að spá í næstu skref þín í vinnumálum. Þaö borgar sig að vinna smá rannsóknarvinnu, og komast að þvf hver hefur svör vfð spurningum þin- um á reiðum höndum. Ekki hætta fyrr en þú veist nákvæmlega hvað þú átt að gera næst. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Einhver framandi, spennandi og vlðsýnn mun tengjast þér óvænt mjög bráðlega. En áður en þú hleypur af stað með engin áform um hvert fara skal, væri ef til vill hyggilegra að kynnast aðeins betur og taka þvi bara rólega. Það borgar sig að fara hægt. SJÓNVARPSDAGSKRÁ SJÓNVARPIÐ 15.30 Helgarsportið 15.55 Ensku mörkin 17.00 Jóladagatal Sjónvarpsins - Töfrakúlan (18:24) 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið 18.01 Kóalabræður (46:52) 18.11 Fæturnir á Fanney (3:13) 18.23 Váboði (8:13) 18.50 Jóladagatal Sjónvarpsins - Töfrakúlan (19:24) 19.00 Fréttir, fþróttir og veður 19.30 Veður(i:7) 19.35 Kastljós 20.10 Milljarðakaup íslendinga Danskur þáttur um fjárfestingar Baugs og fleiri íslenskra fyrirtækja (Danmörku. Meðal annars er rætt við Hannes Smárason og Jón Ásgeir Jóhannesson og fjallað um hvaðan féð til þessara fjárfestinga kemur og hvort um sé að ræða spilaborg sem geti hrunið þegar minnst varir. 20.35 Átta einfaldar reglur (64:76) Bandarísk gamanþáttaröð. Aðal- hlutverk: Katey Sagal, Kaley Cuoco, Amy Davidson, Martin Spanjers og JamesGarner. 21.00 Flóðbylgjufólkið (The Tsun- ami Generation) 22.00 Tíufréttir 22.25 Karníval (12:12) Bandarískur myndaflokkur. Ben Hawkins á enn í baráttu við bróð- ur Justin og heldur för sinni áfram með farandsirkusflokknum þar sem undarlegt fólk er saman komið. Meðal leikenda eru Michael J. And- erson, Adrienne Barbeau, Clancy Brown, Debra Christofferson, Clea DuVall, Amy Madigan, Diane Saling- er og Nick Stahl. Atriði í þáttunum eru ekki við hæfi barna 23.25 Spaugstofan 23.50 Enskumörkin Sýndir verða valdir kaflar úr leikjum síðustu um- ferðar í enska fótboltanum. e. 00.45 Kastljós 01.15 Dagskrárlok STÖÐ2 06:58 fsland í bítið 09:00 Bold and the Beautiful 09:20 (fínuformi 2005 09:35 Oprah Winfrey 10:20 Orange County 12:00 Hádegisfréttir 12:25 Neighbours 12:50 1 fínu formi 2005 13:05 Fresh Princeof BelAir 13:30 Thing You Can Tell Just by Look- ing atHer 15:15 Osbournes 3 (6:10) 15:40 Tónlist 16:00 Barnatími Stöðvar 2 17:40 Bold and the Beautiful 18:05 Neighbours 18:30 Fréttir, íþróttir og veður 19:00 fsland I dag 19:35 Galdrabókin (19:24) 19:45 The Simpsons (5:22) 20:10 Strákarnir 20:40 Wife Swap 2 (11:12) 21:25 You Are What You Eat (10:17) 21:50 Six Feet Under (8:12) 22:45 Most Haunted (14:20) 23:30 Afterlife (6:6) 00:15 The Closer (5:13) 01:00 Last Days Einstaklega áhrifamikil heimildarmynd sem Steven Spiel- berg framleiddi eftir að hann gerði Shindler's List. 02:25 Route 666Hasar- og hryllings- mynd í ekta B-myndastíl. 03:50 Twenty Four 3 (15:24) (e) Jack tekst loks að handsama Micha- el Amador en Marcus Alvers sleppur með vírusinn og hótar að dreifa hon- um á stóru hóteli. 04:30 Silent Witness (6:8) 05:25 Fréttir og fsland í dag Fréttir og ísland í dag endursýnt frá því fyrr í kvöld. 06:30 Tónlistarmyndbönd frá Popp TÍVf SKJÁR 1 17=55 Cheers - 9. þáttaröð 18:20 Popppunktur(e) 19:20 Fasteignasjónvarpið 19:30 Allt f drasli (e) 20:00 TheO.C. 21:00 Survivor Guatemala - Tvöfaldur úrslitaþáttur 23:00 C.S.I. 23:55 Sex and the City - 3. þáttaröð 00:25 Jay Leno 01:10 Boston Legal (e) Oi:25 Fasteignasjónvarpið (e) 02.*05 Cheers - 9. þáttaröð (e) 02:30 Nátthrafnar 02:30 Everybody loves Raymond 02:55 Da Vinci's Inquest 03:40 Óstöðvandi tónlist SÝN 16:00 Ameríski fótboltinn (Washington - Dallas) 18:00 fþróttaspjallið 18:12 Sportið 18:30 Sharapova 19:00 Fifa World Player Gala 2005 20:30 ftölsku mörkin 21:00 Ensku mörkin 21:30 Spænsku mörkin 22:00 StumptheSchwab 22:30 FIFA World Cup Championship 20 ENSKIBOLTINN 14:00 Man. City - Birmingham frá 17.12 Leikur sem fór fram síðastlið- inn laugardag. 16:00 Fulham - Blackburn frá 17.12 18:00 Þrumuskot 19:00 Stuðningsmannaþátturinn „Liðið mitt" (e) 20:00 Arsenal - Chelsea frá 18.12 22:00 Aðleikslokum 23:00 Þrumuskot (e) 00:00 West Ham - Newcastle frá 17.12 02:00 Dagskrárlok STÖÐ2BÍÓ 06:00 Spy Kids 3-D: Game Over 08:00 Juwanna Mann 10:00 Double Bill 12:00 The Importance of BeingEarne 14:00 Spy Kids 3-D: Game Over 16:00 Juwanna Mann Gamanmynd um körfuboltahetju. 18:00 Double Bill 20:00 The Laramie Project Sannsögu- leg mynd um atburð í Laramie ( Wyoming í Bandaríkjunum sem setti ugg að þjóðinni. Aðalhlut- verk: Christina Ricci, Steve Buscemi, Laura Linney. Leikstjóri, Moisés Kaufman. 2002. Bönnuð börnum. 22:00 Spider Magnað sálfræðidrama eftir kanadíska kvikmyndagerðar- manninn David Cronenberg, með breska leikaranum Ralph Fiennes í hlutverki manns sem kallaður er "Spider" og glímir við geðveilu á al- varlegu stigi. Aðalhlutverk: Gabriel Byrne, Miranda Richardson, Ralph Fiennes. Leikstjóri, David Cronen- berg. 2002. Bönnuð börnum. 00:00 Swimfan Hágæðaspennumynd. Lífið leikur við sundkappann Ben Cronin. Hann nýtur virðingar, á frá- bæra kærustu og vísan íþróttastyrk til framhaldsnáms. Ben hefur samt þurft að hafa fyrir sínu og vel það. Aðalhlutverk: Jesse Bradford, Erika Christensen, Shiri Appleby. Leik- stjóri, John Polson. 2002. Bönnuð börnum. 02:00 Point Blank Hættulegustu glæpa- menn Bandaríkjanna eru sloppnir út og eins gott að verða ekki á vegi þeirra! Aðalhlutverk: Mickey Ro- urke, Kevin Gage. Leikstjóri, Matt Earl Beesley. 1997- Stranglega bönn- uð börnum. 04:00 Spider Magnað sálfræðidrama eftir kanadíska kvikmyndagerðar- manninn David Cronenberg, með breska leikaranum Ralph Fiennes í hlutverki manns sem kallaður er "Spider" og glímir við geðveilu á alvarlegu stigi. Innilokaður í her- bergisholu hefur hann gjörsamlega misst tökin á veruleikanum og lifir sig inni og endurtekur erfiða æsku. RÁS1 92,4 / 93,5 • RÁS 2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 77,5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Útvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9 man kl. 21 Ekki missa af úrslitaþætti Survivor. í kvöld klukkan 21.00

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.