blaðið - 18.01.2006, Blaðsíða 29

blaðið - 18.01.2006, Blaðsíða 29
blaöiö MIÐVIKODAGUR 18. J'ANÚAR ' 2ÖÖ6 DAGSKRÁ'l'^ft Nú hef ég verið reyklaus í rúman hálfan mánuð, i8, daga og þó vissu- lega hafi gengið á ýmsu og stundum hafi gripið mig hálfgerð vanstilling er ég viss um að ég er komin yfir það versta. Og satt best að segja var þessi reynsla ekki mjög slæm. Það var svo lítið mál að hætta að reykja ég er enn að átta mig á því af hverju ég er ekki löngu hætt. Ég held reynd- ar að áróðurinn hafi haft þveröfug áhrif á mig. Mér leiðist alveg óend- anlega þegar frelsað fólk heldur yfir mér tölu um skaðsemi reykinga. Skaðsemi reykinga hefur ekkert farið fram hjá mér og mér leiðist að hlusta á endalausar ræður um það efni. Sérstaklega frá fólki sem sýpur á tvöföldum vodka í kók eða borðar allskonar ruslfæði, á milli þess sem það segir mér hvað ég sé vitlaus að reykja, réttara sagt, hafi verið vit- laus að reykja. Staðreyndin er sú að fleiri þjást af sjúkdómum sem orsak- ast af slæmu matarræði en reyking- um og fleiri látast af sömu sökum. Samt sem áður fá matvælaframleið- endur að vera í friði með stanslaust sykursukk og annað sull sem þeir skella í vörurnar sínar og selja á uppsprengdu verði. Ef tóbaksfram- leiðendur eiga að vera ábyrgir fyrir eitursölu sinni, sem er sjálfsagt mál, ætti að vera jafn sjálfsagt mál að gera matvælaframleiðendur ábyrga fyrir sínum varningi o g áhrifum hans á heilsu- farsástandið. Sérstak- lega þeirri vöru sem markaðssett er sam- viskulaust fyrir börn. Það er margt annað vit- laust í þessum heimi en reykingar. Vilja leika með Harry Þúsundir stúlkna á aldrinum 13 til 16 ára létu næturkuldann í Lund- únum ekki á sig fá þegar þær flykkt- ust til áheyrnarprufu fyrir hlutverk Lúnu Lovegood, einnar kvenhetj- unnar í næstu kvikmyndinni um galdrastrákinn úrræðagóða. Dyrnar voru opnaðar fyrir áhugasömum á mánudag, en sumar stúlkurnar voru mættar í röð strax á föstu- dag. Þegar röðin var sem lengst náði hún hringinn í kringum bygginguna og yfir nokkrar götur. „Við erum þrjár og sváfum úti til að komast að,“ sagði Kim Allen sem var fremst í röðinni. Hún kom frá Suður-Englandi til þess að freista þess að fá hlutverk í Harry Potter og fönixreglunni en tökur á henni hefj- ast í febrúar. Myndin er svo vænt- anleg í kvikmyndahúsin sum- arið 2007. „Ég dýrka töfra, leyndardóma og Daniel Rad- cliffe (sem leikur Harry Pott- er). Ég dýrka ævintýrasögur á borð við Harry Potter og vildi óska þess að slíkur heimur væri til.“ EITTHVAÐ FYRIR... ...lœknanema StÖð 2, 01.00 Perfume (Ilm- vatn) Háðsádeila á hinn yfirborðs- kennda og harða heim tískunnar. Bransinn fær hér rækilega fyrir ferðina í mynd með Car- men Electra sem á að gefa hina einu sönnu mynd af tískuheiminum í New York. Bönnuð börnum. ins. Haldin verða partí í tengslum við þáttinn og stefnan er að byggja upp stemningu þannig að maður finni næstum því hvað það er gam- an í gegnum sjónvarpið.“ Ekki fulla fólkið Popptíví reyndi margoft að byrja með djammþœtti, t.d. rugl.is, sem gengu misvel. Hver er munurinn á þínum þœtti ogþeim? „Þetta verður allt öðruvísi en þeir þættir. Munurinn er að við ætlum að sýna fólki að það er hægt að skemmta sér á siðmenntaðan máta. Við höfum engan áhuga á að sýna fólk í sínu versta ástandi. Ég hef ein- faldlega ekki áhuga á að horfa á svo- leiðis heldur." Hvert á fólk að fara efþað vill kom- astíþáttinn? „Það er aldrei að vita. Það er rosalega mismunandi og fer eftir því hvað er í gangi hverju sinni. Það má segja að við verðum með púlsinn á því sem er að gerast. Við höfum samband við fólk sem almenning- ur kannast við svo þetta er eitthvað sem fólk ætti að vilja horfa á.“ BlaöiÖ/SteinarHugi Margir hafa velt því fyrir sér hvernig 21 árs stelpa á að kenna fólki á næturlíf Reykjavíkur. „Ég veit ekki betur en maður verði að vera 18 ára til að vinna á börum. Ég gerði það þegar ég var á þeim aldri. Ég tel mig hafa nokkuð sjóaða reynslu í þessum málum. En aftur komum við að því að þetta er ekki bara djammþáttur.“ Partí 101 verður sýndur á Sirk- us klukkan 20.30 í kvöld og aftur klukkan 00.05, agnar.burgess@bladid.net Brynja Björk Garðarsdóttir verður í sviðsljósinu í sjón- varpsþættinum Partí 101 sem hefur göngu sína á Sirkus í kvöld. Hún kom fyrst fyrir sjónir almenn- ings á forsíðu tímaritsins Sirkus RVK með fyrirsögninni „Hnakkam- ellan“ og vissi því undirritaður ekki alveg hvað hann ætti í vændum þeg- ar hann tók upp símann. Raunin varð sú að Brynja hljómar alls ekki eins og maður hefði ímyndað sér að hnakkamella hljómaði. Þess í stað svaraði símanum ljúf og hugguleg ung kona. Mér til mikillar gremju mátti hún engu svara um forsíðuna frægu. En hver er þá Brynja Björk? „Ég er bara mjög heppin stelpa. Ég var í skóla þegar mér var boðið starf hjá 365 og í kjölfarið hafði Tinna [ Jó- hannsdóttir, þáverandi Sirkusstjóri í fjarveru Árna Þórs Vigfússonar. Nú- verandi framleiðslustjóri íslenskrar dagskrárgerðar] samband við mig og bað um að koma með hugmynd að þætti. Ég gerði það og þau urðu svona hrifin af henni. Reyndar var upphafið að þessu öllu saman að ég var álitsgjafi í Ástarfleyinu af því að vinur minn var að keppa þar. Þar tóku þau eftir mér og ákváðu að hafa frekara samband.“ Hver er hugmyndin? „Grunnhugmyndin er að í hver jum þætti eru gestir sóttir á eðalvagni og farið með þá út að borða og svo út á lífið. Þetta er í raun almennur lífstílsþáttur, ég vil ekki kalla þetta djammþátt eða neitt þannig þótt það sé vissulega farið á skemmti- staði og skemmtanalífið skoðað. Við gerum mun fleira í þættinum, einbeitum okkur frekar að lífstíl en djamminu. Markmiðið er eiginlega að kenna fólki almennt að njóta lífs- ins um helgar. Partí 101 er ákveðin vísun í kennslu á skemmtanalífið í Reykjavík og kennslu á að njóta Hfs- Sirkus, 21.00 My Name is Eari (2:24) Earl ætlar að bæta upp fyrir fyrri gjörðir sinar með því að gera lífið betra fyrir Donny, en hann sat í fang- elsi fyrir glæp sem Earl framdi. Á meðan uppgötvar Joy, fyrrum kona Earl, að hún muni erfa peningana ef að Earl deyr og ákveður hún því að reyna að drepa hann. Sjónvarpið, 20.35 Bráðavaktin (18:22) (ER, Ser. XI) Bandarísk þáttaröð sem gerist á bráða- móttöku sjúkrahúss í stórborg. Atriði 1 þáttunum eru ekki við hæfi barna. ... tískumeðvitaða Lífstíll Brynju Bjarkar ■ Spurning dagsins Hvar verslar þu helst, i Kringlunni, á Laugavegi eöa i Smáralind? Brynjar Jóhannsson Það fer eftir þvíhvarég er staddur. 0Fri6rik Kristjánsson Á Laugavegi. 'írírétlað á Uiótel ^Borg öll kvöld Kr. 2.()00.- piití'eaBH V^rið Vjilkopiin

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.