blaðið - 18.01.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 18.01.2006, Blaðsíða 16
VUBigWKMBSS 16 1 iLI MIÐVIKUDAGUR 18. JANÚAR 2006 blaöiö Um fjölmiðlarekstur 365 Árið 2002 kom ég í fyrsta sinn að rekstri fjölmiðla. Við sáum að það var framtíð í þeim hugmyndum sem voru uppi um rekstur á dagblaði sem skyldi dreift ókeypis á öll heim- ili á höfuðborgar- svæðinu og að slíkur rekstur gæti skilað viðunandi afkomu. í upphafi settum við eina milljón í Bónus og sú fjárfesting gekk upp. Við settum 50 milljónir í Fréttablaðið og sú fjár- festing gekk líka upp. Undanfarin misseri höfum við byggt upp fjölmiðlafyrirtækið 365 ásamt um 900 öðrum hluthöfum. Grunnurinn að því var Fréttablaðið en svo urðu aðstæður þannig að okkur gafst tækifæri til að bæta við reksturinn. 365 fjölmiðlar eru í dag framsæknasta fjölmiðlafyrirtæki landsins þar sem innanborðs er kraftmikið og gott starfsfólk. Rekst- urinn hefur gengið að óskum og er byggður á þeirri hugmyndafræði að um sé að ræða fjölmiðlafyrirtæki sem sinnir öllum tegundum fjöl- miðlunar; fréttum, afþreyingu, upp- lýsingu og skemmtun. Fyrirtækið rekur sjónvarps- og útvarpsstöðvar, gefur út tímarit og dagblöð auk þess að halda úti vefsvæðum. Þetta hefur gefist vel og fjölbreytt rekstrarform skapar grunninn að því að hægt er að reka stórt fjölmiðlafyrirtæki sem skilar afkomu sem hefur ekki áður þekkst í rekstri fjölmiðla á íslandi. 365 fjölmiðlar eru dótturfélag Dagsbrúnar hf. sem skráð er í Kaup- höll íslands. Fyrirtækið skilar upp- gjörum á þriggja mánaða fresti í sam- ræmi við þær leikreglur sem gilda í Kauphöllinni. Þar birtast uppgjör sem sýna að við erum að ná árangri. Við erum að ná árangri sem hefur reynst öðrum fjölmiðlum ógerlegt hingað til. Það er því fjarri lagi að einhver sé að borga með fjölmiðlum 365 þótt slíkt kunni að eiga við aðra fjölmiðla hér á landi. Allar tölur í uppgjörum Dagsbrúnar sýna annað. Fjölmiðlar og stjórnmálamenn, sem hafa að undanförnu fjallað mjög ítar- lega um rekstur 365 fjölmiðla, geta því leitað þangað áður en þeir full- yrða annað um reksturinn. Nú að undanförnu hafa fjölmiðlar 365 verið heimfærðir á mig persónu- lega eða það fyrirtæki sem ég er í for- svari fyrir. Það hefur orðið til þess að fjöldi manna hefur leitað til mín og óskað eftir því að ég beiti mér fyrir því að breyta efnistökum fjöl- miðla f eigu 365. Þessar beiðnir hafa verið af ýmsum toga. Reka ritstjóra og ráða annan, leggja niður dag- skrárþætti fjölmiðla, skrúfa niður í Ingva Hrafni, henda út Silfri Egils og svona mætti lengi telja. Þeir sem hafa óskað eftir slíku við mig, vita að það hefur engan árangur borið. Ritstjórn fjölmiðla er ekki á minni könnu. Ég kem að rekstri fjölmiðla út frá arðsemisforsendum og að þeir peningar, sem ég lagði til verkefnis- ins í upphafi, ávaxti sig. Ritstjórar DV fóru hins vegar út af brautinni. Þeir tóku poka sinn og tóku ábyrgð á ritstjórnarstefnu sinni. Aðrir mættu taka ákvörðun þeirra sér til fyrirmyndar. Höfundur erforstjóri Baugs. Jón Asgeir Jóhannesson Varist farisea og fræöimenn ‘Varist farisea og fræðimenn”, sagði Jesús, en þeir voru ekki verkfræðingar né hagfræðingar heldur öfgafullir bókstafstrúar- menn, semboðuðu gyðingdóminn gamla. Blessunar- lega hefur íslenskri alþýðu tekist að ná góðum lífskjörum ásamt heil- brigðisþjónustu og öryggi. Það gat gerst með því að fólk flutti úr sveit- unum og tileinkaði sér ný viðhorf og veiðiskap; já, þorskurinn kom fólki til bjargar. Fiskvinnsla og sjósókn skapaði störf í strandbyggðum og losaði um tök bænda á verkafólki. Atvinnuleysi er böl, sem ungt fólk á Islandi hefur ekki kynnst og það er verra en hátt verð á matvælum. Marga hálfmenntaða framsóknar- menn má kalla fræðimenn í gamla skilningnum, en þeir hafa margir verið teknir fram yfir betur mennt- aða í störf. Jónas frá Hriflu sagði að framsóknamenn væru einfaldlega betri en aðrir. Margir töldu vera þver- sögn milli manngildisins og auðsins, en hún er nú leyst með því að láta gullið vinna með manngildinu; slag- orðið um “manngildið umfram auð- Íildið” er því innantómt og óþarft. kvörðun á kartöfluverði með Hrifluaðferðum, þ.e. það nægilega háu svo unnt sé að borga verkafólki í kartöflugörðunum lífvænlegt kaup, eru úreltar því markaðurinn sjálfur er betur til þess fallinn. Hagræðing Adams Smiths gerðist með vélvæð- ingu og framförum í viðskiptum. Vélvæðingin í sveitunum kom svo í staðinn fyrir verkafólkið og leysti heilabrot Bjarna Harðarsonar um fátæklingana og kartöflurnar fyrir áratugum á íslandi. Hann lætur fara í taugarnar á sér málflutningur Neytendasam- takanna og óskar sér þess yfir hátíðirnar að vera laus við vand- lætingu þeirra um orsakir hás mat- vælaverðs. Hann talar sjálfur eins og fræðimennirnir í landinu helga áður fyrr og segir svo að ég láti að því liggja í svargrein minni 29.12. í Blaðinu undir fyrirsögninni “Jóla- bænir beitarhúsamanna” að ég geti leyst vandann, sem sagt hátt mat- vælaverð. Auðvitað er það rangt og ég hef hvergi látið að því liggja, en málið er afar flókið og Bjarni sjálfur leggur lítið sem ekkert fram um það efni. Auðvitað á hann að vita að verð á helstu mjólkur- og kjötafurðum er hæst hér á landi miðað við senni- lega öll samanburðarlönd í okkar heimshluta og er það þungt í skauti fyrir fátækar íslenskar barnafjöl- skyldur. Honum finnst greinilega að kröfur um lækkun matvælaverðs muni bitna á íslenskum bændum og því örlar á gömlum Hrifluskýr- ingum um það hvernig neytendur og bændur leysi vandamálið um fá- tæklinga. Auðvitað eru það gamlir órar og Bjarni Harðarson á ekkert að skammta fátæku fólki pylsur og gosdrykki, sem finnast í vísitölunni og matarverðinu. Eins og öllum er kunnugt þá hefur forsætisráðherra nú skipað nefnd til að fara niður í ástæður fyrir háu matarverði á Islandi. Ráðherrann hefur talið það við hæfi að skipa fulltrúa bændasamtakanna en ekki Neytendasamtakanna í nefndina og lýsir það nokkuð hvernig hugsað er á þeim bæ. Ekki er heldur að sjá að Bjarni Harðarson telji málstað Neytendasamtakanna um matvæla- verð verðan viðlits í þessu sambandi og sé frekar til þess fallinn að láta hann fara í taugarnar á sér og skrifa óræðar yfirlýsingar í Blaðinu um matarverð og fátæklinga. Jónas Bjarnason efnaverkfræðingur Jónas Bjarnason Aðalflutningar Öryggi alla leið í |við flytjum 1 stærra husnæði helgina 27. - 30. janúar. OPID VIRKA DAGA TIL KL. 17.00 FÖSt. tll kl. 16.00 Vatnagörðum 6 • S. 581 3030 • Fax: 471 2564 • adaleg@simnet.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.