blaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 2
2 I INNLEWDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 blaðið Loftleiðir Icelandic: Flytja ólöglega innflytjendur nauðuga aftur til Pakistans Loftleiðir Icelandic, dótturfélag Icelandair, hefur nokkrum sinnum tekið að sér að flytja ólöglega innflytjendurfrá Bandaríkjunum til Pakistans. Erlent dagblað greindi frá því að farþegarnir vœru bundnir í sœti sín allan flugtímann. blaóiö= Bæjarlind 14—16,201 Kópavogur Sími: 510 3700 •www.vbl.is FRÉTTASÍMI: 510 3799 netfang: frettir@ bladid.net AUGLÝSINGADEILD: 51Q 3744 netfang: auglysingar@bladid.net Sjávarútvegur: Aflaverð- mæti eykst Aflaverðmæti íslenskra skipa á fyrstu tíu mán- uðum síðasta árs var 56,6 milljarðar króna. Fyrir sama tímabili árið á undan var aflaverð- mætið um 56,5 milljarðar og jókst því um 100 milljónir milli ára. Þetta kemur fram í samantekt Hagstof- unnar á verðmæti sjávarafla. Sam- dráttur var í aflaverðmæti þorsks og úthafskarfa en á móti jókst verð- mæti ýsu- og karfaaflans. Þá jókst aflaverðmæti síldaraflans um helm- ing milli ára og var 5,4 milljarðar. ■ Fasteignir: Fasteignamat hækkar Heildarfasteignamat á landinu öllu nemur um 2.964 milljörðum samkvæmt fasteignaskrá Fasteigna- mats ríkisins frá 31. desember síð- astliðnum og hækkaði um tæp 29% frá fyrra ári. Húsmat reyndist vera um 2.461 milljarður en var 1.921 árið 2004 sem nemur um 28% hækkun. Þá hækkaði lóðarmat um 32% milli ára. Fór úr 381 milljarði árið 2004 upp í 503 milljarða árið 2005. ■ f grein í Chicago Tribune seint á árinu 2003 er sagt frá flugi með vél Icelandair sem fór með ólöglega innflytjendur frá New York til Pakistans. Blaðið greinir frá því að frá 11. september hafi mikið átak verið gert í því af hálfu Bandaríkjastjórnar að handsama og fly tja úr landi ólöglega innflytjendur sem eiga ættir sínar að rekja til Mið-Austurlanda og annara múslimaríkja. í greininni segir að mennirnir í umræddu flugi, 75 að tölu, hafi verið bundnir niður í sæti sín allt ferðalagið, sem tekur allt að 20 tíma. Ekki frábrugðið öðrum verkefnum Guðni Hreinsson, hjá Loftleiðum Icelandic, staðfestir að félagið hafi tekið þátt í fólksflutningum af þessu tagi. Samkvæmt heimildum Blaðsins átti slíkt flug sér stað síðast nú í nóvember sl. „Það getur meira en verið. Það var eitt slíkt flug á þeim tíma en ég man ekki nákvæmlega hvenær það var,“ segir Guðni. Aðspurður hvort félagið setti engar siðferðileg spurningamerki við slík flug segir hann svo ekki vera. „I sjálfu sér ekki. Þetta er ekki svo frábrugðið öðrum verkefnum. Maður skilur vel að menn spyrji sig að þessu í sambandi við fréttir af svokölluðum fangaflugum CIA, en þetta eru alveg óskyld mál. Þarna erum við að vinna með annarri stofnun, „Immigrations and Customs Enforcements", eða innflytjendaeftirlitinu þar í landi. Margir líta á Bandaríkin sem fyrirheitna landið og þarafleiðandi freistast fólk til þess að reyna að komast þangað eftir ólöglegum leiðum. Mest er sótt inn í landið frá Mexíkó en þeir sem lengra eru að komnir eru auðvitað fluttir með flugi. Stjórnvöld hafa vanalega látið bandarísk flugfélög sitja að þessu flutningum. En þegar það er ekki hægt er oftar en ekki leitað að tilboðum og við tökum þátt í þeim á stundum." Lítil samskipti við farþegana Guðni segist ekki hafa trú á því að farþegarnir séu bundnir í sæti sín allan tímann. „Það er þannig að þegar við fljúgum þessi flug þá Ný lög um Ríkisútvarpið (RÚV) eru aðeins til þess gerð að herða pólitísk tök ríkisstjórnarinnar á stofnuninni og það er misskilningur að lögin séu í samræmi við almannavilja á íslandi. Þetta kom fram í máli Ög- mundar Jónassonar, þingmanns, í umræðu um Ríkisútvarpið á Al- þingi í gær. Nýtt rekstrarfyrirkomulag Þorgerður K. Gunnarsdóttir, mennta- málaráðherra, lagði á Alþingi í gær fram frumvarp til laga um RÚV þar sem m.a. er gert ráð fyrir því að stofnuninni verði breytt í hlutafé- lag. Þá verður útvarpsráð lagt niður höfum við ósköp lítil samskipti við farþegana. Með í för eru sérstakir fylgdarmenn frá þessari stofnun. Þeir eru ekki vopnaðir, að minnsta kosti ekki með skotvopnum enda myndum við ekki samþykkja það. Við höfum aldrei lent í vandræðum með þetta fólk enda er þetta yfirleitt heiðarlegt fólk sem er aðeins að reyna að hefja nýtt líf. Mér skilst að stundum hafi menn verið bundnir í sæti sín en ég held að þeir séu ekki tjóðraðir allan tímann án þess að ég Bog þess í stað mynduð stjórn í samræmi við nýtt rekstrar- fyrirkomu- lag og mun menntamála- ráðherra kjósa Lítilsátt erum í hana. 1 frum- frumvarp Þorgerðar varpinukemur K. Gunnarsdóttur, einnig fram menntamálaráðherra, ag greiðslu- á Alþingi. þátttaka RÚV í rekstrarkostnaði Sinfóníuhljóm- sveitar íslands muni falla niður og þá munu afnotagjöld verða afnumin frá og með 1. janúar 2008. þori að fullyrða um það. Sjaldnast eru þetta glæpamenn þó það komi nú fyrir. Það má vel vera að það séu einhverjir fjötrar á einhverjum, í einhvern tíma.“ Ekkifarið illa meðfólk Aðspurður hve oft félagið hafi staðið í því að flytja ólöglega innflytjendur segist hann ekki hafa nákvæma tölu á því. „Ég myndi telja að frá árinu 2001 hafi þetta verið um það bil 2 til 3 flug á ári, án þess að ég muni það alveg.“ Hann segir áherslu vera lagða á að koma fram við þetta fólk á sama hátt og aðra farþega. „Þegar kemur að þeirri litlu þjónustu sem við veitum þessu fólki, því starfsmenn innflytjendaeftirlitsins sjá að mestu um það, þá pössum við okkur á því að gera ekki greinarmun á þessu fólki og öðrum þeim farþegum sem við flytjum venjulega. Við sjáum til þess að þeir fái mat og þess háttar og leggjum áherslu á það við starfsfólk okkar að það sýni þessu fólki sömu virðingu og kurteisi og við sýnum öðrum farþegum.“ Hann segir að félagið myndi aldrei taka þátt í þessum aðgerðum ef upp kæmist að illa væri farið með fólkið um borð. „Ef við yrðum vör við það myndum við einfaldlega sleppa þessu. Þetta snýst einfaldlega um að koma fólki til síns heima og það er það sem við gerum.“ ■ Niðurstaða hrossakaupa Ögmundur Jónasson gagnrýndi frumvarpið og sagði það aðeins til þess gert að herða tök ríkisstjórn- arinnar á RÚV. Að hans mati væri verið að veita útvarpsstjóra of mikil völd til mannaráðninga og þannig verulega dregið úr starfsöryggi starfsmanna. Þá gagnrýndi Mörður Árnason, þingmaður, vinnubrögð ríkisstjórnarinnar og taldi þau ekki vænleg til að skapa frið um RÚV. „Þetta er ekki gott frumvarp og aðeins niðurstaða hrossakaupa stjórnarflokkanna." ■ VINNUVÉLANÁMSKEIÐ NÆSTA NÁMSKEIÐ BYRJAR 27. JANÚAR Alþingi: Engin sátt um Ríkisútvarpið BB F yrsi : ég gat hætt, Qetur þu þö' \ JflvAj ÞÚ GETUR ÞAÐ LÍKA! Valgeir Skagfjörð leikari, fyrrum stórreykingarmaður, segir hér frá reynslu sinni af reykingum. Hann drap í fyrir fullt og allt og heldur nú námskeið fýrir þá sem vilja taka þá ákvörðun. Eftir að hafa lesið þessa bók getur þú hætt líka. „Þetta er stórfróðleg og skemmtileg bók. Hún logar á milli fingranna og ég er viss um að hún getur slökkt í stærri stubbum en mér." Einar Már Gufimundsson, rithöfundur SI á nýju ári J2L* Cj) Heiöskirt (3 Létlskýjaö Skýjaö Q Alskýjað /J Rigning, litilsháttar Rigning 9 9 Súld ^ Snjókoma * Amsterdam -01 Barcelona 10 Berlín -07 Chicago 01 Frankfurt -01 Hamborg -03 Helsinki -02 Kaupmannahöfn -04 London 02 Madrid 07 Mallorka 12 Montreal -04 New York 01 Orlando 15 Osló 01 París 02 Stokkhólmur -01 Þórshöfn 04 Vín -08 Algarve 15 Dublin 06 Glasgow 07 Veðurhorfur í dag kl: 15.00 Veðursíminn 902 0600 Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu íslands SJJ Slydda Snjóél ijj Skúr Á morgun 0 r 0 r r'///

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.