blaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 30
38IFÓLK ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 blaðið HVAÐ FINNST ÞÉR? ókeypis til heimila og fyrirtækja *,i,kada,ab|aðjö== „Grínið er greinilega svona dautt í Ameríku að það þarf að hringja í gömlu stjörnurnar. Mér finnst þetta auðvitað bara mjög jákvætt. Þetta eru einhverj- ir bestu gamanþættir síðustu ára og það er frábært fyrir aðdáendur að fá að berja þá augum á ný,“ segir Jón Gunnar og bætir við að uppáhalds persónan hans úr þáttunum sé Chandler. „Kaldhæðinn snillingur." Fréttir hafa borist af því að til standi að gera fjóra nýja þætti um ævintýri vinanna í New York. Lítið hefur borið á Gísla Mar- teini Baldurssyni síðan i prófkjöri sjálfstæðismanna í haust ogkvarta sum flokks- systkini hans undan því. Á laugardags- kvöldið kom hann svo fram sem einn af umsjónarmönnum íslenskrar undankeppni Evróvisjón, sem fram fer í Aþenu á Grikklandi í maí. Vinstrimenn munu varla sitja þegjandi ef Gísli ætlar að nota það til að vera í fréttum eins og á laugardagskvöldið og munu efalítið ásaka hann um að vera enn einu sinni að mis- nota RÚV. Hitt er svo annað mál að þeir vona sumir að þetta bendi til þess að Gísli Marteinn sé á leið úr stjórnmálum og aft- ur í fjölmiðlahasarinn. Jón Gunnar Geirdal, markaðsstjóri hjá Senu Hvernig líst þér á endurkomu vinanna í Friends? Teri og Clooney? Það mætti halda að það væri einhvers konar kynbótaþema í Hollywood þessa dagana þar sem ofur- fallega fólkið virðist ekki fá nóg af hvort öðru. Allir vita af sambandi Brad Pitt og Angelinu Jolie en nú berast þær fregnir að aðþrengda eiginkona Teri Hatcher sé að slá sér upp með gráhærða kvenna- bósanum George Clooney. Stjörnurnar tvær hafa sést saman á íjölmörgum stöðum í Hollywood og er haft eftir Gróu á Leiti að vel fari á með þeim á stefnumótunum. Talsmenn stjarnanna þykja gefa furðuleg svör þegar þeir eru spurðir um samband turtildúfanna. „Hvernig skilgreinir þú stefnumót?“ sagði tals- maður Clooney við blaðamann MSNBC. Seinna sagði sami talsmaður að Clooney neiti alfarið að hafa farið á „fjölmörg“ stefnumót með Teri. Enginn veit hver sannleikurinn á bak við meint ást- arsamband stjarnanna tveggja er, en þegar Teri sjálf var spurð svaraði hún um hæl: „Ef ég hefði farið á stefnumót með George Clooney þá myndi J ég ekki tala um það.“ Þar hafiði það! Sienna sparkar Jude... aftur Á meðan sumir finna ástina losa aðrir sig við hana. Enn og aftur berast fréttir af sam- bandi Hollywood parsins Jude Law og Siennu Miller. Samkvæmt breska göturitinu The Sun á Sienna að hafa losað sig við Jude vegna áforma hans um að leigja hús með fyrrverandi eiginkonu sinni, Sadie Frost, og tveimur börnum þeirra. Jude ætlaði að búa í húsinu á meðan á tökum á kvikmyndarinnar Holyday stæði. Heimildamaður The Sun sagði Siennu hafa öskrað á Jude þegar hann sagði henni frá áformum sínum og á hún að hafa sagt að hann gæti alveg eins byrjað aftur með henni fyrst hann væri að fara að búa með henni. Sienna og Jude hættu saman í fyrra eftir að hann gamnaði sér með barnapíunni Daisy Wright, en hún tók hann aftur í sátt, enda þykir strákslegt bros Jude tæla dömurnar í röðum. Kosningabaráttan hefur þyngst nokkuð hjá Birni Inga Hrafnssyni, helstu vonar- YfT'JSyi'. stjörnu Fram- sóknarflokks- W . J ins, eftir að 40 fjölmiðlar “ birtu fréttir um að ung- m e n n u m undir lög- aldri hefði verið veitt áfengi á kosningaskrifstofu hans. Björn Ingi er þar að auki formaður fjölskyldunefndar Halldórs Ás- grímssonar, sem gerir málið enn vandræðalegra. Sjálfur seg- ist Björn Ingi ekki hafa verið á staðnum þegar umrætt sam- kvæmi átti sér stað. Til að kór- óna allt saman var svo birt skoð- anakönnun um helgina sem bendir til þess að framsókn nái ekki inn manni í Reykjavík... Gauti Eggertsson, hagfræð- ingur hjá Seðlabanka Bandaríkjanna, mætti í Silf- ur Egils á sunnudaginn og sagðist já- kvæður um framtíðina í islenskum fjármálum. Ástæðan fyrir komu Gauta til landsins er þó ekki til að auka kaupgleði þjóðarinnar heldur er hann hingað kominn til að styðja Dag, bróður sinn, í prófkjörsbaráttu Samfylkingar- innar. Misjafn er smekkur manna! Það sannaði sig enn einu sinni á laugardaginn þegar undankeppni Eurovision fór fram f ein- hverjum fáránlega glæsilegum sal niðri á Granda. Smáborgaranum finnst alveg órúlegt hvað það rata glötuð lög inn í þessa keppni ár eftir ár, sama hvernig gengið var í keppninni árið áður. Selma var með allan pakkann í fyrra, gott „bylgju-power-popp" lag að hætti Þorvalds Bjarna, kynþokkafulla dansara, réttu sporin og fiðluútsetningar sem myndu láta Roland Hartwell svitna! Hún var einnig með einvala lið bak við sig, frægan kærasta, íslensku þjóðina og fyndna gaurinn með skræku röddina (Gísla Martein). En allt kom fyrir ekki, við töpuðum og vorum ótrúlega sár og leið yfir því. Fólk vissi ekki sitt rjúkandi ráð og fussaði yfir þessu pakki í Evrópu sem kann ekki gott að meta. Loks fór fólk að greina þetta og komst að því að það þýðir ekkert að taka þessa keppni svona alvarlega því að það vinna alltaf einhverjir trúðar frá Austur-Evrópu. Nú ári síðar er komið að undankeppn- inni og hvernig lög rata í undankeppn- ina? Léleg „bylgju-power popp" lög og ekkert annað! Smáborgarinn ætlaði ekki að trúa sínum eigin eyrum, erum við virkilega svona fljót að gleyma? Heldur þetta fólk, sem komst áfram, virkilega að það sigri með þessum lögum, eða er þetta bara svona „vera með" dæmi? Smáborgarinn vonar svo sannarlega að næsta umferð söngvakeppninnar verði skemmtilegri og að það verði eitthvað fútt í lögunum sem keppa þá. Hvernig væri samt að gera eitthvað sérstakt á næsta ári? Til dæmis láta ís- lenska handknattleikslandsliðið syngja keppnislegt lag sem gæti verið eins og lítil ópera með tilheyrandi látum á svið- inu. Guðjón Valur gæti stokkið um með þráðlausan hljóðnema og sungið ein- söng á meðan Ólafur, Sigfús og allir hin- ir myndu „humma" einhverja frábæra línu undir. Unnur Birna, ungfrú heimur, myndi að sjálfsögðu vera með og stíga vel valin dansspor og Jón Ásgeir Jóhann- esson myndi valsa um og dreifa íslensk- um peningaseðlum yfir sviðið. Loks gæti Viggó Sigurðsson stokkið inn á sviðið um miðbik lagsins með rafmagns- gítar, tekið þungarokkssóló og mölvað gítarinn í lok lagsins. Lagið myndi heita „Afram ísland!" og textinn væri um stór- sigra okkar á alþjóða vettvangi síðast- liðin ár. Með þessu atriði væri sigur ekki aðeins möguleiki heldur staðreynd! & © Jlm Ungor/dist. by Unlted Modía, 2001 eftir Jim Unger 4-6 Robbie semur frið við 50 Cent Vondi strákur breska poppsins, Robbie Williams, samdi frið við harðjaxlinn með skæru röddina, 50 cent, eftir að hafa sigrað hann í flokknum Besti alþjóðlegi listamaðurinn á NRJ tónlistarhátíðinni í Frakklandi um helgina. Peyjarnir urðu víst eitthvað ósáttir eftir að þeir gistu á sama hóteli í Þýskalandi á síðasta ári, en Robbie var alls ekki sáttur við hávaða sem barst frá herbergi 50 cent og á að hafa kvartað marg oft. Maður spyr sig hversu mikinn hávaða maður þarf að gefa frá sér til að pirra partí- ljónið Robbie Williams, en við látum það liggja milli hluta. Stuttu eftir Þýskalandsförina sagði 50 að Robbie hafi kvartað vegna biturleika í sinn garð eftir að hafa neitað að hitta hann. En ævintýrin gerast enn og Robbie tók vinalega í höndina í 50 þegar hann rölti upp á svið um helgina til að ná í verðlaunin sín. í ræðu sinni vann hann sér svo inn fleiri vina- stig með orðunum „Ég vil líka votta herra 50 cent virðingu mína.“ Já það er gaman þegar dýrin í skóginum geta verið vinir. HEYRST HEFUR... Pað rak marga í rogastans þegar þeir lásu DV í gær. Þar var viðtal við pólsku stúlkuna ■■mr« mrnmmxcm* M O II Í k U I il$ k sem óttast m-jSM það mest af öllu að fyrrverandi sambýl- ismaður hennar dreifi nektar- myndum af henni á Netið. Hið versta mál auðvitað og full ástæða til að vorkenna stúlk- unni. En það sem var athyglis- vert við fréttina var niðurlag hennar en þar biður Monika þá sem hafa séð slíkar myndir af henni að hafa samband við ritstjórn DV....ekki lögregluna heldur DV. Öðruvísi mér áður brá. Þú ættir kannski að borða minni fisk,

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.