blaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 10

blaðið - 24.01.2006, Blaðsíða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 24. JANÚAR 2006 blaöiö Hvergi er blaðamönnum jafnmikil hætta búin og í (rak. Aldrei hafa jafnmargir fjölmiðlamenn látist við störf Aldrei hafajafnmargirfjölmiðlamenn látist við störfsín ogásíðasta ári. Aukninguna má meðal annars skýra með mannskceðu flugslysi í íran þar sem 48 fjölmiðlamenn létu lífið. Aðgerðir gegn Jemaah Islamiah á Indónesíu: Hringurinn þrengdur um Top Lögregla á Indónesíu hefur þrengt hringinn um Noordin Mohammed Top, einn af eftirlýstustu hryðju- verkamönnum í Asíu, sem meðal annars stóð að baki mannskæðum sprengjuárásum á Balí árið 2002. Lögreglan hefur staðið fyrir aðgerðum gegn félögum í Jemaah Islamiah, hryðjuverkasamtökunum sem tengjast A1 Kaída, á undan- förnum dögum og meðal annars hafa tveir skósveinar Tops verið handteknir. Top er einn háttsettasti félagi samtakanna síðan samlandi hans, Azahari bin Husin, lést á síð- asta ári. Azahari var grunaður um að hafa búið til sprengjur sem not- aðar voru í mannskæðum árásum, meðal annars á Balí og á Jakörtu. Sidney Jones, sérfræðingur í hryðju- verkum, segir að handtökurnar í síð- ustu viku hafi verið gerðar í kjölfar vitnisburðar félaga í Jemaah Islam- iah sem var handtekinn í umsátrinu um Azahari í nóvember. Jones telur að þó að hringurinn kunni að vera farinn að þrengjast um Top sé ekki sjálfgefið að árásum verði hætt. ■ íhaldsmaður verður forseti Alls fórust 150 fjölmiðlamenn við störf á síðasta ári og hafa þeir aldrei verið jafnmargir, að sögn Alþjóða- sambands blaðamanna. Flestir fjöl- miðlamenn létust í írak og á Filips- eyjum. Sumir fjölmiðlamannanna voru teknir af lífi en aðrir létust í stríðum, náttúruhamförum og slysum. Árið 2004 létust 140 fjöl- miðlamenn við störf sín og höfðu aldrei verið fleiri. Tæpurþriðjungur (48 manns) fórst egar herflutningavél hrapaði i Iran. Miðausturlöndum fórust 38 fjöl- miðlamenn, þar af 35 í írak. „Flestir þeirra sem fórust voru heimamenn, margir þeirra unnu fyrir alþjóðlega fjölmiðla í í rak þar sem of hættulegt er fyrir útlendinga að vera á götum úti,“ segir Aidan White, aðalritari Aljóðasambands blaðamanna. Bandarískar hersveitir áttu þátt í dauða fimm blaðamanna og segir í skýrslunni að þar með sé tala þeirra sem hafi fallið fyrir tilverknað her- námsliðsins komin upp í 18 síðan 2003. Alþjóðablaðamannasambandið hefur farið fram á óháða rannsókn á þessum dauðsföllum til að eyða grunsemdum um að skotið hafi verið á fólkið af yfirveguðu ráði. í Austur-Asíu fórust 36 fjölmiðla- menn, þar af tíu á Filipseyjum. Skotið á blaðamenn „Filipseyjar, Pakistan, Indland og Bangladesh eru enn hættu- legustu svæðin, en einnig hafa menn auknar áhyggjur af ofbeldi á Taílandi," stendur í ársskýrslu alþjóðasambandsins. „Meirihluti fórnarlamba í austur- hluta Asíu lét ekki lífið í skothríð milli stríðandi fylkinga eða af slys- förum meðan þau fylgdust með atburðum á átakasvæðum. Skotið var á þau flest eða þau drepin vegna þess að þau voru blaðamenn.“ ■ Anibal Cavaco Silva, fyrrverandi for- sætisráðherra Portúgals, bar sigur úr býtum í forsetakosningum í land- inu á sunnudag. Cavaco Silva hlaut 50,6% atkvæða en það nægði til að koma í veg fyrir aðra umferð. Hann var með gott forskot á tvo frambjóð- endur sósíalista, Manuel Alegre og Mario Soares, fyrrverandi forseta og forsætisráðherra, sem lenti í þriðja sæti. Cavaco Silva er fyrsti forseti landsins úr röðum miðju- og hægri manna síðan byltingin var gerð ílandinu árið 1974. Forsetaemb- ættið í Portúgal hefur einkum tákn- rænt gildi. ■ Stuðningsmenn Anibal Cavaco Silva fagna sigri hans í Lissabon. Réttarhöld yfir Saddam Hussein: Wýr dómari skipaður Palestína: Fatah-hreyfingunni spáð sigri Fatah-hreyfingunni er spáð sigri í þingkosningunum á morgun. ísraelsher mun halda sigfrá bœjum á Vesturbakkanum á kjördag. Kúrdinn Raouf Rasheed Abdel- Rahman tekur við sem yfirdómari í réttarhöldunum yfir Saddam Hussein og sjö samverkamönnum hans vegna fjöldamorðs á 140 sjíta- múslimum í þorpinu Dujail árið 1982. Réttarhöldin hefjast á ný í dag. Abdel-Rahman kemur í stað Rizgar Mohammed Amin, sem sagði af sér þann 15. janúar í kjölfar gagnrýni stjórnvalda á störf hans. Verjendur Saddam Hussein hyggjast mótmæla skipun hans í embættið á morgun þar sem þeir telja að hlutleysi dóm- enda sé ekki tryggt. ■ Réttarhöldum yfir Saddam Hussein verð- ur haldið áfram á morgun. Fatah-hreyfingu Mahmoud Abbas, forseta, er spáð sigri í þingkosn- ingum í Palestínu á morgun þrátt fyrir að Hamas-samtökin hafi saxað mjög á forskot hennar á und- anförnum dögum. Samkvæmt skoð- anakönnun Annajah-háskólans á Vesturbakkanum hefur Fatah allt að 8% meira fylgi en Hamas. Fatah fengi 42% atkvæða en Hamas 34%. Þá fengju þrír minni flokkar saman- lagt um 19% atkvæða. Kosningabar- áttunni lauk formlega í gær og héldu tveir stærstu flokkarnir, Fatah-hreyf- ingin og Hamas-samtökin, síðustu kosningafundi sína. ísraelsher mun halda sig frá bæjum Palestínumanna á Vestur- bakkanum og ekki hafa afskipti af kosningunum. Heimildarmaður innan ísraelska hersins greindi frá þessu í gær. Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem er á svæðinu til að fylgjast með kosningunum, segir að Ehud Olmert, starfandi forsætis- ráðherra ísraels, hafi fullvissað sig um að reynt yrði að halda eftirlits- stöðvum hersins opnum á kjördag. Áður en Israelsher dró úr aðgerðum sínum handtóku hermenn hans 24 meinta vígamenn. Fjórir félagar í Hamas-samtökunum voru hand- teknir en samtökunum er spáð góðu gengi í kosningunum. Kann að hafa áhrif á afstöðu Bandaríkjamanna Heimildarmenn innan bandarísku utanríkisþjónustunnar segja að góð útkoma Hamas í kosningunum geti leitt til þess að Bandaríkjamenn dragi úr tengslum sínum við heima- stjórn Palestínumanna og hætti hugsanlega beinni fjárhagsaðstoð. Bandarísk stjórnvöld hafa veitt nærri tveimur milljónum Bandaríkjadala (um 124 milljónum ísl. kr.) í kosn- ingasjóð Fatah-hreyfingarinnar. Hamas-samtökin hafa einkum komist í fréttirnar í tengslum við mannskæðar árásir á undanförnum árum. Þau hafa þó einnig staðið fyrir margvíslegu góðgerðastarfi í byggðum Palestínumanna og meðal annars rekið skólaogheilbrigðisþjón- ustu. Kosningabarátta þeirra þykir hafa verið markviss og ekki hafi jafnmikið borið á spillingu í þeirra röðum og hjá Fatah-hreyfingunni. ^ÍríréttaÖ á Uíótel Horg öll kvöld 2<r. 2.900.- %rið V£lkomin -------- ... m —~ WBi'l ...........— — —......;... , 11 | I Ungur piltur með fána Palestínumanna á kosningafundi Fatah-hreyf- ingarinnar á Gasasvæðinu.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.